Til skoðunar að lækka hámarkshraða á Snorrabraut, Langholtsvegi og víðar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. maí 2019 11:41 Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar. Meirihluti þeirra sem látast eða slasast alvarlega í umferðarslysum í borginni eru hjólandi og gangandi vegfarendur. Samgöngustjóri Reykjavíkurborgar segir það vera til skoðunar að lækka hámarkshraða víða í borginni. Þannig megi draga úr líkum á því að þeir sem verði fyrir bílum hljóti alvarleg meiðsl. Umferðaröryggisráð og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið efndu í morgun til fundar um umferðaröryggi þar sem farið var yfir slysatölfræði fyrir árið 2018. Í fyrra skráði Samgöngustofa 197 tilvik þar sem hjólandi eða gangandi vegfarendur slösuðust eða létust. Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, bendir á reiðhjólaumferð hafi aukist mikið og að árið 2017 hafi til að mynda sjö prósent allra vegfarenda í Reykjavík verið á hjóli. Samhliða þessu hafi slysum fjölgað og við því þurfi að bregðast. „Yfir fimmtíu prósent alvarlegra og banaslysa í Reykjavík eru á þessum mjúku vegfarendahópum [hjólandi og gangndi]. Þannig við þurfum að einblína mjög sterkt á að vernda þá betur og bæta öryggi þeirra með öllum tiltækum ráðum," segir Þorsteinn.Yfir helmingur þeirra sem slösuðust alvarlega eða létust í umferðinni í Reykjavík í fyrra voru gangandi eða hjólandi.Vísir/GettyUndir þetta falla meðal annars vegfarendur sem eru á leið til og frá strætisvögnum. Þorsteinn gerir ráð fyrir að hópurinn haldi áfram að stækka og því þurfi að grípa til aðgerða, eigi að vera hægt að tryggja öryggi þeirra. „Það sem er gríðarlega mikilvægt í okkar huga er aukið hraðaeftirlit og rauðljósaeftirlit. Að bæta það og reyna helst að gera það með rafrænum hætti og nota tæknina í það. Hraðalækkun er gríðarlega mikilvæg, þannig að þegar að það verður slys, að þá sé ökutæki á sem minnstum hraða," segir Þorsteinn. Hann bendir á að átak í hraðalækknum í hverfum hafi skilað árangri, þar sem hámarkshraði var færður niður í þrjátíu. Nú eigi að ráðast í nýtt átak. „Við erum stöðugt að horfa á hvort við eigum að færa fleiri götur niður í þrjátíu. En það eru tengibrautir inni í borginni sem við viljum gjarnan fara að færa úr fimmtíu og niður í fjörtíu, sem lið í nýrri umferðaröryggisáætlun."Eins og hvaða brautir? „Við erum að tala um Snorrabraut, Lönguhlíð, Langholtsveg, svo ég nefni einhver einstök dæmi." Hvenær gæti þetta gerst? „Bara vonandi á þessu eða næsta ári," segir Þorsteinn. Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Meirihluti þeirra sem látast eða slasast alvarlega í umferðarslysum í borginni eru hjólandi og gangandi vegfarendur. Samgöngustjóri Reykjavíkurborgar segir það vera til skoðunar að lækka hámarkshraða víða í borginni. Þannig megi draga úr líkum á því að þeir sem verði fyrir bílum hljóti alvarleg meiðsl. Umferðaröryggisráð og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið efndu í morgun til fundar um umferðaröryggi þar sem farið var yfir slysatölfræði fyrir árið 2018. Í fyrra skráði Samgöngustofa 197 tilvik þar sem hjólandi eða gangandi vegfarendur slösuðust eða létust. Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, bendir á reiðhjólaumferð hafi aukist mikið og að árið 2017 hafi til að mynda sjö prósent allra vegfarenda í Reykjavík verið á hjóli. Samhliða þessu hafi slysum fjölgað og við því þurfi að bregðast. „Yfir fimmtíu prósent alvarlegra og banaslysa í Reykjavík eru á þessum mjúku vegfarendahópum [hjólandi og gangndi]. Þannig við þurfum að einblína mjög sterkt á að vernda þá betur og bæta öryggi þeirra með öllum tiltækum ráðum," segir Þorsteinn.Yfir helmingur þeirra sem slösuðust alvarlega eða létust í umferðinni í Reykjavík í fyrra voru gangandi eða hjólandi.Vísir/GettyUndir þetta falla meðal annars vegfarendur sem eru á leið til og frá strætisvögnum. Þorsteinn gerir ráð fyrir að hópurinn haldi áfram að stækka og því þurfi að grípa til aðgerða, eigi að vera hægt að tryggja öryggi þeirra. „Það sem er gríðarlega mikilvægt í okkar huga er aukið hraðaeftirlit og rauðljósaeftirlit. Að bæta það og reyna helst að gera það með rafrænum hætti og nota tæknina í það. Hraðalækkun er gríðarlega mikilvæg, þannig að þegar að það verður slys, að þá sé ökutæki á sem minnstum hraða," segir Þorsteinn. Hann bendir á að átak í hraðalækknum í hverfum hafi skilað árangri, þar sem hámarkshraði var færður niður í þrjátíu. Nú eigi að ráðast í nýtt átak. „Við erum stöðugt að horfa á hvort við eigum að færa fleiri götur niður í þrjátíu. En það eru tengibrautir inni í borginni sem við viljum gjarnan fara að færa úr fimmtíu og niður í fjörtíu, sem lið í nýrri umferðaröryggisáætlun."Eins og hvaða brautir? „Við erum að tala um Snorrabraut, Lönguhlíð, Langholtsveg, svo ég nefni einhver einstök dæmi." Hvenær gæti þetta gerst? „Bara vonandi á þessu eða næsta ári," segir Þorsteinn.
Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira