Tók þátt í hvalveiðum sem barn, sló í gegn í Rúmfatalagernum og þénar vel úti Stefán Árni Pálsson skrifar 23. apríl 2019 16:00 Jóhannes Haukur hefur verið að gera frábæra hluti í leiklistinni undanfarin ár. vísir/ANTON BRINK „Það kom fyrir fyrstu árin að leikhúsin voru að slást um mig og það var rosalega góð tilfinning. Það er rosalega gott að vera ungur leikur, barnlaus og bara vinna af sér rassgatið sem ég gerði,“ segir leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson í viðtali við Heiðar Sumarliðason í þættinum Stjörnubíó á X977 um helgina. Þar fóru þeir yfir víðan völl og töluðu m.a. um grindhvaladráp, Rúmfatalagerinn og að Jói hafi litið út fyrir að vera 35 ára þegar hann fermdist. Stjörnubíó er á dagskrá X977 alla sunnudaga klukkan 12:00. Í dag er Jóhannes ekkert að starfa í leikhúsi og vinnur nánast einungis við það að leika í erlendum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. „Ég var alltaf með sirka ár fram í tímann öruggt í vinnu og síðan hlóðst bara utan á það. Núna hef ég bara verið að vinna erlendis síðan 2014 og þá veit maður kannski hvað sé í gangi hjá manni næstu mánuði en svo kemur þetta móment þegar maður er að klára tökur, hvað næst? Ég hef lent í því að vita að ég fari í bíómynd eftir einn mánuð og það er frábær tilfinning. En svo koma kannski tveir, þrír mánuðir sem ég er ekki að gera neitt á milli og þá finn ég þessi tilfinningu reglulega að þetta sé kannski bara búið.“ Jóhannes segir að hann fái mun betur borgað í vinnunni sinni í dag og því þurfi hann aldrei að hafa áhyggjur af því að missa út nokkra mánuði tekjulega. Jóhannes Haukur í hlutverki sínu i Game of Thrones.„Ég er alltaf með fjárhagslegan böffer í svona ár. Þó að ég verði atvinnulaus í ár, þá lifi ég það af. Höfnunin þarna úti hefur enginn áhrif á mig af því að mér finnst bara svo magnað að ég sé yfir höfuð að fá hlutverk þarna úti,“ segir Jóhannes sem hugsaði aldrei á sínum tíma að hann langaði erlendis að leika. „Þetta færðist alltaf bara áfram um eitt skref í einu. Þegar ég var í leiklistarskólanum var markmiðið alltaf bara stóra svið Þjóðleikhússins, ef ég kemst þangað er ég góður,“ segir leikarinn sem hefur heldur betur náð lengra í dag.“ Eins og áður segir fer Jóhannes um víðan völl í viðtalinu en hann á rætur að rekja til Færeyja og fluttist hann ungur um tíma þangað. Þar tók Jóhannes meðal annars þátt í því að drepa grindhval. „Það var grindhvaladráp þarna í Þórsmörk þar sem ég bjó. Þarna er bara hlaupið eftir götunum og kallað grind, grind og það taka allir þátt í að hjálpa til þegar búið er að reka þá að ströndinni. Fólk veður bara út í sjó. Við krakkarnir sem vildu hjálpa vorum með steina og erum að kasta steinum í þá og erum auðvitað ekki að gera neitt gagn. Þetta er allur dagurinn. Þeir eru aflífaðir, dregnir upp á strönd og svo er byrjað að skera þá og pakka öllum bitunum. Þetta er bara þeirra matarhefð, eins og við veiðum fisk. Þeir eru bara að veiða fisk,“ segir Jóhannes og bætir við að hann sé með hvalveiðum. Jóhannes vann á sínum tíma í Rúmfatalagernum og var orðinn verslunarstjóri aðeins 19 ára. „Það entist ekki lengi og þetta var allt of mikið ábyrgð fyrir svona ungan strák. Þetta var búð í Hafnafirðinum sem er reyndar lokuð núna. Ég var lagarstjóri hjá þeim og ég elskaði það. Ég var einn af bestu lagerstjórum sem hafa nokkur tímann verið í Rúmfatalagernum. Lagerinn minn var alltaf svo snyrtilegur. Svo vantaði verslunarstjóra og að voru mistök að færa mig þangað og ég hefði ekki átt að samþykkja það. Ég var þarna í pásu frá námi og þetta varð síðan til þess að ég fór aftur í nám,“ segir Jóhannes Haukur en hér að neðan má hlusta á viðtalið. Bíó og sjónvarp Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira
„Það kom fyrir fyrstu árin að leikhúsin voru að slást um mig og það var rosalega góð tilfinning. Það er rosalega gott að vera ungur leikur, barnlaus og bara vinna af sér rassgatið sem ég gerði,“ segir leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson í viðtali við Heiðar Sumarliðason í þættinum Stjörnubíó á X977 um helgina. Þar fóru þeir yfir víðan völl og töluðu m.a. um grindhvaladráp, Rúmfatalagerinn og að Jói hafi litið út fyrir að vera 35 ára þegar hann fermdist. Stjörnubíó er á dagskrá X977 alla sunnudaga klukkan 12:00. Í dag er Jóhannes ekkert að starfa í leikhúsi og vinnur nánast einungis við það að leika í erlendum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. „Ég var alltaf með sirka ár fram í tímann öruggt í vinnu og síðan hlóðst bara utan á það. Núna hef ég bara verið að vinna erlendis síðan 2014 og þá veit maður kannski hvað sé í gangi hjá manni næstu mánuði en svo kemur þetta móment þegar maður er að klára tökur, hvað næst? Ég hef lent í því að vita að ég fari í bíómynd eftir einn mánuð og það er frábær tilfinning. En svo koma kannski tveir, þrír mánuðir sem ég er ekki að gera neitt á milli og þá finn ég þessi tilfinningu reglulega að þetta sé kannski bara búið.“ Jóhannes segir að hann fái mun betur borgað í vinnunni sinni í dag og því þurfi hann aldrei að hafa áhyggjur af því að missa út nokkra mánuði tekjulega. Jóhannes Haukur í hlutverki sínu i Game of Thrones.„Ég er alltaf með fjárhagslegan böffer í svona ár. Þó að ég verði atvinnulaus í ár, þá lifi ég það af. Höfnunin þarna úti hefur enginn áhrif á mig af því að mér finnst bara svo magnað að ég sé yfir höfuð að fá hlutverk þarna úti,“ segir Jóhannes sem hugsaði aldrei á sínum tíma að hann langaði erlendis að leika. „Þetta færðist alltaf bara áfram um eitt skref í einu. Þegar ég var í leiklistarskólanum var markmiðið alltaf bara stóra svið Þjóðleikhússins, ef ég kemst þangað er ég góður,“ segir leikarinn sem hefur heldur betur náð lengra í dag.“ Eins og áður segir fer Jóhannes um víðan völl í viðtalinu en hann á rætur að rekja til Færeyja og fluttist hann ungur um tíma þangað. Þar tók Jóhannes meðal annars þátt í því að drepa grindhval. „Það var grindhvaladráp þarna í Þórsmörk þar sem ég bjó. Þarna er bara hlaupið eftir götunum og kallað grind, grind og það taka allir þátt í að hjálpa til þegar búið er að reka þá að ströndinni. Fólk veður bara út í sjó. Við krakkarnir sem vildu hjálpa vorum með steina og erum að kasta steinum í þá og erum auðvitað ekki að gera neitt gagn. Þetta er allur dagurinn. Þeir eru aflífaðir, dregnir upp á strönd og svo er byrjað að skera þá og pakka öllum bitunum. Þetta er bara þeirra matarhefð, eins og við veiðum fisk. Þeir eru bara að veiða fisk,“ segir Jóhannes og bætir við að hann sé með hvalveiðum. Jóhannes vann á sínum tíma í Rúmfatalagernum og var orðinn verslunarstjóri aðeins 19 ára. „Það entist ekki lengi og þetta var allt of mikið ábyrgð fyrir svona ungan strák. Þetta var búð í Hafnafirðinum sem er reyndar lokuð núna. Ég var lagarstjóri hjá þeim og ég elskaði það. Ég var einn af bestu lagerstjórum sem hafa nokkur tímann verið í Rúmfatalagernum. Lagerinn minn var alltaf svo snyrtilegur. Svo vantaði verslunarstjóra og að voru mistök að færa mig þangað og ég hefði ekki átt að samþykkja það. Ég var þarna í pásu frá námi og þetta varð síðan til þess að ég fór aftur í nám,“ segir Jóhannes Haukur en hér að neðan má hlusta á viðtalið.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira