Óvænta stjarna ÍBV: „Kom mjög á óvart þegar Erlingur hringdi í mig“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. apríl 2019 12:30 Úrslitakeppnin býr til stjörnur og Eyjamaðurinn Gabríel Martinez Róbertsson er ein af óvæntu stjörnum úrslitakeppni Olís-deildar karla til þessa. Hornamaðurinn örvhenti skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum þegar ÍBV vann öruggan sigur á FH, 36-28, í 8-liða úrslitum í gær. Eyjamenn unnu báða leikina gegn FH-ingum með samtals 13 marka mun og eru komnir í undanúrslit. Gabríel skoraði alls tíu mörk í leikjunum tveimur gegn FH og klikkaði ekki á skoti. Hann fékk tækifæri í liði Íslandsmeistaranna eftir að Theodór Sigurbjörnsson og Grétar Þór Eyþórsson meiddust og hefur nýtt það frábærlega. „Teddi er einn besti leikmaður í sögu ÍBV. Ég hélt ég ætti ekki séns fyrst þeir voru með. Það kom mér mjög mikið á óvart þegar Erlingur [Richardsson, þjálfari ÍBV] hringdi í mig og sagði að ég ætti að vera í hóp,“ sagði Gabríel í samtali við Vísi eftir leikinn í Eyjum í gær. „Ég er mjög sáttur. Þetta var minn besti leikur,“ bætti hann við. Gabríel hefur verið mjög vaxandi eftir að hann kom inn í lið Eyjamanna. „Fyrst var ég mjög stressaður. Ég get alveg viðurkennt það. En það er frábært að vera í þessu liði og þeir standa alltaf þétt við bakið á mér. Þannig að þetta hefur verið mjög létt,“ sagði Gabríel sem lék með ÍBV U í Grill 66 deildinni í vetur. Þar öðlaðist hann góða reynslu. „Það er mjög gott að byrja í U-liðinu og koma svo inn í meistaraflokkinn,“ sagði Gabríel en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Eyjamenn fá nú góða hvíld þar til undanúrslitin hefjast. Þar mæta þeir annað hvort Haukum eða Stjörnumönnum. Liðin eigast við í oddaleik á Ásvöllum annað kvöld. Olís-deild karla Tengdar fréttir Erlingur: Væri hér í hálftíma ef ég ætti að telja það upp sem við gerðum vel Þjálfari ÍBV hrósaði sínum mönnum fyrir frammistöðuna gegn FH. 22. apríl 2019 19:33 Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 23-28 │Frábær Björn Viðar kafsigldi FH Björn Viðar Björnsson átti framúrskarandi frammistöðu í marki ÍBV sem vann fimm marka sigur í Kaplakrika í fyrsta leik 8-liða úrslitanna í Olísdeild karla. ÍBV tók heimavallarréttinn af FH með sigrinum. 20. apríl 2019 18:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 36-28 │Eyjamenn í undanúrslit ÍBV vann átta marka sigur á FH, 36-28, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Eyjamenn eru komnir í undanúrslit. 22. apríl 2019 19:30 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Úrslitakeppnin býr til stjörnur og Eyjamaðurinn Gabríel Martinez Róbertsson er ein af óvæntu stjörnum úrslitakeppni Olís-deildar karla til þessa. Hornamaðurinn örvhenti skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum þegar ÍBV vann öruggan sigur á FH, 36-28, í 8-liða úrslitum í gær. Eyjamenn unnu báða leikina gegn FH-ingum með samtals 13 marka mun og eru komnir í undanúrslit. Gabríel skoraði alls tíu mörk í leikjunum tveimur gegn FH og klikkaði ekki á skoti. Hann fékk tækifæri í liði Íslandsmeistaranna eftir að Theodór Sigurbjörnsson og Grétar Þór Eyþórsson meiddust og hefur nýtt það frábærlega. „Teddi er einn besti leikmaður í sögu ÍBV. Ég hélt ég ætti ekki séns fyrst þeir voru með. Það kom mér mjög mikið á óvart þegar Erlingur [Richardsson, þjálfari ÍBV] hringdi í mig og sagði að ég ætti að vera í hóp,“ sagði Gabríel í samtali við Vísi eftir leikinn í Eyjum í gær. „Ég er mjög sáttur. Þetta var minn besti leikur,“ bætti hann við. Gabríel hefur verið mjög vaxandi eftir að hann kom inn í lið Eyjamanna. „Fyrst var ég mjög stressaður. Ég get alveg viðurkennt það. En það er frábært að vera í þessu liði og þeir standa alltaf þétt við bakið á mér. Þannig að þetta hefur verið mjög létt,“ sagði Gabríel sem lék með ÍBV U í Grill 66 deildinni í vetur. Þar öðlaðist hann góða reynslu. „Það er mjög gott að byrja í U-liðinu og koma svo inn í meistaraflokkinn,“ sagði Gabríel en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Eyjamenn fá nú góða hvíld þar til undanúrslitin hefjast. Þar mæta þeir annað hvort Haukum eða Stjörnumönnum. Liðin eigast við í oddaleik á Ásvöllum annað kvöld.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Erlingur: Væri hér í hálftíma ef ég ætti að telja það upp sem við gerðum vel Þjálfari ÍBV hrósaði sínum mönnum fyrir frammistöðuna gegn FH. 22. apríl 2019 19:33 Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 23-28 │Frábær Björn Viðar kafsigldi FH Björn Viðar Björnsson átti framúrskarandi frammistöðu í marki ÍBV sem vann fimm marka sigur í Kaplakrika í fyrsta leik 8-liða úrslitanna í Olísdeild karla. ÍBV tók heimavallarréttinn af FH með sigrinum. 20. apríl 2019 18:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 36-28 │Eyjamenn í undanúrslit ÍBV vann átta marka sigur á FH, 36-28, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Eyjamenn eru komnir í undanúrslit. 22. apríl 2019 19:30 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Erlingur: Væri hér í hálftíma ef ég ætti að telja það upp sem við gerðum vel Þjálfari ÍBV hrósaði sínum mönnum fyrir frammistöðuna gegn FH. 22. apríl 2019 19:33
Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 23-28 │Frábær Björn Viðar kafsigldi FH Björn Viðar Björnsson átti framúrskarandi frammistöðu í marki ÍBV sem vann fimm marka sigur í Kaplakrika í fyrsta leik 8-liða úrslitanna í Olísdeild karla. ÍBV tók heimavallarréttinn af FH með sigrinum. 20. apríl 2019 18:45
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 36-28 │Eyjamenn í undanúrslit ÍBV vann átta marka sigur á FH, 36-28, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Eyjamenn eru komnir í undanúrslit. 22. apríl 2019 19:30