Bradley fer með hlutverk Samwell Tarly í þáttunum frá HBO en þeir eru á dagskrá Stöðvar 2.
Bradley tók þátt í því að taka upp endalokin í þáttunum en er orðinn óviss um hvað gerist í raun og veru.
„Ég hélt að ég vissi hvernig þetta myndi enda og við tókum klárlega upp endaatriðin en ég las aftur á móti viðtal við framleiðendur um daginn og þeir sögðu að leikararnir haldi að þeir viti hvernig þættirnir enda, svo ég veit í rauninni ekki hvað ég veit,“ sagði Bradley en viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan.