Vegagerðin hafi neyðst til að innkalla bankaábyrgð til að tryggja fjárfestingu Sighvatur Jónsson skrifar 30. apríl 2019 19:00 Vegagerðin segist hafa neyðst til að innkalla bankaábyrgð vegna nýsmíði Herjólfs til að tryggja fjárfestingu ríkisins í verkefninu. Skipasmíðastöðin hafi áður í smíðaferlinu framlengt bankaábyrgðir á allra síðustu stundu. Vegagerðin segir það brot á samningi ef Herjólfur verður seldur annað, en talsmaður skipasmíðastöðvarinnar segir að fyrirspurn hafi borist um skipið frá Frakklandi í dag. Vegagerðin hefur greitt skipasmíðastöðinni Crist í Póllandi fyrir smíði nýs Herjólfs í áföngum eftir framvindu verksins. Samningsupphæðin nemur fjórum milljörðum króna. Banki ábyrgist allar greiðslur þannig að Vegagerðin geti fengið peningana til baka ef ekki er staðið við samninga. Bankaábyrgðin átti að renna út á miðnætti í kvöld. Vegagerðin innkallaði ábyrgðina í dag og talsmaður skipasmíðastöðvarinnar hér á landi taldi það vera ígildi riftunar samnings, þar sem Vegagerðin væri í raun að óska eftir endurgreiðslu á 85 prósenta hluta samningsupphæðarinnar sem hefur verið greiddur. Vegagerðin segist aftur á móti hafa gert þetta til að knýja á um framlengingu bankaábyrgðarinnar. „Í gær vorum við ekki búin að fá neina tryggingu fyrir því að þessi bankaábyrgð yrði framlengd og tíminn að renna út og þá var ekki annað að gera en að hafa samband við bankann og innkalla þessar tryggingar,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.Snýst þetta þá ekki um að þið séuð að biðja um peningana til baka og hætta við framkvæmdina? „Nei, þetta snýst alls ekki um það. Við vorum einungis að verja fé ríkisins sem við eigum þarna.“Herjólfur í skipasmíðastöð Crist í Póllandi.Mynd/Crist S.A.Bankaábyrgðir framlengdar á síðustu stundu Pólski sendiherrann á Íslandi sagði í gær að fulltrúar skipasmíðastöðvarinnar hafi rætt við samgönguráðherra um framlengingu bankaábyrgðar. G. Pétur Matthíasson hjá Vegagerðinni segir að það hafi ekki verið komið til framkvæmda. „Við fengum pappírana fyrst í dag. Í gær vissum við ekkert um það að þetta yrði framlengt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist. Í fimm eða sex skipti hefur þurft að framlengja þessar bankaábyrgðir og það hefur gerst oft á allra síðustu stundu. Þannig að við höfum ekkert í höndunum fyrr en við erum komin með pappírana.“ Bankaábyrgðin var í dag framlengd um 30 daga. Vegagerðin hefur hins vegar ekki afturkallað innköllun ábyrgðarinnar. „Við erum að tala við Pólverjana og við erum að tala við bankann líka um framhaldið. Þannig að við höldum að okkur höndum um sinn. En við höfum svigrúm, bankinn ætlar ekki að innheimta þetta alveg strax af skipasmíðastöðinni. Það er svigrúm til viðræðna og við ætlum að skoða þetta aðeins betur áður en við tökum næstu skref, “ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Umboðsmaður skipasmíðastöðvarinnar hér á landi sagði í dag að það væri verið að undirbúa að selja nýjan Herjólf. Vegagerðin telur það hins vegar skýrt brot á samningi. Herjólfur Samgöngur Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Sjá meira
Vegagerðin segist hafa neyðst til að innkalla bankaábyrgð vegna nýsmíði Herjólfs til að tryggja fjárfestingu ríkisins í verkefninu. Skipasmíðastöðin hafi áður í smíðaferlinu framlengt bankaábyrgðir á allra síðustu stundu. Vegagerðin segir það brot á samningi ef Herjólfur verður seldur annað, en talsmaður skipasmíðastöðvarinnar segir að fyrirspurn hafi borist um skipið frá Frakklandi í dag. Vegagerðin hefur greitt skipasmíðastöðinni Crist í Póllandi fyrir smíði nýs Herjólfs í áföngum eftir framvindu verksins. Samningsupphæðin nemur fjórum milljörðum króna. Banki ábyrgist allar greiðslur þannig að Vegagerðin geti fengið peningana til baka ef ekki er staðið við samninga. Bankaábyrgðin átti að renna út á miðnætti í kvöld. Vegagerðin innkallaði ábyrgðina í dag og talsmaður skipasmíðastöðvarinnar hér á landi taldi það vera ígildi riftunar samnings, þar sem Vegagerðin væri í raun að óska eftir endurgreiðslu á 85 prósenta hluta samningsupphæðarinnar sem hefur verið greiddur. Vegagerðin segist aftur á móti hafa gert þetta til að knýja á um framlengingu bankaábyrgðarinnar. „Í gær vorum við ekki búin að fá neina tryggingu fyrir því að þessi bankaábyrgð yrði framlengd og tíminn að renna út og þá var ekki annað að gera en að hafa samband við bankann og innkalla þessar tryggingar,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.Snýst þetta þá ekki um að þið séuð að biðja um peningana til baka og hætta við framkvæmdina? „Nei, þetta snýst alls ekki um það. Við vorum einungis að verja fé ríkisins sem við eigum þarna.“Herjólfur í skipasmíðastöð Crist í Póllandi.Mynd/Crist S.A.Bankaábyrgðir framlengdar á síðustu stundu Pólski sendiherrann á Íslandi sagði í gær að fulltrúar skipasmíðastöðvarinnar hafi rætt við samgönguráðherra um framlengingu bankaábyrgðar. G. Pétur Matthíasson hjá Vegagerðinni segir að það hafi ekki verið komið til framkvæmda. „Við fengum pappírana fyrst í dag. Í gær vissum við ekkert um það að þetta yrði framlengt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist. Í fimm eða sex skipti hefur þurft að framlengja þessar bankaábyrgðir og það hefur gerst oft á allra síðustu stundu. Þannig að við höfum ekkert í höndunum fyrr en við erum komin með pappírana.“ Bankaábyrgðin var í dag framlengd um 30 daga. Vegagerðin hefur hins vegar ekki afturkallað innköllun ábyrgðarinnar. „Við erum að tala við Pólverjana og við erum að tala við bankann líka um framhaldið. Þannig að við höldum að okkur höndum um sinn. En við höfum svigrúm, bankinn ætlar ekki að innheimta þetta alveg strax af skipasmíðastöðinni. Það er svigrúm til viðræðna og við ætlum að skoða þetta aðeins betur áður en við tökum næstu skref, “ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Umboðsmaður skipasmíðastöðvarinnar hér á landi sagði í dag að það væri verið að undirbúa að selja nýjan Herjólf. Vegagerðin telur það hins vegar skýrt brot á samningi.
Herjólfur Samgöngur Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Sjá meira