Gísli lést eftir að hann var skotinn í lærið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. maí 2019 10:51 Frá vettvangi í Mehamn. TV2/Christoffer Robin Jensen Krufning á líki Gísla Þórs Þórarinssonar, sem skotinn var til bana í Mehamn í Noregi í apríl, leiðir í ljós að hann var skotinn í lærið. Við það missti hann svo mikið blóð að hann lést. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Finnmörk í Noregi sem fer með rannsókn málsins. Þar segir einnig að íslenska sendiráðinu hafi verið tilkynnt um það að krufningu sé lokið og hægt sé nú að flytja lík Gísla Þórs til Íslands. Alls hafa fimmtíu vitni nú verið yfirheyrð við rannsókn málsins en hinir grunuðu í málinu hafa ekki verið yfirheyrðir aftur. Lögreglan í Noregi bíður þess að enn að fá niðurstöðu úr greiningu á vopninu, rafrænum upplýsingum og öðru sem tengist rannsókninni. Enginn af þeim sem tengist málinu var skráður fyrir skotvopni og lögreglunni var ekki kunnugt um að Gunnar Gunnarsson, hálfbróðir Gísla sem grunaður er um að hafa skotið hann til bana, hefði aðgang að skotvopni. Rannsókn lögreglu bendir til þess að hann hafi komist yfir vopnið sama dag og Gísli var skotinn til bana. Gunnar situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins en hann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald nokkrum dögum eftir að bróðir hans lést. Í tilkynningu lögreglu segir að áfram verði farið fram á gæsluvarðhald yfir honum þegar núverandi varðhald rennur út. Gunnar hefur neitað sök í málinu. Hann segir að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi aldrei ætlað að skaða bróður sinn.Fréttin hefur verið uppfærð. Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. 2. maí 2019 12:31 Fundu blóð í bílnum sem Íslendingarnir eru taldir hafa ekið af vettvangi Tæknideild norsku lögreglunnar fann blóð í bíl í tengslum við rannsókn á morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni, fertugum Íslendingi, í norska smábænum Mehamn síðastliðinn laugardag. Þá eru deilur Gísla og Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, hálfbróður hans, á meðal lykilatriða í rannsókn lögreglu. 3. maí 2019 08:56 Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38 Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Krufning á líki Gísla Þórs Þórarinssonar, sem skotinn var til bana í Mehamn í Noregi í apríl, leiðir í ljós að hann var skotinn í lærið. Við það missti hann svo mikið blóð að hann lést. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Finnmörk í Noregi sem fer með rannsókn málsins. Þar segir einnig að íslenska sendiráðinu hafi verið tilkynnt um það að krufningu sé lokið og hægt sé nú að flytja lík Gísla Þórs til Íslands. Alls hafa fimmtíu vitni nú verið yfirheyrð við rannsókn málsins en hinir grunuðu í málinu hafa ekki verið yfirheyrðir aftur. Lögreglan í Noregi bíður þess að enn að fá niðurstöðu úr greiningu á vopninu, rafrænum upplýsingum og öðru sem tengist rannsókninni. Enginn af þeim sem tengist málinu var skráður fyrir skotvopni og lögreglunni var ekki kunnugt um að Gunnar Gunnarsson, hálfbróðir Gísla sem grunaður er um að hafa skotið hann til bana, hefði aðgang að skotvopni. Rannsókn lögreglu bendir til þess að hann hafi komist yfir vopnið sama dag og Gísli var skotinn til bana. Gunnar situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins en hann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald nokkrum dögum eftir að bróðir hans lést. Í tilkynningu lögreglu segir að áfram verði farið fram á gæsluvarðhald yfir honum þegar núverandi varðhald rennur út. Gunnar hefur neitað sök í málinu. Hann segir að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi aldrei ætlað að skaða bróður sinn.Fréttin hefur verið uppfærð.
Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. 2. maí 2019 12:31 Fundu blóð í bílnum sem Íslendingarnir eru taldir hafa ekið af vettvangi Tæknideild norsku lögreglunnar fann blóð í bíl í tengslum við rannsókn á morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni, fertugum Íslendingi, í norska smábænum Mehamn síðastliðinn laugardag. Þá eru deilur Gísla og Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, hálfbróður hans, á meðal lykilatriða í rannsókn lögreglu. 3. maí 2019 08:56 Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38 Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. 2. maí 2019 12:31
Fundu blóð í bílnum sem Íslendingarnir eru taldir hafa ekið af vettvangi Tæknideild norsku lögreglunnar fann blóð í bíl í tengslum við rannsókn á morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni, fertugum Íslendingi, í norska smábænum Mehamn síðastliðinn laugardag. Þá eru deilur Gísla og Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, hálfbróður hans, á meðal lykilatriða í rannsókn lögreglu. 3. maí 2019 08:56
Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38