Sjónvarpsstöðin Skjár 1 snýr aftur eftir helgi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. maí 2019 21:16 Skjár 1 hóf fyrst göngu sína í október árið 1998. Á 20 ára afmæli stöðvarinnar var ákveðið að blása lífi í hana að nýju eftir margra ára hlé. Skjár 1 Sjónvarpsstöðin Skjár 1 sem upphaflega hóf göngu sína árið 1998 snýr aftur á þriðjudaginn eftir helgi eftir margra ára hlé. Sjónvarpsstöðin, sem er þekkt fyrir þætti eins og Silfur Egils, Með hausverk um helgar og Djúpu laugina, verður þó með talsvert breyttu sniði því aðaláherslan verður lögð á kvikmyndir. Hólmgeir Baldursson sem fer fyrir Skjá 1 segir að ekki megi rugla saman Skjá 1 og Skjá Einum sem varð að Sjónvarpi símans árið 2016. Hann segist alltaf hafa átt vörumerkið Skjár 1.Hvað kom til að þú ákvaðst að blása lífi aftur í þessa stöð?„Já, það er í raun og veru bara tæknin, hún er að gera mér það kleift að gera þetta án þess að þurfa að eiga við loftsnetsdreifingu eða fara með þetta í gegnum símafyrirtækin. Hún er klárleg að gera mér það kleift að koma þessu til alls landsins í gegnum öpp,“ segir Hólmgeir.Fólk man eflaust eftir stefnumótaþættinum Djúpu lauginni sem var sýndur á Skjá 1.Hugmyndin sé að bjóða upp á tvær kvikmyndir á hverju kvöldi. „Þær eru sýndar í línulegri dagskrá af því að ég er þess fullviss að línulegt sjónvarp sé engan veginn horfið en hliðrænt áhorf er að riðja sér svolítið til rúms og þá getur fólk bara horft þegar því hentar. Þá erum við með fídus á þessu dreifi kerfi sem ég kýs að kalla „skjáflakk“ og þessi fídus gerir notendum kleift að fara allt að 7 daga aftur í tímann þannig að ef fólk missti af einhverju getur það horft þegar því hentar hvenær sólarhrings sem er.“ Hólmgeir segir að streymisveitan sé í stöðugri þróun og að fjöldi erlendra sjónvarpsstöðva sé aðgengilegur á streymisveitunni núna. „Planið er semsagt að stórauka stöðvafjöldann og með haustinu fullyrði ég að það verða komnar yfir 70-80 stöðvar þarna inn,“ segir Hólmgeir. „Skjár 1 í gamla daga var að innleiða ýmsar nýjungar í sjónvarpi og Skjár 1 árið 2019 ætlar að gera það líka helst með þessari tækni sem gerir streymisveitunni kleift að ná til allra,“ segir Hólmgeir að lokum. Á heimasíðu Skjás 1 kemur fram: Skjár 1 fór fyrst í „loftið“ þann 16. október 1998 og varð ein vinsælasta sjónvarpsstöð landsins. Nú á 20 ára afmæli stöðvarinnar snýr hún aftur á nýjum grunni með eigið dreifikerfi á AppleTV4, Android TV, IOS & Google öppum. Í boði verða úrvals kvikmyndir og Skjáflakk sem veitir áskrifendum aðgengi að dagskrá Skjás 1 sjö daga aftur í tímann.“ Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Sjónvarpsstöðin Skjár 1 sem upphaflega hóf göngu sína árið 1998 snýr aftur á þriðjudaginn eftir helgi eftir margra ára hlé. Sjónvarpsstöðin, sem er þekkt fyrir þætti eins og Silfur Egils, Með hausverk um helgar og Djúpu laugina, verður þó með talsvert breyttu sniði því aðaláherslan verður lögð á kvikmyndir. Hólmgeir Baldursson sem fer fyrir Skjá 1 segir að ekki megi rugla saman Skjá 1 og Skjá Einum sem varð að Sjónvarpi símans árið 2016. Hann segist alltaf hafa átt vörumerkið Skjár 1.Hvað kom til að þú ákvaðst að blása lífi aftur í þessa stöð?„Já, það er í raun og veru bara tæknin, hún er að gera mér það kleift að gera þetta án þess að þurfa að eiga við loftsnetsdreifingu eða fara með þetta í gegnum símafyrirtækin. Hún er klárleg að gera mér það kleift að koma þessu til alls landsins í gegnum öpp,“ segir Hólmgeir.Fólk man eflaust eftir stefnumótaþættinum Djúpu lauginni sem var sýndur á Skjá 1.Hugmyndin sé að bjóða upp á tvær kvikmyndir á hverju kvöldi. „Þær eru sýndar í línulegri dagskrá af því að ég er þess fullviss að línulegt sjónvarp sé engan veginn horfið en hliðrænt áhorf er að riðja sér svolítið til rúms og þá getur fólk bara horft þegar því hentar. Þá erum við með fídus á þessu dreifi kerfi sem ég kýs að kalla „skjáflakk“ og þessi fídus gerir notendum kleift að fara allt að 7 daga aftur í tímann þannig að ef fólk missti af einhverju getur það horft þegar því hentar hvenær sólarhrings sem er.“ Hólmgeir segir að streymisveitan sé í stöðugri þróun og að fjöldi erlendra sjónvarpsstöðva sé aðgengilegur á streymisveitunni núna. „Planið er semsagt að stórauka stöðvafjöldann og með haustinu fullyrði ég að það verða komnar yfir 70-80 stöðvar þarna inn,“ segir Hólmgeir. „Skjár 1 í gamla daga var að innleiða ýmsar nýjungar í sjónvarpi og Skjár 1 árið 2019 ætlar að gera það líka helst með þessari tækni sem gerir streymisveitunni kleift að ná til allra,“ segir Hólmgeir að lokum. Á heimasíðu Skjás 1 kemur fram: Skjár 1 fór fyrst í „loftið“ þann 16. október 1998 og varð ein vinsælasta sjónvarpsstöð landsins. Nú á 20 ára afmæli stöðvarinnar snýr hún aftur á nýjum grunni með eigið dreifikerfi á AppleTV4, Android TV, IOS & Google öppum. Í boði verða úrvals kvikmyndir og Skjáflakk sem veitir áskrifendum aðgengi að dagskrá Skjás 1 sjö daga aftur í tímann.“
Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira