Handbolti

Þráinn Orri gæti verið á heimleið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Þráinn Orri er alvöru stykki.
Þráinn Orri er alvöru stykki. mynd/elverum
Þráinn Orri Jónsson, línumaður norska úrvalsdeildarliðsins Elverum, verður ekki áfram hjá félaginu eftir að tímabilinu lýkur en þetta staðfestir hann við Morgunblaðið.

Þráinn Orri fór í atvinnumennskuna frá Gróttu þar sem að hann skoraði 84 mörk í 27 leikjum í Olís-deildinni veturinn 2016-2017 en hann hefur síðan þá spilað með Elverum sem er eitt besta lið Noregs.

Í samtali við Morgunblaðið segir Þráinn að óvíst er hvað gerist næst hjá honum en línumaðurinn er tilbúinn að koma heim ef ekkert spennandi býðst erlendist.

Ljóst er að mörg lið í Olís-deildinni væru til í að fá þetta tröll á línuna hjá sér en hann kveðst ætla að gefa sér maímánuð til að taka ákvörðun um framhaldið.

Elverum hafnaði í öðrusæti norsku úrvalsdeildarinnar í vetur og berst nú um norska meistaratitilinn við meistara Arendal en fyrsti leikur liðanna fer fram á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×