Mýta að neyslurými fjölgi neytendum segir hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 5. maí 2019 21:15 Hjúkrunarfræðingur sem starfar hjá Frú Ragnheiði segir að uppræta þurfi fordóma í garð fólks með fjölþættan neysluvanda. Það sé mýta að skaðaminnkandi hugmyndafræði auki neyslu og að neyslurými fjölgi neytendum.Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp sem felur í sér breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni sem gerir embætti landlæknis kleift að heimila sveitarfélagi að stofna og reka neyslurými. Neyslurými er þá lagalega verndað umhverfi þar sem fíklar, eldri en 18 ára, geta neytt fíkniefna í æð undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna.Markmið sé að draga úr skaðlegum afleiðingum af notkun ávana- og fíkniefna. Skiptar skoðanir hafa verið um frumvarpið og margir bent á að ígrunda þurfi betur framkvæmdina. hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði, sem hefur það verkefni að ná til heimilislausra og þeirra sem nota vímuefni í æð og útvega þeim heilbrigðisaðstoð, segir umræðuna sem sprottið hefur upp stundum bera með sér skort á þekkingu á skaðaminnkandi hugmyndafræði. „Skaðaminnkandi hugmyndafræði er í rauninni bara það að viðurkenna að það er einhver áhætta og mögulega einhverjar afleiðingar sem fylgja ákveðinni hegðun. Það eru til einstaklingar sem nota vímuefni í æð og það er skaði sem hlýst af því. Skaðaminnkun vill draga úr skaðanum,“ segir Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði. Hún bendir á að neyslurými hafi reynst vel í þeim löndum sem þau eru starfrækt. Það komi í veg fyrir ofskömmtun, stuðli að hreinlæti og minnki líkur á að sprautunálar séu til dæmis á leikvöllum.Erum við ekki að viðurkenna að það sé í lagi að vera fíkill ef við opnum svona rými? „Við erum í rauninni bara að viðurkenna að við erum mannleg. Það eiga allir rétt á tilvist sinni sem manneskjur. Það eiga allir rétt á grundvallar heilbrigðisþjónustu og að okkur sé mætt þar sem við erum stödd,“ segir Elísabet. Félagsmál Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Hjúkrunarfræðingur sem starfar hjá Frú Ragnheiði segir að uppræta þurfi fordóma í garð fólks með fjölþættan neysluvanda. Það sé mýta að skaðaminnkandi hugmyndafræði auki neyslu og að neyslurými fjölgi neytendum.Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp sem felur í sér breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni sem gerir embætti landlæknis kleift að heimila sveitarfélagi að stofna og reka neyslurými. Neyslurými er þá lagalega verndað umhverfi þar sem fíklar, eldri en 18 ára, geta neytt fíkniefna í æð undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna.Markmið sé að draga úr skaðlegum afleiðingum af notkun ávana- og fíkniefna. Skiptar skoðanir hafa verið um frumvarpið og margir bent á að ígrunda þurfi betur framkvæmdina. hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði, sem hefur það verkefni að ná til heimilislausra og þeirra sem nota vímuefni í æð og útvega þeim heilbrigðisaðstoð, segir umræðuna sem sprottið hefur upp stundum bera með sér skort á þekkingu á skaðaminnkandi hugmyndafræði. „Skaðaminnkandi hugmyndafræði er í rauninni bara það að viðurkenna að það er einhver áhætta og mögulega einhverjar afleiðingar sem fylgja ákveðinni hegðun. Það eru til einstaklingar sem nota vímuefni í æð og það er skaði sem hlýst af því. Skaðaminnkun vill draga úr skaðanum,“ segir Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði. Hún bendir á að neyslurými hafi reynst vel í þeim löndum sem þau eru starfrækt. Það komi í veg fyrir ofskömmtun, stuðli að hreinlæti og minnki líkur á að sprautunálar séu til dæmis á leikvöllum.Erum við ekki að viðurkenna að það sé í lagi að vera fíkill ef við opnum svona rými? „Við erum í rauninni bara að viðurkenna að við erum mannleg. Það eiga allir rétt á tilvist sinni sem manneskjur. Það eiga allir rétt á grundvallar heilbrigðisþjónustu og að okkur sé mætt þar sem við erum stödd,“ segir Elísabet.
Félagsmál Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira