Verðlaunapeningar voru merktir „þroskaheftum“ Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 7. maí 2019 22:43 Verðlaunapeningarnir sem merktir voru „þroskaheftum". Aðsend Verðlaunapeningar sem veittir voru í flokki þroskaskertra á Hængsmótinu á Akureyri um helgina voru merktir „þroskaheftum.“ Þetta kemur fram í færslu Ólafs Þórðarsonar sem hann deildi á facebook en þar sagði hann sig vera búinn að fá sig fullsaddan af þessari orðanotkun. Fréttablaðið greindi frá þessu fyrr í kvöld. „Ég er löngu búinn að fá mig fullsaddan af þessari orðanotkun. Ég og fleiri erum margoft búin að benda á þetta. Ég veit til þess að margir keppendur eru sama sinnis.“ Ólafur sagði í samtali við Fréttablaðið að hann hafi áður bent forsvarsmönnum Hængsmótsins á þetta en ekki fengið svör. Slíkt orðalag sé í besta falli mjög óheppilegt. Hann bendir á að tala ætti við þann hóp sem keppir og spyrjast fyrir um hvað þau vilji kalla flokkinn. Hængsmótið er opið íþróttamót sem haldið er fyrir fatlaða og þroskaskerta einstaklinga. Björn Guðmundsson, félagi í Lionsklúbbnum Hæng, baðst afsökunar á mistökunum í athugasemd við færslu Ólafs. „Ég er félagi í Lionsklúbbnum Hæng og langar að segja að þetta eru leið mistök og sjálfsagt að biðjast afsökunar á þeim. Eina sem hægt er að gera er að biðjast aftur afsökunar og koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Ég vona að þetta atriði hafi ekki eyðilagt komuna til Akureyrar og upplifun keppenda af Hængsmótinu sem haldið hefur verið í 37 ár af okkur Lionsfélögum.“ Í skjáskoti sem birt var í athugasemd við færsluna má sjá afsökunarbeiðni frá Lionsklúbbnum Hæng sem var svar við athugasemd sem þeim var send í einkaskilaboðum. „Sæll, við hörmum þessi mistök að hafa sent þessa peninga út frá okkur og eru það stór mistök af okkar hálfu að hafa ekki farið yfir það hvað á þeim stóð. Á mótinu sjálfu hét þetta eins og þetta hefur alltaf verið flokkur þroskahamlaðra en alls ekki þroskaheftra. Við munum innkalla alla þessa peninga enda á þetta orðskrípi hvergi að koma fram. Það mun koma yfirlýsing frá klúbbnum innan skamms þar sem formlega verður beðist afsökunar á þessum leiðu mistökum. Þessi áletrun var ekki það sem beðið var um en mistökin eru okkar að fara ekki yfir verðlaunin áður en þau voru afhent.“ Akureyri Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
Verðlaunapeningar sem veittir voru í flokki þroskaskertra á Hængsmótinu á Akureyri um helgina voru merktir „þroskaheftum.“ Þetta kemur fram í færslu Ólafs Þórðarsonar sem hann deildi á facebook en þar sagði hann sig vera búinn að fá sig fullsaddan af þessari orðanotkun. Fréttablaðið greindi frá þessu fyrr í kvöld. „Ég er löngu búinn að fá mig fullsaddan af þessari orðanotkun. Ég og fleiri erum margoft búin að benda á þetta. Ég veit til þess að margir keppendur eru sama sinnis.“ Ólafur sagði í samtali við Fréttablaðið að hann hafi áður bent forsvarsmönnum Hængsmótsins á þetta en ekki fengið svör. Slíkt orðalag sé í besta falli mjög óheppilegt. Hann bendir á að tala ætti við þann hóp sem keppir og spyrjast fyrir um hvað þau vilji kalla flokkinn. Hængsmótið er opið íþróttamót sem haldið er fyrir fatlaða og þroskaskerta einstaklinga. Björn Guðmundsson, félagi í Lionsklúbbnum Hæng, baðst afsökunar á mistökunum í athugasemd við færslu Ólafs. „Ég er félagi í Lionsklúbbnum Hæng og langar að segja að þetta eru leið mistök og sjálfsagt að biðjast afsökunar á þeim. Eina sem hægt er að gera er að biðjast aftur afsökunar og koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Ég vona að þetta atriði hafi ekki eyðilagt komuna til Akureyrar og upplifun keppenda af Hængsmótinu sem haldið hefur verið í 37 ár af okkur Lionsfélögum.“ Í skjáskoti sem birt var í athugasemd við færsluna má sjá afsökunarbeiðni frá Lionsklúbbnum Hæng sem var svar við athugasemd sem þeim var send í einkaskilaboðum. „Sæll, við hörmum þessi mistök að hafa sent þessa peninga út frá okkur og eru það stór mistök af okkar hálfu að hafa ekki farið yfir það hvað á þeim stóð. Á mótinu sjálfu hét þetta eins og þetta hefur alltaf verið flokkur þroskahamlaðra en alls ekki þroskaheftra. Við munum innkalla alla þessa peninga enda á þetta orðskrípi hvergi að koma fram. Það mun koma yfirlýsing frá klúbbnum innan skamms þar sem formlega verður beðist afsökunar á þessum leiðu mistökum. Þessi áletrun var ekki það sem beðið var um en mistökin eru okkar að fara ekki yfir verðlaunin áður en þau voru afhent.“
Akureyri Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira