Alltaf fullt út úr dyrum hjá kaþólska prestinum á Ásbrú Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. apríl 2019 19:00 Séra Grzegorz Adamiak hefur starfað sem prestur á Íslandi síðan 2014 vísir/egill Fjöldi barna sem ganga í fyrsta sinn til altaris í sóknarkirkju heilags Jóhannesar Páls II í Reykjanesbæ hefur tvöfaldast á fjórum árum. Sóknarpresturinn segir pólskum kaþólikkum á svæðinu alltaf verið að fjölga en hverja helgi er fullt út úr dyrum í messum hjá honum. Kaþólski sóknarpresturinn, séra Grzegorz Adamiak, var fenginn til Íslands árið 2014 til að sinna kaþólskum Pólverjum á Suðurnesjunum þar sem mikil þörf þótti á slíkri þjónustu. Pólverjar eru langfjölmennasti hópur innflytjenda á Íslandi og býr stór hluti þeirra á Suðurnesjunum. Í dag tilheyra um tvö þúsund manns sóknarkirkju heilags Jóhannesar Páls II á Ásbrú í Reykjanesbæ og er alltaf fullt út úr dyrum í messu hjá Grzegorz. Hann segir að það séu alltaf um tvö til þrjú hundruð manns í messu en þær eru þrjár um helgar, tvær á pólsku og ein á ensku.Fleiri börn fermast Grzegorz segir greinilegt að kaþólska samfélagið á Suðrnesjum fari ört stækkandi. Á hverju ári ganga fleiri börn fyrst til altaris en það gera kaþólikkar þegar þeir eru átta ára gamlir. Það er staðfesting þeirra á skírninni. „Síðan ég byrjaði árið 2014 hefur fjöldinn tvöfaldast. Fyrsta árið voru 19 krakkar og núna erum við að undirbú 53 krakka sem munu ganga til altaris í fyrsta sinn,“ segir Grzegorz. Börnin fermast svo 13 til 14 ára. „Ég er með ellefu krakka sem fermast í ár,“ segir Grzegorz en það eru líka fleiri börn en síðustu ár. Grzegorz, sem er mjög vel liðinn meðal samlanda sinna, segir starf sóknarkirkjunnar mikilvægt fyrir pólska samfélagið. Þá reyni hann alltaf að vera til staðar fyrir fólkið sitt. „Ég verð glaður þegar fólk leitar til mín. Ég held ég geti sagt að fólk þurfi á mér að halda hér,“ segir Grzegorz Adamiak, sóknarprestur á Ásbrú. Reykjanesbær Trúmál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Fjöldi barna sem ganga í fyrsta sinn til altaris í sóknarkirkju heilags Jóhannesar Páls II í Reykjanesbæ hefur tvöfaldast á fjórum árum. Sóknarpresturinn segir pólskum kaþólikkum á svæðinu alltaf verið að fjölga en hverja helgi er fullt út úr dyrum í messum hjá honum. Kaþólski sóknarpresturinn, séra Grzegorz Adamiak, var fenginn til Íslands árið 2014 til að sinna kaþólskum Pólverjum á Suðurnesjunum þar sem mikil þörf þótti á slíkri þjónustu. Pólverjar eru langfjölmennasti hópur innflytjenda á Íslandi og býr stór hluti þeirra á Suðurnesjunum. Í dag tilheyra um tvö þúsund manns sóknarkirkju heilags Jóhannesar Páls II á Ásbrú í Reykjanesbæ og er alltaf fullt út úr dyrum í messu hjá Grzegorz. Hann segir að það séu alltaf um tvö til þrjú hundruð manns í messu en þær eru þrjár um helgar, tvær á pólsku og ein á ensku.Fleiri börn fermast Grzegorz segir greinilegt að kaþólska samfélagið á Suðrnesjum fari ört stækkandi. Á hverju ári ganga fleiri börn fyrst til altaris en það gera kaþólikkar þegar þeir eru átta ára gamlir. Það er staðfesting þeirra á skírninni. „Síðan ég byrjaði árið 2014 hefur fjöldinn tvöfaldast. Fyrsta árið voru 19 krakkar og núna erum við að undirbú 53 krakka sem munu ganga til altaris í fyrsta sinn,“ segir Grzegorz. Börnin fermast svo 13 til 14 ára. „Ég er með ellefu krakka sem fermast í ár,“ segir Grzegorz en það eru líka fleiri börn en síðustu ár. Grzegorz, sem er mjög vel liðinn meðal samlanda sinna, segir starf sóknarkirkjunnar mikilvægt fyrir pólska samfélagið. Þá reyni hann alltaf að vera til staðar fyrir fólkið sitt. „Ég verð glaður þegar fólk leitar til mín. Ég held ég geti sagt að fólk þurfi á mér að halda hér,“ segir Grzegorz Adamiak, sóknarprestur á Ásbrú.
Reykjanesbær Trúmál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira