Handbolti

Ágúst Elí í úrslit í Svíþjóð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ágúst Elí Björgvinsson í leik með íslenska landsliðinu.
Ágúst Elí Björgvinsson í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty
Ágúst Elí Björgvinsson og samherjar hans í Sävehof eru komnir í úrslitarimmuna um sænska meistaratitilinn eftir 28-23 sigur á Skövde í dag.

Leikurinn var fjórði leikur liðanna í undanúrslitarimmunni en með sigri var klárt að Sävehof myndi skjóta sér í úrslitin.

Þeir byrjuðu vel og voru 14-9 yfir í hálfleik. Þeir hleyptu gestunum frá Skövde aldrei nærri sér og unnu að lokum fimm marka sigur.





Í úrslitaeinvíginu munu þeir mæta Alingsås sem rúllaði yfir Íslendingaliðið Kristianstad, 3-0, í hinni undanúrslitarimmunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×