Bjóða 15 prósenta hlut í HS Veitum til sölu Hörður Ægisson skrifar 8. maí 2019 07:15 Áætlaðar tekjur HS Veitna á þessu ári eru rúmlega 7,4 milljarðar. króna Tæplega 42 prósenta hlutur í HSV eignarhaldsfélagi, sem er næststærsti hluthafi HS Veitna með um 34,4 prósenta hlut, hefur verið settur í opið söluferli. Á meðal þeirra fjárfesta sem hyggjast selja eignarhlut sinn eru Akur fjárfestingar og Tryggingamiðstöðin (TM) en auk þess munu lífeyrissjóðir selja hluta af sínum bréfum í félaginu. Samtals er því um að ræða nærri fimmtán prósenta óbeinan hlut í HS Veitum en fyrirtækið, sem er með dreifikerfi á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, Árborg og Vestmannaeyjum, sér um sölu og dreifingu á heitu og köldu vatni ásamt dreifingu á raforku. Samkvæmt heimildum Markaðarins hófst söluferlið formlega í lok síðustu viku en það er fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka sem hefur umsjón með ferlinu. Aðrir hluthafar HS Veitna eru sveitarfélögin Reykjanesbær, sem er stærsti eigandinn með 50,01 prósents hlut, Hafnarfjarðarbær, sem á 15,4 prósenta hlut, og þá fer Sandgerðisbær með 0,1 prósents hlut. Í árslok 2018 var tæplega 16 prósenta eignarhlutur TM í HSV eignarhaldsfélagi, en hluturinn er ein stærsta fjárfestingareign tryggingafélagsins, metinn á nærri 1.100 milljónir króna í bókum félagsins. Miðað við það verðmat er markaðsvirði HS Veitna því samtals í kringum 20 milljarðar króna. Í stuttri fjárfestakynningu vegna söluferlisins, sem ber heitið Project Heat og Markaðurinn hefur undir höndum, kemur meðal annars fram að áætlaður hagnaður HS Veitna fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) fyrir árið 2019 sé um 2,9 milljarðar króna og að tekjur muni aukast um liðlega 500 milljónir og verða samtals rúmlega 7,4 milljarðar króna. Árlegur tekjuvöxtur fyrirtækisins á undanförnum fimm árum hefur að meðaltali verið rúmlega sjö prósent. Þá hefur vöxtur í EBITDA-hagnaði yfir sama tímabil verið um 10,6 prósent að meðaltali á ári og sem hlutfall af tekjum hefur EBITDA aukist úr 33 prósentum í 39 prósent. Hreinar vaxtaberandi skuldir fyrirtækisins námu rúmlega 9,2 milljörðum króna í árslok 2018 og eiginfjárhlutfall félagsins var 44 prósent. HSV eignarhaldsfélag kom fyrst inn í hluthafahóp HS Veitna árið 2014 þegar hópur fagfjárfesta og lífeyrissjóða, sem var leiddur af fjárfestingafélaginu Ursus, sem er í eigu Heiðars Guðjónssonar, keypti rúmlega 34 prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir samtals 3.140 milljónir króna. Stærstu hluthafar HSV eignarhaldsfélags eru Gildi lífeyrissjóður, TM, Akur fjárfestingar, Ursus, Almenni lífeyrissjóðurinn og Frjálsi lífeyrissjóðurinn. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Tæplega 42 prósenta hlutur í HSV eignarhaldsfélagi, sem er næststærsti hluthafi HS Veitna með um 34,4 prósenta hlut, hefur verið settur í opið söluferli. Á meðal þeirra fjárfesta sem hyggjast selja eignarhlut sinn eru Akur fjárfestingar og Tryggingamiðstöðin (TM) en auk þess munu lífeyrissjóðir selja hluta af sínum bréfum í félaginu. Samtals er því um að ræða nærri fimmtán prósenta óbeinan hlut í HS Veitum en fyrirtækið, sem er með dreifikerfi á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, Árborg og Vestmannaeyjum, sér um sölu og dreifingu á heitu og köldu vatni ásamt dreifingu á raforku. Samkvæmt heimildum Markaðarins hófst söluferlið formlega í lok síðustu viku en það er fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka sem hefur umsjón með ferlinu. Aðrir hluthafar HS Veitna eru sveitarfélögin Reykjanesbær, sem er stærsti eigandinn með 50,01 prósents hlut, Hafnarfjarðarbær, sem á 15,4 prósenta hlut, og þá fer Sandgerðisbær með 0,1 prósents hlut. Í árslok 2018 var tæplega 16 prósenta eignarhlutur TM í HSV eignarhaldsfélagi, en hluturinn er ein stærsta fjárfestingareign tryggingafélagsins, metinn á nærri 1.100 milljónir króna í bókum félagsins. Miðað við það verðmat er markaðsvirði HS Veitna því samtals í kringum 20 milljarðar króna. Í stuttri fjárfestakynningu vegna söluferlisins, sem ber heitið Project Heat og Markaðurinn hefur undir höndum, kemur meðal annars fram að áætlaður hagnaður HS Veitna fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) fyrir árið 2019 sé um 2,9 milljarðar króna og að tekjur muni aukast um liðlega 500 milljónir og verða samtals rúmlega 7,4 milljarðar króna. Árlegur tekjuvöxtur fyrirtækisins á undanförnum fimm árum hefur að meðaltali verið rúmlega sjö prósent. Þá hefur vöxtur í EBITDA-hagnaði yfir sama tímabil verið um 10,6 prósent að meðaltali á ári og sem hlutfall af tekjum hefur EBITDA aukist úr 33 prósentum í 39 prósent. Hreinar vaxtaberandi skuldir fyrirtækisins námu rúmlega 9,2 milljörðum króna í árslok 2018 og eiginfjárhlutfall félagsins var 44 prósent. HSV eignarhaldsfélag kom fyrst inn í hluthafahóp HS Veitna árið 2014 þegar hópur fagfjárfesta og lífeyrissjóða, sem var leiddur af fjárfestingafélaginu Ursus, sem er í eigu Heiðars Guðjónssonar, keypti rúmlega 34 prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir samtals 3.140 milljónir króna. Stærstu hluthafar HSV eignarhaldsfélags eru Gildi lífeyrissjóður, TM, Akur fjárfestingar, Ursus, Almenni lífeyrissjóðurinn og Frjálsi lífeyrissjóðurinn.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira