Fleiri starfsmönnum sagt upp hjá Fríhöfninni Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. apríl 2019 14:56 Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/Jói K. Fleiri starfsmönnum verður sagt upp hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli vegna vandræða íslensku flugfélaganna. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar við fréttastofu. Þegar hefur sex starfsmönnum verið sagt upp hjá Fríhöfninni vegna gjaldþrots WOW air. „Fríhöfnin sagði upp 6 starfsmönnum fyrir síðustu mánuði og því miður er staðan þannig að nauðsynlegt er að fækka starfsfólki enn frekar,“ segir Þorgerður Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu í dag.Þorgerður Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli.Vísir/GVAHún segir málið á viðkvæmu stigi og ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Þannig fáist ekki staðfest hversu mörgum til viðbótar verði sagt upp. Þorgerður tekur þó fram að ekki sé um hópuppsögn að ræða. Uppsagnirnar megi rekja til gjaldþrots flugfélagsins WOW air og Max-vandræða Icelandair. „Gjaldþrot WOW og kyrrsetning Max véla hefur töluverð áhrif á sætaframboð til og frá Íslandi og þar af leiðandi á fjölda farþega sem fara um flugstöðina. Önnur flugfélög virðast ekki vera að bæta við ferðum að neinu ráði, amk ekki næstu mánuðina,“ segir í svari Þorgerðar. Um 200 manns starfa hjá Fríhöfninni en Þorgerður sagði í samtali við Vísi í mars að koma þyrfti í ljós hvort grípa þyrfti til frekari uppsagna. Mörg fyrirtæki, einkum í ferðaþjónustu, sögðu upp starfsfólki eftir að WOW air varð gjaldþrota. Með þeim 900 starfsmönnum WOW sem misstu vinnuna urðu 1500 manns atvinnulausir á fáeinum sólarhringum í kringum gjaldþrotið. Icelandair Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Á fjórða þúsund störf laus fyrstu þrjá mánuði ársins Um 1,5% starfa á íslenskum vinnumarkaði voru laus á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. 8. apríl 2019 09:32 Rúmlega 470 misstu vinnuna í hópuppsögnum í mars Uppsagnir hjá Wow air og aðrar uppsagnir vegna gjaldþrota eru þó ekki í þessum hópuppsögnum. 2. apríl 2019 13:09 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira
Fleiri starfsmönnum verður sagt upp hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli vegna vandræða íslensku flugfélaganna. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar við fréttastofu. Þegar hefur sex starfsmönnum verið sagt upp hjá Fríhöfninni vegna gjaldþrots WOW air. „Fríhöfnin sagði upp 6 starfsmönnum fyrir síðustu mánuði og því miður er staðan þannig að nauðsynlegt er að fækka starfsfólki enn frekar,“ segir Þorgerður Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu í dag.Þorgerður Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli.Vísir/GVAHún segir málið á viðkvæmu stigi og ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Þannig fáist ekki staðfest hversu mörgum til viðbótar verði sagt upp. Þorgerður tekur þó fram að ekki sé um hópuppsögn að ræða. Uppsagnirnar megi rekja til gjaldþrots flugfélagsins WOW air og Max-vandræða Icelandair. „Gjaldþrot WOW og kyrrsetning Max véla hefur töluverð áhrif á sætaframboð til og frá Íslandi og þar af leiðandi á fjölda farþega sem fara um flugstöðina. Önnur flugfélög virðast ekki vera að bæta við ferðum að neinu ráði, amk ekki næstu mánuðina,“ segir í svari Þorgerðar. Um 200 manns starfa hjá Fríhöfninni en Þorgerður sagði í samtali við Vísi í mars að koma þyrfti í ljós hvort grípa þyrfti til frekari uppsagna. Mörg fyrirtæki, einkum í ferðaþjónustu, sögðu upp starfsfólki eftir að WOW air varð gjaldþrota. Með þeim 900 starfsmönnum WOW sem misstu vinnuna urðu 1500 manns atvinnulausir á fáeinum sólarhringum í kringum gjaldþrotið.
Icelandair Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Á fjórða þúsund störf laus fyrstu þrjá mánuði ársins Um 1,5% starfa á íslenskum vinnumarkaði voru laus á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. 8. apríl 2019 09:32 Rúmlega 470 misstu vinnuna í hópuppsögnum í mars Uppsagnir hjá Wow air og aðrar uppsagnir vegna gjaldþrota eru þó ekki í þessum hópuppsögnum. 2. apríl 2019 13:09 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira
Á fjórða þúsund störf laus fyrstu þrjá mánuði ársins Um 1,5% starfa á íslenskum vinnumarkaði voru laus á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. 8. apríl 2019 09:32
Rúmlega 470 misstu vinnuna í hópuppsögnum í mars Uppsagnir hjá Wow air og aðrar uppsagnir vegna gjaldþrota eru þó ekki í þessum hópuppsögnum. 2. apríl 2019 13:09
Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40