Til skoðunar að lækka hámarkshraða á Snorrabraut, Langholtsvegi og víðar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. maí 2019 11:41 Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar. Meirihluti þeirra sem látast eða slasast alvarlega í umferðarslysum í borginni eru hjólandi og gangandi vegfarendur. Samgöngustjóri Reykjavíkurborgar segir það vera til skoðunar að lækka hámarkshraða víða í borginni. Þannig megi draga úr líkum á því að þeir sem verði fyrir bílum hljóti alvarleg meiðsl. Umferðaröryggisráð og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið efndu í morgun til fundar um umferðaröryggi þar sem farið var yfir slysatölfræði fyrir árið 2018. Í fyrra skráði Samgöngustofa 197 tilvik þar sem hjólandi eða gangandi vegfarendur slösuðust eða létust. Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, bendir á reiðhjólaumferð hafi aukist mikið og að árið 2017 hafi til að mynda sjö prósent allra vegfarenda í Reykjavík verið á hjóli. Samhliða þessu hafi slysum fjölgað og við því þurfi að bregðast. „Yfir fimmtíu prósent alvarlegra og banaslysa í Reykjavík eru á þessum mjúku vegfarendahópum [hjólandi og gangndi]. Þannig við þurfum að einblína mjög sterkt á að vernda þá betur og bæta öryggi þeirra með öllum tiltækum ráðum," segir Þorsteinn.Yfir helmingur þeirra sem slösuðust alvarlega eða létust í umferðinni í Reykjavík í fyrra voru gangandi eða hjólandi.Vísir/GettyUndir þetta falla meðal annars vegfarendur sem eru á leið til og frá strætisvögnum. Þorsteinn gerir ráð fyrir að hópurinn haldi áfram að stækka og því þurfi að grípa til aðgerða, eigi að vera hægt að tryggja öryggi þeirra. „Það sem er gríðarlega mikilvægt í okkar huga er aukið hraðaeftirlit og rauðljósaeftirlit. Að bæta það og reyna helst að gera það með rafrænum hætti og nota tæknina í það. Hraðalækkun er gríðarlega mikilvæg, þannig að þegar að það verður slys, að þá sé ökutæki á sem minnstum hraða," segir Þorsteinn. Hann bendir á að átak í hraðalækknum í hverfum hafi skilað árangri, þar sem hámarkshraði var færður niður í þrjátíu. Nú eigi að ráðast í nýtt átak. „Við erum stöðugt að horfa á hvort við eigum að færa fleiri götur niður í þrjátíu. En það eru tengibrautir inni í borginni sem við viljum gjarnan fara að færa úr fimmtíu og niður í fjörtíu, sem lið í nýrri umferðaröryggisáætlun."Eins og hvaða brautir? „Við erum að tala um Snorrabraut, Lönguhlíð, Langholtsveg, svo ég nefni einhver einstök dæmi." Hvenær gæti þetta gerst? „Bara vonandi á þessu eða næsta ári," segir Þorsteinn. Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Meirihluti þeirra sem látast eða slasast alvarlega í umferðarslysum í borginni eru hjólandi og gangandi vegfarendur. Samgöngustjóri Reykjavíkurborgar segir það vera til skoðunar að lækka hámarkshraða víða í borginni. Þannig megi draga úr líkum á því að þeir sem verði fyrir bílum hljóti alvarleg meiðsl. Umferðaröryggisráð og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið efndu í morgun til fundar um umferðaröryggi þar sem farið var yfir slysatölfræði fyrir árið 2018. Í fyrra skráði Samgöngustofa 197 tilvik þar sem hjólandi eða gangandi vegfarendur slösuðust eða létust. Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, bendir á reiðhjólaumferð hafi aukist mikið og að árið 2017 hafi til að mynda sjö prósent allra vegfarenda í Reykjavík verið á hjóli. Samhliða þessu hafi slysum fjölgað og við því þurfi að bregðast. „Yfir fimmtíu prósent alvarlegra og banaslysa í Reykjavík eru á þessum mjúku vegfarendahópum [hjólandi og gangndi]. Þannig við þurfum að einblína mjög sterkt á að vernda þá betur og bæta öryggi þeirra með öllum tiltækum ráðum," segir Þorsteinn.Yfir helmingur þeirra sem slösuðust alvarlega eða létust í umferðinni í Reykjavík í fyrra voru gangandi eða hjólandi.Vísir/GettyUndir þetta falla meðal annars vegfarendur sem eru á leið til og frá strætisvögnum. Þorsteinn gerir ráð fyrir að hópurinn haldi áfram að stækka og því þurfi að grípa til aðgerða, eigi að vera hægt að tryggja öryggi þeirra. „Það sem er gríðarlega mikilvægt í okkar huga er aukið hraðaeftirlit og rauðljósaeftirlit. Að bæta það og reyna helst að gera það með rafrænum hætti og nota tæknina í það. Hraðalækkun er gríðarlega mikilvæg, þannig að þegar að það verður slys, að þá sé ökutæki á sem minnstum hraða," segir Þorsteinn. Hann bendir á að átak í hraðalækknum í hverfum hafi skilað árangri, þar sem hámarkshraði var færður niður í þrjátíu. Nú eigi að ráðast í nýtt átak. „Við erum stöðugt að horfa á hvort við eigum að færa fleiri götur niður í þrjátíu. En það eru tengibrautir inni í borginni sem við viljum gjarnan fara að færa úr fimmtíu og niður í fjörtíu, sem lið í nýrri umferðaröryggisáætlun."Eins og hvaða brautir? „Við erum að tala um Snorrabraut, Lönguhlíð, Langholtsveg, svo ég nefni einhver einstök dæmi." Hvenær gæti þetta gerst? „Bara vonandi á þessu eða næsta ári," segir Þorsteinn.
Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira