Segir logið upp á Þriðja orkupakkann Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. apríl 2019 13:06 Hilmar segir ekkert í regluverkinu segja til um að Ísland afsali sér heimildir eða ákvörðunarrétt með innleiðingu regluverksins. FBL/Auðunn Hæstaréttarlögmaður telur andstæðinga Þriðja orkupakkans beinlínis ljúga upp á tilskipunina og að ranglega sé vitnað til hans í málflutningi. Hann segir ekkert í regluverkinu segja til um að Ísland afsali sér heimildum eða ákvörðunarrétt með innleiðingu regluverksins. Hilmar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður lauk á síðasta ári, fyrstur Íslendinga, meistaranámi á sviði orkuréttar. Í lokaritgerð sinni fjallaði hann um áhrif Þriðja orkupakkans hér á landi, en umræðan um innleiðingu hefur verið hávær undanfarnar vikur. Meðal þess sem Hilmar skrifaði um er ACER, Orkustofnun Evrópu og Ísland og hlutverk stofnunarinnar hér. Hilmar fagnar því að umræða um þessi mál skuli eiga sér stað og telur mikilvægt og jákvætt að lykilatriðiorkumála séu rædd. „Sú umræða sem hefur hins vegar skapast sem mótmæli við Þriðja orkupakkanum ætti hins vegar að mínu mati, að mestu leiti, heima í umræðu um orkustefnum sem er nú í mótun og um grundvallaratriðin. Ég tel að við Íslendingar þurfum að taka djúpa umræðu þar og móta okkar stefnu á þeim prinsippum sem við viljum.“ Hilmar segir umræðuna hjá andstæðingum Þriðja orkupakkans á villigötum. „Og þess vegna hef ég látið þetta til mín taka, að ég tel að menn hafi beinlínis verið að ljúga upp á hann í þessari umræðu. Að menn eru svona að nota hann stundum eða jafnvel oft ranglega og vitna ranglega til hans að mínu mati.“ Hilmar segir ekki rétt að með innleiðingu þriðja orkupakkans sé Ísland að framselja heimildir, valdi eða ákvörðunarrétti til Evrópusambandsins með íslenska raforku. „Að mínu mati eru menn að segja að það felist í þriðja orkupakkanum hlutir sem er bara ekki rétt eins og að þar sé framsal á yfirráðum okkar yfir orkuauðlindinni eða þess háttar atriði. Atriði sem eru mjög mikilvæg og við þurfum að ræða en þriðji orkupakkinn fjallar aðallega um tvennt, sem skiptir okkur máli, sem er sjálfstæði eftirlitsstofnunar það er Orkustofnunar á markaði þar sem ríkið á langstærsta hluta þeirra fyrirtækja sem eru á þessum markaði og síðan aukna neytendavernd.“ Hilmar segir augljóst að markmið Evrópusambandsins sé að auka samtengingu orkukerfa en að við Íslendingar getum verið fyrir utan það eins og við erum í dag. Hann segir að innleiðing fyrsta og annars orkupakkans hafi reynst vel hér á landi. „Allavega hefur umhverfi og afkoma hinna opinberu raforkufyrirtækja hafi batnað síðustu tíu til fimmtán ár og það hittir svo á að það er sama tímabil og síðan við innleiddum aðra tilskipunina og markaðsvæðinguna og uppskiptinguna. Þannig að það er erfitt að mótmæla því að þróunin hafi verið jákvæð og þetta er það regluverk sem ber ábyrgð á þeirri þróun.“ Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Hæstaréttarlögmaður telur andstæðinga Þriðja orkupakkans beinlínis ljúga upp á tilskipunina og að ranglega sé vitnað til hans í málflutningi. Hann segir ekkert í regluverkinu segja til um að Ísland afsali sér heimildum eða ákvörðunarrétt með innleiðingu regluverksins. Hilmar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður lauk á síðasta ári, fyrstur Íslendinga, meistaranámi á sviði orkuréttar. Í lokaritgerð sinni fjallaði hann um áhrif Þriðja orkupakkans hér á landi, en umræðan um innleiðingu hefur verið hávær undanfarnar vikur. Meðal þess sem Hilmar skrifaði um er ACER, Orkustofnun Evrópu og Ísland og hlutverk stofnunarinnar hér. Hilmar fagnar því að umræða um þessi mál skuli eiga sér stað og telur mikilvægt og jákvætt að lykilatriðiorkumála séu rædd. „Sú umræða sem hefur hins vegar skapast sem mótmæli við Þriðja orkupakkanum ætti hins vegar að mínu mati, að mestu leiti, heima í umræðu um orkustefnum sem er nú í mótun og um grundvallaratriðin. Ég tel að við Íslendingar þurfum að taka djúpa umræðu þar og móta okkar stefnu á þeim prinsippum sem við viljum.“ Hilmar segir umræðuna hjá andstæðingum Þriðja orkupakkans á villigötum. „Og þess vegna hef ég látið þetta til mín taka, að ég tel að menn hafi beinlínis verið að ljúga upp á hann í þessari umræðu. Að menn eru svona að nota hann stundum eða jafnvel oft ranglega og vitna ranglega til hans að mínu mati.“ Hilmar segir ekki rétt að með innleiðingu þriðja orkupakkans sé Ísland að framselja heimildir, valdi eða ákvörðunarrétti til Evrópusambandsins með íslenska raforku. „Að mínu mati eru menn að segja að það felist í þriðja orkupakkanum hlutir sem er bara ekki rétt eins og að þar sé framsal á yfirráðum okkar yfir orkuauðlindinni eða þess háttar atriði. Atriði sem eru mjög mikilvæg og við þurfum að ræða en þriðji orkupakkinn fjallar aðallega um tvennt, sem skiptir okkur máli, sem er sjálfstæði eftirlitsstofnunar það er Orkustofnunar á markaði þar sem ríkið á langstærsta hluta þeirra fyrirtækja sem eru á þessum markaði og síðan aukna neytendavernd.“ Hilmar segir augljóst að markmið Evrópusambandsins sé að auka samtengingu orkukerfa en að við Íslendingar getum verið fyrir utan það eins og við erum í dag. Hann segir að innleiðing fyrsta og annars orkupakkans hafi reynst vel hér á landi. „Allavega hefur umhverfi og afkoma hinna opinberu raforkufyrirtækja hafi batnað síðustu tíu til fimmtán ár og það hittir svo á að það er sama tímabil og síðan við innleiddum aðra tilskipunina og markaðsvæðinguna og uppskiptinguna. Þannig að það er erfitt að mótmæla því að þróunin hafi verið jákvæð og þetta er það regluverk sem ber ábyrgð á þeirri þróun.“
Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira