Vegagerðin hafi neyðst til að innkalla bankaábyrgð til að tryggja fjárfestingu Sighvatur Jónsson skrifar 30. apríl 2019 19:00 Vegagerðin segist hafa neyðst til að innkalla bankaábyrgð vegna nýsmíði Herjólfs til að tryggja fjárfestingu ríkisins í verkefninu. Skipasmíðastöðin hafi áður í smíðaferlinu framlengt bankaábyrgðir á allra síðustu stundu. Vegagerðin segir það brot á samningi ef Herjólfur verður seldur annað, en talsmaður skipasmíðastöðvarinnar segir að fyrirspurn hafi borist um skipið frá Frakklandi í dag. Vegagerðin hefur greitt skipasmíðastöðinni Crist í Póllandi fyrir smíði nýs Herjólfs í áföngum eftir framvindu verksins. Samningsupphæðin nemur fjórum milljörðum króna. Banki ábyrgist allar greiðslur þannig að Vegagerðin geti fengið peningana til baka ef ekki er staðið við samninga. Bankaábyrgðin átti að renna út á miðnætti í kvöld. Vegagerðin innkallaði ábyrgðina í dag og talsmaður skipasmíðastöðvarinnar hér á landi taldi það vera ígildi riftunar samnings, þar sem Vegagerðin væri í raun að óska eftir endurgreiðslu á 85 prósenta hluta samningsupphæðarinnar sem hefur verið greiddur. Vegagerðin segist aftur á móti hafa gert þetta til að knýja á um framlengingu bankaábyrgðarinnar. „Í gær vorum við ekki búin að fá neina tryggingu fyrir því að þessi bankaábyrgð yrði framlengd og tíminn að renna út og þá var ekki annað að gera en að hafa samband við bankann og innkalla þessar tryggingar,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.Snýst þetta þá ekki um að þið séuð að biðja um peningana til baka og hætta við framkvæmdina? „Nei, þetta snýst alls ekki um það. Við vorum einungis að verja fé ríkisins sem við eigum þarna.“Herjólfur í skipasmíðastöð Crist í Póllandi.Mynd/Crist S.A.Bankaábyrgðir framlengdar á síðustu stundu Pólski sendiherrann á Íslandi sagði í gær að fulltrúar skipasmíðastöðvarinnar hafi rætt við samgönguráðherra um framlengingu bankaábyrgðar. G. Pétur Matthíasson hjá Vegagerðinni segir að það hafi ekki verið komið til framkvæmda. „Við fengum pappírana fyrst í dag. Í gær vissum við ekkert um það að þetta yrði framlengt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist. Í fimm eða sex skipti hefur þurft að framlengja þessar bankaábyrgðir og það hefur gerst oft á allra síðustu stundu. Þannig að við höfum ekkert í höndunum fyrr en við erum komin með pappírana.“ Bankaábyrgðin var í dag framlengd um 30 daga. Vegagerðin hefur hins vegar ekki afturkallað innköllun ábyrgðarinnar. „Við erum að tala við Pólverjana og við erum að tala við bankann líka um framhaldið. Þannig að við höldum að okkur höndum um sinn. En við höfum svigrúm, bankinn ætlar ekki að innheimta þetta alveg strax af skipasmíðastöðinni. Það er svigrúm til viðræðna og við ætlum að skoða þetta aðeins betur áður en við tökum næstu skref, “ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Umboðsmaður skipasmíðastöðvarinnar hér á landi sagði í dag að það væri verið að undirbúa að selja nýjan Herjólf. Vegagerðin telur það hins vegar skýrt brot á samningi. Herjólfur Samgöngur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Sjá meira
Vegagerðin segist hafa neyðst til að innkalla bankaábyrgð vegna nýsmíði Herjólfs til að tryggja fjárfestingu ríkisins í verkefninu. Skipasmíðastöðin hafi áður í smíðaferlinu framlengt bankaábyrgðir á allra síðustu stundu. Vegagerðin segir það brot á samningi ef Herjólfur verður seldur annað, en talsmaður skipasmíðastöðvarinnar segir að fyrirspurn hafi borist um skipið frá Frakklandi í dag. Vegagerðin hefur greitt skipasmíðastöðinni Crist í Póllandi fyrir smíði nýs Herjólfs í áföngum eftir framvindu verksins. Samningsupphæðin nemur fjórum milljörðum króna. Banki ábyrgist allar greiðslur þannig að Vegagerðin geti fengið peningana til baka ef ekki er staðið við samninga. Bankaábyrgðin átti að renna út á miðnætti í kvöld. Vegagerðin innkallaði ábyrgðina í dag og talsmaður skipasmíðastöðvarinnar hér á landi taldi það vera ígildi riftunar samnings, þar sem Vegagerðin væri í raun að óska eftir endurgreiðslu á 85 prósenta hluta samningsupphæðarinnar sem hefur verið greiddur. Vegagerðin segist aftur á móti hafa gert þetta til að knýja á um framlengingu bankaábyrgðarinnar. „Í gær vorum við ekki búin að fá neina tryggingu fyrir því að þessi bankaábyrgð yrði framlengd og tíminn að renna út og þá var ekki annað að gera en að hafa samband við bankann og innkalla þessar tryggingar,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.Snýst þetta þá ekki um að þið séuð að biðja um peningana til baka og hætta við framkvæmdina? „Nei, þetta snýst alls ekki um það. Við vorum einungis að verja fé ríkisins sem við eigum þarna.“Herjólfur í skipasmíðastöð Crist í Póllandi.Mynd/Crist S.A.Bankaábyrgðir framlengdar á síðustu stundu Pólski sendiherrann á Íslandi sagði í gær að fulltrúar skipasmíðastöðvarinnar hafi rætt við samgönguráðherra um framlengingu bankaábyrgðar. G. Pétur Matthíasson hjá Vegagerðinni segir að það hafi ekki verið komið til framkvæmda. „Við fengum pappírana fyrst í dag. Í gær vissum við ekkert um það að þetta yrði framlengt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist. Í fimm eða sex skipti hefur þurft að framlengja þessar bankaábyrgðir og það hefur gerst oft á allra síðustu stundu. Þannig að við höfum ekkert í höndunum fyrr en við erum komin með pappírana.“ Bankaábyrgðin var í dag framlengd um 30 daga. Vegagerðin hefur hins vegar ekki afturkallað innköllun ábyrgðarinnar. „Við erum að tala við Pólverjana og við erum að tala við bankann líka um framhaldið. Þannig að við höldum að okkur höndum um sinn. En við höfum svigrúm, bankinn ætlar ekki að innheimta þetta alveg strax af skipasmíðastöðinni. Það er svigrúm til viðræðna og við ætlum að skoða þetta aðeins betur áður en við tökum næstu skref, “ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Umboðsmaður skipasmíðastöðvarinnar hér á landi sagði í dag að það væri verið að undirbúa að selja nýjan Herjólf. Vegagerðin telur það hins vegar skýrt brot á samningi.
Herjólfur Samgöngur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Sjá meira