Friður og frelsi lundans í Akurey Líf Magneudóttir skrifar 1. maí 2019 07:00 Friðlýsing Akureyjar er í sjónmáli í þessum skrifuðu orðum. Eftir daginn í dag lýkur formlegum auglýsingatíma og þá á bara eftir að ganga frá formsatriðum. Það er frábært að loks sér fyrir endann á þessu friðlýsingarferli sem hefur tekið sinn tíma. Friðlýsingarhjólin eru svo sannarlega farin að snúast eins og ráðherra umhverfismála hefur sagt við fjölmörg tækifæri. Og það er gott að þau eru farin að snúast í höfuðborginni okkar. Síðasta friðlýsingin í Reykjavík var árið 1999 þegar Fossvogsbakkar voru friðlýstir sem náttúruvætti. Nú í fyrsta skiptið er verið að friðlýsa fuglabúsvæði í Reykjavík en aðrar friðlýsingar innan Reykjavíkur eru annaðhvort náttúruvætti eða fólkvangur. Og friðlýsingartækifærin eru enn fleiri. Ýmsar náttúrumyndanir sem hafa bæði fræðilegt gildi, sérkenni og fegurð á enn eftir að friðlýsa en einnig staði þar sem líffræðilegur fjölbreytileiki er mikill eða dýralíf ríkulegt og þá sér í lagi búsvæði lífvera sem eru á válista. Því er haldið fram að ýmis tækifæri felist í friðlýsingum í jaðarbyggð því þær geta skapað samfélagslegslegan og fjárhagslegan ábáta en í mínum huga eigum við fyrst að skoða friðlýsingarkosti náttúrunnar og umhverfisins á siðferðilegum forsendum en einnig í ljósi þess brýna verkefnis sem við stöndum frammi fyrir sem er glíman við lotslagsvánna og hörmulegar afleiðingar hennar. Í því ljósi eru friðlýsingar einnig mikilvægar. Það er nefnilega siðferðileg skylda okkar að arðræna ekki og vanvirða land og lífríki eða líta á náttúruna eins og hvert annað tæki til að ná stórkarlalegum markmiðum mannanna. Okkur ber því eftir fremsta mætti að vernda vistkerfið og sérstöðu lífríkis og landslags, lífvera og búsvæða þeirra. Og friðlýsingarhjólin snúast. Lundavarpstaðurinn Akurey verður nú friðlýstur í byrjun maí í tæka tíð fyrir varptíma þeirra. Og það þykir mér mikið gleðiefni. Næst þykir mér tilvalið að skoða friðlýsingakosti annarra eyja á sundunum við Reykjavík eins og Lundey, Þerney, Viðey, Andríðsey og Engey. Og við skulum ekki stöðva þar heldur skoða fleiri svæði og halda áfram að snúa friðlýsingarhjólunum í Reykjavík, fyrir gangvirki lífríkisins alls og umhverfi okkar allra.Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Líf Magneudóttir Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Friðlýsing Akureyjar er í sjónmáli í þessum skrifuðu orðum. Eftir daginn í dag lýkur formlegum auglýsingatíma og þá á bara eftir að ganga frá formsatriðum. Það er frábært að loks sér fyrir endann á þessu friðlýsingarferli sem hefur tekið sinn tíma. Friðlýsingarhjólin eru svo sannarlega farin að snúast eins og ráðherra umhverfismála hefur sagt við fjölmörg tækifæri. Og það er gott að þau eru farin að snúast í höfuðborginni okkar. Síðasta friðlýsingin í Reykjavík var árið 1999 þegar Fossvogsbakkar voru friðlýstir sem náttúruvætti. Nú í fyrsta skiptið er verið að friðlýsa fuglabúsvæði í Reykjavík en aðrar friðlýsingar innan Reykjavíkur eru annaðhvort náttúruvætti eða fólkvangur. Og friðlýsingartækifærin eru enn fleiri. Ýmsar náttúrumyndanir sem hafa bæði fræðilegt gildi, sérkenni og fegurð á enn eftir að friðlýsa en einnig staði þar sem líffræðilegur fjölbreytileiki er mikill eða dýralíf ríkulegt og þá sér í lagi búsvæði lífvera sem eru á válista. Því er haldið fram að ýmis tækifæri felist í friðlýsingum í jaðarbyggð því þær geta skapað samfélagslegslegan og fjárhagslegan ábáta en í mínum huga eigum við fyrst að skoða friðlýsingarkosti náttúrunnar og umhverfisins á siðferðilegum forsendum en einnig í ljósi þess brýna verkefnis sem við stöndum frammi fyrir sem er glíman við lotslagsvánna og hörmulegar afleiðingar hennar. Í því ljósi eru friðlýsingar einnig mikilvægar. Það er nefnilega siðferðileg skylda okkar að arðræna ekki og vanvirða land og lífríki eða líta á náttúruna eins og hvert annað tæki til að ná stórkarlalegum markmiðum mannanna. Okkur ber því eftir fremsta mætti að vernda vistkerfið og sérstöðu lífríkis og landslags, lífvera og búsvæða þeirra. Og friðlýsingarhjólin snúast. Lundavarpstaðurinn Akurey verður nú friðlýstur í byrjun maí í tæka tíð fyrir varptíma þeirra. Og það þykir mér mikið gleðiefni. Næst þykir mér tilvalið að skoða friðlýsingakosti annarra eyja á sundunum við Reykjavík eins og Lundey, Þerney, Viðey, Andríðsey og Engey. Og við skulum ekki stöðva þar heldur skoða fleiri svæði og halda áfram að snúa friðlýsingarhjólunum í Reykjavík, fyrir gangvirki lífríkisins alls og umhverfi okkar allra.Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar