Vara við „nýrri tegund“ hryðjuverkamanna á Norður-Írlandi Sylvía Hall skrifar 20. apríl 2019 22:58 Lyra McKee þótti mjög efnilegur rannsóknarblaðamaður og hafa margir lýst yfir sorg sinni vegna morðsins. Vísir/Getty Yfirmaður rannsóknarinnar á morði blaðakonunnar Lyra McKee segir nýja tegund hryðjuverkamanna vera að spretta upp í Norður-Írlandi. Tveir karlmenn á tvítugsaldri hafa verið handteknir í tengslum við morðið. Guardian greinir frá. Mennirnir eru sagðir vera hluti af hópnum New IRA, Nýa írska lýðveldishernum, og voru þeir handteknir á grundvelli hryðjuverkalöggjafar og færðir á lögreglustöð í Belfast til yfirheyrsla. Lyra McKee var 29 ára gömul.Vísir/AP Vill að samstarf almennings og lögreglu verði hluti af minningu McKee Á blaðamannafundi sagði Jason Murphy, rannsóknarlögreglumaður, að hryðjuverkamenn væru að halda sig til í skugganum. Ný tegund hryðjuverkamanna væri að líta dagsins ljós og þróunin væri varhugaverð. „Það er okkar tilfinning að það sem kom fyrir Lyru olli stefnubreytingu og ég biðla til fólks sem treystir sér til að stíga fram og hjálpa okkur. Þeir sem myrtu Lyru í þessari huglausu árás mega ekki fá tækifæri til þess að gera slíkt aftur.“ Þá segist hann sannfærður um að einhverjir hafi að geyma upplýsingar um árásina og hvetur þá til þess að setja sig í samband við lögreglu en ekki láta undan hótunum. „Við munum vinna með ykkur af varkárni.“ Mikil reiði hefur verið í garð samtakanna eftir morðið á McKee.Vísir/Getty Segja dauða McKee hafa verið slys Morðið á McKee hefur valdið mikilli andúð í garð lýðveldishersins í Derry og hafa forsvarsmenn hópsins stigið fram og beðist afsökunar á dauða hennar. Þeir segja hann vera hræðilegt slys af völdum sjálfboðaliða sem hafi ætlað sér að beina vopnum sínum að lögreglu. Í gær birti lögregla myndband af morðingja McKee sem sýnir morðingjann skjóta í átt að lögregluþjónum og samverkamenn hans. McKee fékk eitt skot í höfuðið og lést en hún stóð nærri lögreglunni og fylgdist með óeirðunum. McKee skaust á sjónarsviðið árið 2014 þegar hún skrifaði vinsæla bloggfærslu um hvernig það var að alast upp samkynhneigð í Belfast, höfuðborg Norður-Írlands. Þá þótti hún mjög efnilegur rannsóknarblaðamaður og hafði nýverið skrifað undir samning um að skrifa tvær bækur Bretland Írland Morðið á Lyru McKee Norður-Írland Tengdar fréttir Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. 19. apríl 2019 09:06 Tveir unglinspiltar handteknir vegna morðs á blaðamanni Tveir unglingspiltar hafa verið handteknir í tengslum við morðið á blaðamanninum Lyru McKee, sem skotin var til bana í mótmælum í Londonderry á fimmtudag. 20. apríl 2019 09:45 Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. 19. apríl 2019 23:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Sjá meira
Yfirmaður rannsóknarinnar á morði blaðakonunnar Lyra McKee segir nýja tegund hryðjuverkamanna vera að spretta upp í Norður-Írlandi. Tveir karlmenn á tvítugsaldri hafa verið handteknir í tengslum við morðið. Guardian greinir frá. Mennirnir eru sagðir vera hluti af hópnum New IRA, Nýa írska lýðveldishernum, og voru þeir handteknir á grundvelli hryðjuverkalöggjafar og færðir á lögreglustöð í Belfast til yfirheyrsla. Lyra McKee var 29 ára gömul.Vísir/AP Vill að samstarf almennings og lögreglu verði hluti af minningu McKee Á blaðamannafundi sagði Jason Murphy, rannsóknarlögreglumaður, að hryðjuverkamenn væru að halda sig til í skugganum. Ný tegund hryðjuverkamanna væri að líta dagsins ljós og þróunin væri varhugaverð. „Það er okkar tilfinning að það sem kom fyrir Lyru olli stefnubreytingu og ég biðla til fólks sem treystir sér til að stíga fram og hjálpa okkur. Þeir sem myrtu Lyru í þessari huglausu árás mega ekki fá tækifæri til þess að gera slíkt aftur.“ Þá segist hann sannfærður um að einhverjir hafi að geyma upplýsingar um árásina og hvetur þá til þess að setja sig í samband við lögreglu en ekki láta undan hótunum. „Við munum vinna með ykkur af varkárni.“ Mikil reiði hefur verið í garð samtakanna eftir morðið á McKee.Vísir/Getty Segja dauða McKee hafa verið slys Morðið á McKee hefur valdið mikilli andúð í garð lýðveldishersins í Derry og hafa forsvarsmenn hópsins stigið fram og beðist afsökunar á dauða hennar. Þeir segja hann vera hræðilegt slys af völdum sjálfboðaliða sem hafi ætlað sér að beina vopnum sínum að lögreglu. Í gær birti lögregla myndband af morðingja McKee sem sýnir morðingjann skjóta í átt að lögregluþjónum og samverkamenn hans. McKee fékk eitt skot í höfuðið og lést en hún stóð nærri lögreglunni og fylgdist með óeirðunum. McKee skaust á sjónarsviðið árið 2014 þegar hún skrifaði vinsæla bloggfærslu um hvernig það var að alast upp samkynhneigð í Belfast, höfuðborg Norður-Írlands. Þá þótti hún mjög efnilegur rannsóknarblaðamaður og hafði nýverið skrifað undir samning um að skrifa tvær bækur
Bretland Írland Morðið á Lyru McKee Norður-Írland Tengdar fréttir Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. 19. apríl 2019 09:06 Tveir unglinspiltar handteknir vegna morðs á blaðamanni Tveir unglingspiltar hafa verið handteknir í tengslum við morðið á blaðamanninum Lyru McKee, sem skotin var til bana í mótmælum í Londonderry á fimmtudag. 20. apríl 2019 09:45 Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. 19. apríl 2019 23:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Sjá meira
Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. 19. apríl 2019 09:06
Tveir unglinspiltar handteknir vegna morðs á blaðamanni Tveir unglingspiltar hafa verið handteknir í tengslum við morðið á blaðamanninum Lyru McKee, sem skotin var til bana í mótmælum í Londonderry á fimmtudag. 20. apríl 2019 09:45
Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. 19. apríl 2019 23:00