Fleiri gæðastundir, færri vinnustundir! Rannveig Ernudóttir skrifar 22. apríl 2019 14:06 Þetta var eitt af slagorðum Pírata fyrir sveitarstjórnarkosningarnar fyrir ári síðan. Með þessu slagorði vildum við kalla eftir vakningu meðal atvinnurekenda. Þeir áttuðu sig á því að allir græða á auknum frítíma starfsfólks yfir sólarhringinn. Íslenska þrælslundin er nefnilega svo rótgróin í okkur að þegar hin stóra bylting varð, að konur færu almennt út á vinnumarkaðinn, þá samþykktum við það mjög fljótlega að báðir foreldrar þyrftu að vinna 100% störf. Það var aldrei markmiðið. Ein af meginkröfunum var sú að feður myndu verða frekari þátttakendur í heimilishaldinu til jafns við mæður. Enda er það mikið meira en 100% starf að vera heimavinnandi foreldri. Báðir foreldrar myndu þá vinna, en minna og sinna fjölskyldulífinu saman. En allt í einu stóðum við uppi með þann veruleika, að 100% innkoma dugði bara ekki lengur, heldur var orðið svo dýrt að reka heimili að í dag þarf 200% innkomu til þess, jafnvel meira. Til þess að eltast við þessar kröfur atvinnulífsins jókst stanslaust þörfin á lengri dagvistun barna. Fjölskyldur gjalda fyrir þróunina með stöðugt færri gæðastundum, á kostnað líðan barnanna sem og starfsfólksins. Allir hafa þurft að hlaupa hraðar með tilheyrandi útbrennslu og kulnun er sívaxandi staðreynd á vinnumarkaðnum. Við þurfum færri vinnustundir og fleiri gæðastundir. Þess vegna er svo merkilegt að hér sé kominn lífskjarasamningur á borðið, undirritaður og tilbúinn fyrir félagsmenn að kjósa um. Nú sýnist sitt hverjum um ákvæðið um styttri vinnuviku í kjarasamningunum. Styttingin er nefnilega valkvæð en ekki bundin og þarf til samtal atvinnurekenda og svo starfsfólks. Engu að síður er verið að stíga stórt skref hér, þar sem vinnuvikan hefur verið 40 stundir frá árinu 1971. Það getur hins vegar verið flókið að stytta vinnuvikuna án þess að skerða réttindi eða framleiðni, en hér er verið að horfast í augu við það að þetta verður einungis gert með samtali. Reykjavíkurborg hefur unnið með þá tilraun á þessum forsendum frá árinu 2015 með góðum árangri, þökk sé útsjónarsemi starfsfólks. Árangurinn stendur ekki á sér, sem dæmi má nefna að feður tala um aukna þátttöku í heimilishaldi og barnauppeldi, sem var jú eitt af lykilatriðunum í upphafi. Einnig hefur starfsánægja aukist og veikindum fækkað.HvatninginSjálf vinn ég hjá Reykjavíkurborg og á mínum vinnustað samþykktum við að stytta vinnuvikuna. Ég tek styttinguna með þeim hætti að mæta seinna á morgnana. Það er fyrir mig afskaplega dýrmætt að geta byrjað daginn á yoga eða sundferð með fjölskyldunni, oftast við hjónin og yngsta barnið en stundum læðast eldri börnin með. Þegar ég mæti í vinnuna er ég s.s. búin að stunda hreyfingu, oftast búin að ganga frá öllu heima og jafnvel þvo eina vél. Ég hef jafnvel náð smá yndislestri eða prjónað áður en ég er svo mætt í vinnuna kl. 9. Ég er mikið úthvíldari og tilbúnari í daginn með öllum þeim verkefnum sem þarf að leysa. Morguninn byrjar rólega og engin pressa er á börnin að drífa sig svo ég verði ekki sein í vinnuna og nú er einnig meira svigrúm til að geyma einkabílinn því við erum ekki í tímaþröng. Í þessu eru falin mikil lífsgæði. Nú er bara að bíða eftir að vinnustaður eiginmannsins byrji á styttri vinnuviku! Hér er því eindregin hvatning til ykkar yfirmanna og fyrirtækjaeigenda. Takið þátt í að sýna gott fordæmi líkt og Reykjavíkurborg, Hugsmiðjan, Hjallastefnan og fleiri vinnustaðir hafa lagt upp með. Keppist við að fá til ykkar hamingjusamt og kappsamt starfsfólk með því að bjóða upp á gott starfsumhverfi. Eigið frumkvæðið að því að stytta vinnudaginn. Það munu allir græða á fleiri gæðastundum og færri vinnustundum.Höfundur er varaborgarfulltrúi Pírata og starfsmaður Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rannveig Ernudóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þetta var eitt af slagorðum Pírata fyrir sveitarstjórnarkosningarnar fyrir ári síðan. Með þessu slagorði vildum við kalla eftir vakningu meðal atvinnurekenda. Þeir áttuðu sig á því að allir græða á auknum frítíma starfsfólks yfir sólarhringinn. Íslenska þrælslundin er nefnilega svo rótgróin í okkur að þegar hin stóra bylting varð, að konur færu almennt út á vinnumarkaðinn, þá samþykktum við það mjög fljótlega að báðir foreldrar þyrftu að vinna 100% störf. Það var aldrei markmiðið. Ein af meginkröfunum var sú að feður myndu verða frekari þátttakendur í heimilishaldinu til jafns við mæður. Enda er það mikið meira en 100% starf að vera heimavinnandi foreldri. Báðir foreldrar myndu þá vinna, en minna og sinna fjölskyldulífinu saman. En allt í einu stóðum við uppi með þann veruleika, að 100% innkoma dugði bara ekki lengur, heldur var orðið svo dýrt að reka heimili að í dag þarf 200% innkomu til þess, jafnvel meira. Til þess að eltast við þessar kröfur atvinnulífsins jókst stanslaust þörfin á lengri dagvistun barna. Fjölskyldur gjalda fyrir þróunina með stöðugt færri gæðastundum, á kostnað líðan barnanna sem og starfsfólksins. Allir hafa þurft að hlaupa hraðar með tilheyrandi útbrennslu og kulnun er sívaxandi staðreynd á vinnumarkaðnum. Við þurfum færri vinnustundir og fleiri gæðastundir. Þess vegna er svo merkilegt að hér sé kominn lífskjarasamningur á borðið, undirritaður og tilbúinn fyrir félagsmenn að kjósa um. Nú sýnist sitt hverjum um ákvæðið um styttri vinnuviku í kjarasamningunum. Styttingin er nefnilega valkvæð en ekki bundin og þarf til samtal atvinnurekenda og svo starfsfólks. Engu að síður er verið að stíga stórt skref hér, þar sem vinnuvikan hefur verið 40 stundir frá árinu 1971. Það getur hins vegar verið flókið að stytta vinnuvikuna án þess að skerða réttindi eða framleiðni, en hér er verið að horfast í augu við það að þetta verður einungis gert með samtali. Reykjavíkurborg hefur unnið með þá tilraun á þessum forsendum frá árinu 2015 með góðum árangri, þökk sé útsjónarsemi starfsfólks. Árangurinn stendur ekki á sér, sem dæmi má nefna að feður tala um aukna þátttöku í heimilishaldi og barnauppeldi, sem var jú eitt af lykilatriðunum í upphafi. Einnig hefur starfsánægja aukist og veikindum fækkað.HvatninginSjálf vinn ég hjá Reykjavíkurborg og á mínum vinnustað samþykktum við að stytta vinnuvikuna. Ég tek styttinguna með þeim hætti að mæta seinna á morgnana. Það er fyrir mig afskaplega dýrmætt að geta byrjað daginn á yoga eða sundferð með fjölskyldunni, oftast við hjónin og yngsta barnið en stundum læðast eldri börnin með. Þegar ég mæti í vinnuna er ég s.s. búin að stunda hreyfingu, oftast búin að ganga frá öllu heima og jafnvel þvo eina vél. Ég hef jafnvel náð smá yndislestri eða prjónað áður en ég er svo mætt í vinnuna kl. 9. Ég er mikið úthvíldari og tilbúnari í daginn með öllum þeim verkefnum sem þarf að leysa. Morguninn byrjar rólega og engin pressa er á börnin að drífa sig svo ég verði ekki sein í vinnuna og nú er einnig meira svigrúm til að geyma einkabílinn því við erum ekki í tímaþröng. Í þessu eru falin mikil lífsgæði. Nú er bara að bíða eftir að vinnustaður eiginmannsins byrji á styttri vinnuviku! Hér er því eindregin hvatning til ykkar yfirmanna og fyrirtækjaeigenda. Takið þátt í að sýna gott fordæmi líkt og Reykjavíkurborg, Hugsmiðjan, Hjallastefnan og fleiri vinnustaðir hafa lagt upp með. Keppist við að fá til ykkar hamingjusamt og kappsamt starfsfólk með því að bjóða upp á gott starfsumhverfi. Eigið frumkvæðið að því að stytta vinnudaginn. Það munu allir græða á fleiri gæðastundum og færri vinnustundum.Höfundur er varaborgarfulltrúi Pírata og starfsmaður Reykjavíkurborgar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar