Þrenna frá Aubameyang og Skytturnar í úrslit Evrópudeildarinnar með stæl Anton Ingi Leifsson skrifar 9. maí 2019 20:45 Skytturnar fagna í kvöld. vísir/getty Arsenal er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 4-2 sigur á Valencia í síðari leik liðanna á Spáni í kvöld og samanlagðan sigur í rimmunni 7-3. Það voru ekki liðnar nema ellefu mínútur er framherjinn knái, Kevin Gameiro, kom heimamönnum yfir og hleypti miklu lífi í leikinn þar sem Valencia vantaði þá bara eitt mark. Gestirnir frá Lundúnum voru ekki lengi að þagga niður í heimamönnum því sex mínútum síðar skoraði Pierre-Emerick Aubameyang jöfnunarmarkið eftir skalla Alexandre Lacazette. Staðan var 1-1 í hálfleik. Síðari hálfleikur var fimm mínútna gamall er Alexandre Lacazette skoraði annað mark Arsenal og það mark gerði það að verkum að Valencia þurfti þrjú mörk.Arsenal's last six goals in the #UEL: Lacazette Lacazette Lacazette Aubameyang Aubameyang Lacazette The only two names on the scoresheet of late. pic.twitter.com/4IsP1TRLWF — Squawka Football (@Squawka) May 9, 2019 Þeir voru fljótir að svara með fyrsta markinu en Kevin Gameiro jafnaði metin með öðru marki sínu á 58. mínútu og hleypti aftur smá spennu í leikinn. Sóknarteymi Arsenal var á eldi í leiknum og á 69. mínútu var röðin aftur komin að Pierre-Emerick Aubameyang sem skoraði eftir frábæra fyrirgjöf frá Ainsley Maitland-Niles. Veislunni var ekki loið. Þegar 89 mínútur voru komnar á klukkuna skoraði Aubameyang sitt þriðja mark og fjórða mark Arsenal í kvöld með frábærri afgreiðslu.Pierre-Emerick Aubameyang is the first Arsenal player to score a hat-trick in the semi-final of a European competition. He makes a little bit of Arsenal history. pic.twitter.com/oJAPffWq2O — Squawka Football (@Squawka) May 9, 2019 Lokatölur 4-2 sigur Arsenal í kvöld og samanlagt 7-3. Í úrslitaleiknum mæta þeir Chelsea en úrslitaleikurinn fer fram í Bakú miðvikudaginn 29. maí. Evrópudeild UEFA
Arsenal er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 4-2 sigur á Valencia í síðari leik liðanna á Spáni í kvöld og samanlagðan sigur í rimmunni 7-3. Það voru ekki liðnar nema ellefu mínútur er framherjinn knái, Kevin Gameiro, kom heimamönnum yfir og hleypti miklu lífi í leikinn þar sem Valencia vantaði þá bara eitt mark. Gestirnir frá Lundúnum voru ekki lengi að þagga niður í heimamönnum því sex mínútum síðar skoraði Pierre-Emerick Aubameyang jöfnunarmarkið eftir skalla Alexandre Lacazette. Staðan var 1-1 í hálfleik. Síðari hálfleikur var fimm mínútna gamall er Alexandre Lacazette skoraði annað mark Arsenal og það mark gerði það að verkum að Valencia þurfti þrjú mörk.Arsenal's last six goals in the #UEL: Lacazette Lacazette Lacazette Aubameyang Aubameyang Lacazette The only two names on the scoresheet of late. pic.twitter.com/4IsP1TRLWF — Squawka Football (@Squawka) May 9, 2019 Þeir voru fljótir að svara með fyrsta markinu en Kevin Gameiro jafnaði metin með öðru marki sínu á 58. mínútu og hleypti aftur smá spennu í leikinn. Sóknarteymi Arsenal var á eldi í leiknum og á 69. mínútu var röðin aftur komin að Pierre-Emerick Aubameyang sem skoraði eftir frábæra fyrirgjöf frá Ainsley Maitland-Niles. Veislunni var ekki loið. Þegar 89 mínútur voru komnar á klukkuna skoraði Aubameyang sitt þriðja mark og fjórða mark Arsenal í kvöld með frábærri afgreiðslu.Pierre-Emerick Aubameyang is the first Arsenal player to score a hat-trick in the semi-final of a European competition. He makes a little bit of Arsenal history. pic.twitter.com/oJAPffWq2O — Squawka Football (@Squawka) May 9, 2019 Lokatölur 4-2 sigur Arsenal í kvöld og samanlagt 7-3. Í úrslitaleiknum mæta þeir Chelsea en úrslitaleikurinn fer fram í Bakú miðvikudaginn 29. maí.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“