Hafa fengið mikla gagnrýni og hótanir Birgir Olgeirsson skrifar 24. apríl 2019 11:21 Greta Thunberg. Vísir/Getty Fjölskylda loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni og hótunum frá netverjum. Þetta sagði móðir hinnar sextán ára gömlu Gretu, Malena Ernman, í sænska sjónvarpsþættinum Nyhetsmorgon á TV4 í liðinni viku. Greta hefur farið úr skóla á hverjum föstudegi undanfarna mánuði til að sitja fyrir utan sænska þingið í Stokkhólmi. Þar mótmælir hún því sem hún telur hægagang í loftslagsaðgerðum sænsku ríkisstjórnarinnar. Þúsundir ungmenna um allan heim hafa farið að fordæmi hennar, þar á meðal íslensk börn sem mótmælt hafa á Austurvelli. Greta sagði í viðtali við fréttastofu BBC í vikunni að hún væri með Asperger sem gerði það að verkum að hún hugsaði út fyrir það sem þykir hefðbundið og ætti auðvelt með að sjá í gegnum lygar fólks. „Ef ég væri eins og allir aðrir, þá hefði ég ekki byrjað á skólaverkfallinu,“ sagði Thunberg við BBC en hún hefur verið tilnefnd til Friðarverðlauna Nóbels.Faðir Gretu, leikarinn Svante, stendur hér með henni.Vísir/EPAGreta neitar að ferðast með flugvélum því slíkur fararmáti er afar mengandi. Fjölskyldan hennar hefur farið að fordæmi hennar og gerðist einnig vegan árið 2016. Hefur fjölskyldan sett upp sólarrafhlöður á heimili sínu, ræktar eigið grænmeti og reynir að fara allar sínar ferðir á hjóli, eða á rafmagnsbíl í neyðartilfellum. Móðir Gretu, Malena Ernman, er gift leikaranum Svante Thunberg og eiga þau saman dæturnar Gretu og Beata. Malena sagði í sænska sjónvarpsþættinum að það erfiðasta við að fá alla þessa gagnrýni og hótanir væri að halda börnum sínum tveimur heilbrigðum og tryggja að allir fái nægan svefn. Malena er óperusöngkona og var meðal annars fulltrúi Svía í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2009. Á meðan Malena leikur í söngleiknum Så som i himmelen er Svante með Gretu á meðan hún breiðir út boðskapnum um aðgerðir í þágu loftslagsmála. Eurovision Loftslagsmál Svíþjóð Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Fjölskylda loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni og hótunum frá netverjum. Þetta sagði móðir hinnar sextán ára gömlu Gretu, Malena Ernman, í sænska sjónvarpsþættinum Nyhetsmorgon á TV4 í liðinni viku. Greta hefur farið úr skóla á hverjum föstudegi undanfarna mánuði til að sitja fyrir utan sænska þingið í Stokkhólmi. Þar mótmælir hún því sem hún telur hægagang í loftslagsaðgerðum sænsku ríkisstjórnarinnar. Þúsundir ungmenna um allan heim hafa farið að fordæmi hennar, þar á meðal íslensk börn sem mótmælt hafa á Austurvelli. Greta sagði í viðtali við fréttastofu BBC í vikunni að hún væri með Asperger sem gerði það að verkum að hún hugsaði út fyrir það sem þykir hefðbundið og ætti auðvelt með að sjá í gegnum lygar fólks. „Ef ég væri eins og allir aðrir, þá hefði ég ekki byrjað á skólaverkfallinu,“ sagði Thunberg við BBC en hún hefur verið tilnefnd til Friðarverðlauna Nóbels.Faðir Gretu, leikarinn Svante, stendur hér með henni.Vísir/EPAGreta neitar að ferðast með flugvélum því slíkur fararmáti er afar mengandi. Fjölskyldan hennar hefur farið að fordæmi hennar og gerðist einnig vegan árið 2016. Hefur fjölskyldan sett upp sólarrafhlöður á heimili sínu, ræktar eigið grænmeti og reynir að fara allar sínar ferðir á hjóli, eða á rafmagnsbíl í neyðartilfellum. Móðir Gretu, Malena Ernman, er gift leikaranum Svante Thunberg og eiga þau saman dæturnar Gretu og Beata. Malena sagði í sænska sjónvarpsþættinum að það erfiðasta við að fá alla þessa gagnrýni og hótanir væri að halda börnum sínum tveimur heilbrigðum og tryggja að allir fái nægan svefn. Malena er óperusöngkona og var meðal annars fulltrúi Svía í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2009. Á meðan Malena leikur í söngleiknum Så som i himmelen er Svante með Gretu á meðan hún breiðir út boðskapnum um aðgerðir í þágu loftslagsmála.
Eurovision Loftslagsmál Svíþjóð Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira