Ætlar að auka fagmennskuna í vallarmálum KR-inga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2019 14:12 Magnús Valur Böðvarsson kominn í KR-gallann ásamt Sveinbirni Þorsteinssyni, verkefnastjóra hjá KR. KR Magnús Valur Böðvarsson hefur verið ráðinn vallastjóri hjá knattspyrnudeild KR. Þetta var tilkynnt á Twitter í gær þar sem Sveinbjörn Þorsteinsson, verkefnastjóri hjá KR, handsalaði komu Magnúsar í Vesturbæinn. Magnús hefur undanfarin ár sinnt starfi vallarstjóra í Kópavogi en hann er menntaður grasvallafræðingur. Nam hann iðn sína í Skotlandi. Grasinu á Kópavogsvelli hefur eins og svo víða annars staðar verið skipt út fyrir gervigras. Helmingur liða í Pepsi Max deildinni spilar á gervigrasi í sumar. Magnús segir vistaskiptin tengjast breytingunum í Kópavogi að miklu leyti.Vill vera í grasinu „Ég vil vera þar sem menn eru með gras. Ég fann það bara síðustu mánuði að það var ekki sama ánægja hjá mér að mæta í vinnuna og verið hefur,“ segir Magnús sem hóf störf í Vesturbænum í dag. „Nú er maður mættur til starfa, að sinna grasinu og brosir allan hringinn.“ Hann kveður Kópavoginn með söknuði en stoltur af sínu starfi, bæði fyrir Breiðablik og HK. Hann segir það ekki svo að KR hafi stolið sér úr Kópavoginum. „Nei nei, þeir höfðu bara samband og voru að leita að vallarstjóra hjá sér. Við náðum að komast að samkomulagi.“ En lítur hann á það sem skref upp á við að fara af Kópavogsvelli og á KR-völlinn? „Þetta er allt önnur staða í raun og veru. Kópavogsvöllurinn var í rekstri hjá bænum en völlurinn virðist vera meira hjá klúbbnum hérna. Tækjalega séð var Kópavogsvöllur gríðarlega vel settur,“ segir Magnús. Aðkoma borgarinnar að þeim málum í Vesturbænum sé hins vegar ekki jafn mikil.KR hjartað byrjað að slá Hann ætlar sér stóra hluti með KR-svæðið sem samanstendur af keppnisvellinum við Kaplaskjólsveg, æfingagrassvæði sem er á stærð við tvo knattspyrnuvelli á milli íþróttahússins og Flyðrugranda og svo gervigrassvallarins auk grassvæðis við Starhaga, við enda Ægissíðu. „Ég ætla að gera fagmennskuna meiri,“ segir Magnús um störf sín í vallarmálum KR-inga. Það muni taka smá tíma en hann er nú þegar að verða svartur og hvítur. „KR hjartað er byrjað að slá. Er þetta ekki sigursælasti klúbbur í sögu landsins?“ Fyrsti leikur karlaliðs KR í deildinni verður á KR-vellinum sunnudaginn 5. maí. Konurnar taka á móti Val þann 8. maí.Vallarstjóri ársins árið 2018 er mættur til starfa, bjóðum hann velkominn @zicknut pic.twitter.com/Kvm6NJrQxx— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 23, 2019 Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Sjá meira
Magnús Valur Böðvarsson hefur verið ráðinn vallastjóri hjá knattspyrnudeild KR. Þetta var tilkynnt á Twitter í gær þar sem Sveinbjörn Þorsteinsson, verkefnastjóri hjá KR, handsalaði komu Magnúsar í Vesturbæinn. Magnús hefur undanfarin ár sinnt starfi vallarstjóra í Kópavogi en hann er menntaður grasvallafræðingur. Nam hann iðn sína í Skotlandi. Grasinu á Kópavogsvelli hefur eins og svo víða annars staðar verið skipt út fyrir gervigras. Helmingur liða í Pepsi Max deildinni spilar á gervigrasi í sumar. Magnús segir vistaskiptin tengjast breytingunum í Kópavogi að miklu leyti.Vill vera í grasinu „Ég vil vera þar sem menn eru með gras. Ég fann það bara síðustu mánuði að það var ekki sama ánægja hjá mér að mæta í vinnuna og verið hefur,“ segir Magnús sem hóf störf í Vesturbænum í dag. „Nú er maður mættur til starfa, að sinna grasinu og brosir allan hringinn.“ Hann kveður Kópavoginn með söknuði en stoltur af sínu starfi, bæði fyrir Breiðablik og HK. Hann segir það ekki svo að KR hafi stolið sér úr Kópavoginum. „Nei nei, þeir höfðu bara samband og voru að leita að vallarstjóra hjá sér. Við náðum að komast að samkomulagi.“ En lítur hann á það sem skref upp á við að fara af Kópavogsvelli og á KR-völlinn? „Þetta er allt önnur staða í raun og veru. Kópavogsvöllurinn var í rekstri hjá bænum en völlurinn virðist vera meira hjá klúbbnum hérna. Tækjalega séð var Kópavogsvöllur gríðarlega vel settur,“ segir Magnús. Aðkoma borgarinnar að þeim málum í Vesturbænum sé hins vegar ekki jafn mikil.KR hjartað byrjað að slá Hann ætlar sér stóra hluti með KR-svæðið sem samanstendur af keppnisvellinum við Kaplaskjólsveg, æfingagrassvæði sem er á stærð við tvo knattspyrnuvelli á milli íþróttahússins og Flyðrugranda og svo gervigrassvallarins auk grassvæðis við Starhaga, við enda Ægissíðu. „Ég ætla að gera fagmennskuna meiri,“ segir Magnús um störf sín í vallarmálum KR-inga. Það muni taka smá tíma en hann er nú þegar að verða svartur og hvítur. „KR hjartað er byrjað að slá. Er þetta ekki sigursælasti klúbbur í sögu landsins?“ Fyrsti leikur karlaliðs KR í deildinni verður á KR-vellinum sunnudaginn 5. maí. Konurnar taka á móti Val þann 8. maí.Vallarstjóri ársins árið 2018 er mættur til starfa, bjóðum hann velkominn @zicknut pic.twitter.com/Kvm6NJrQxx— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 23, 2019
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Sjá meira