Brekkuskóli í deilum við bæjaryfirvöld Sveinn Arnarsson skrifar 9. maí 2019 07:15 Skólanefnd Brekkuskóla og frístundaráð bæjarins deila um fyrirkomulag íþróttakennslu. Fréttablaðið/Pjetur Skólaráð Brekkuskóla hefur sent Akureyrarbæ bréf þar sem ráðið mótmælir því harðlega að menntaskóla- og grunnskólanemendum séu ætlaðir íþróttatímar á sama tíma í Íþróttahöllinni á Akureyri á næsta ári. Fer skólaráðið fram á það að deildarstjóri íþróttamála endurskoði tafarlaust ákvörðun sína um skipulag íþróttakennslu á næsta skólaári. „Skólaráðið fer fram á að nemendur í Brekkuskóla fái að stunda nám í íþróttum við bestu mögulegu aðstæður með tilliti til öryggis nemenda og kennsluaðstæðna,“ segir í bréfi skólaráðsins. Formaður skólaráðsins er skólastjórinn Jóhanna María Agnarsdóttir. „Við vísum þarna til hljóðvistar og að þá séu of margir í salnum í einu. Við teljum samkeyrslu af þessum toga ekki góða og viljum hana ekki. Okkur er ekkert illa við menntaskólanemendur heldur er hér aðeins verið að skerða okkar kennsluaðstæður með því að vera með hluta salarins á móti okkur,“ segir Jóhanna. Fréttablaðið greindi frá því fyrir nokkrum árum að Jóhannes Gunnar Bjarnason, íþróttakennari á Akureyri til þriggja áratuga, hafi þurft að hætta störfum vegna álags á raddbönd. Jóhannes er íþróttakennari í Brekkuskóla og situr í skólaráði fyrir hönd kennara. Þáverandi fræðslustjóri bæjarins sagði það áfall að kennarar væru að hætta störfum vegna álags og sagði bæinn þurfa að skoða það hvernig bærinn dældi allt að sjötíu börnum inn í húsið í einu. Frístundaráð Akureyrarbæjar tók málið fyrir á síðasta fundi sínum. Telur frístundaráð þessa umleitan skólaráðs fráleita. „Íþróttamannvirki Akureyrarbæjar þjóna öllum bæjarbúum og öllum skólastigum. Það er hlutverk íþróttadeildar að koma til móts við óskir þeirra sem vilja nýta mannvirkin og sjá til þess að nýting þeirra sé sem best,“ segir í ályktun ráðsins. „Frístundaráð getur ekki með neinu móti séð að þessi skipting og nýting á salnum muni skerða kennsluaðstæður nemenda Brekkuskóla og því síður ógna öryggi þeirra.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Skólaráð Brekkuskóla hefur sent Akureyrarbæ bréf þar sem ráðið mótmælir því harðlega að menntaskóla- og grunnskólanemendum séu ætlaðir íþróttatímar á sama tíma í Íþróttahöllinni á Akureyri á næsta ári. Fer skólaráðið fram á það að deildarstjóri íþróttamála endurskoði tafarlaust ákvörðun sína um skipulag íþróttakennslu á næsta skólaári. „Skólaráðið fer fram á að nemendur í Brekkuskóla fái að stunda nám í íþróttum við bestu mögulegu aðstæður með tilliti til öryggis nemenda og kennsluaðstæðna,“ segir í bréfi skólaráðsins. Formaður skólaráðsins er skólastjórinn Jóhanna María Agnarsdóttir. „Við vísum þarna til hljóðvistar og að þá séu of margir í salnum í einu. Við teljum samkeyrslu af þessum toga ekki góða og viljum hana ekki. Okkur er ekkert illa við menntaskólanemendur heldur er hér aðeins verið að skerða okkar kennsluaðstæður með því að vera með hluta salarins á móti okkur,“ segir Jóhanna. Fréttablaðið greindi frá því fyrir nokkrum árum að Jóhannes Gunnar Bjarnason, íþróttakennari á Akureyri til þriggja áratuga, hafi þurft að hætta störfum vegna álags á raddbönd. Jóhannes er íþróttakennari í Brekkuskóla og situr í skólaráði fyrir hönd kennara. Þáverandi fræðslustjóri bæjarins sagði það áfall að kennarar væru að hætta störfum vegna álags og sagði bæinn þurfa að skoða það hvernig bærinn dældi allt að sjötíu börnum inn í húsið í einu. Frístundaráð Akureyrarbæjar tók málið fyrir á síðasta fundi sínum. Telur frístundaráð þessa umleitan skólaráðs fráleita. „Íþróttamannvirki Akureyrarbæjar þjóna öllum bæjarbúum og öllum skólastigum. Það er hlutverk íþróttadeildar að koma til móts við óskir þeirra sem vilja nýta mannvirkin og sjá til þess að nýting þeirra sé sem best,“ segir í ályktun ráðsins. „Frístundaráð getur ekki með neinu móti séð að þessi skipting og nýting á salnum muni skerða kennsluaðstæður nemenda Brekkuskóla og því síður ógna öryggi þeirra.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira