Körfubolti

Óli Stef tók keðjusagardansinn í klefa KR-inga | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Óli Stef, Bóas og fleiri góðir í búningsklefa KR-inga.
Óli Stef, Bóas og fleiri góðir í búningsklefa KR-inga. mynd/stöð 2 sport
Ólafur Stefánsson mætti í DHL-höllina og fylgdist með bróður sínum, Jóni Arnóri, og félögum hans í KR verða Íslandsmeistarar í körfubolta sjötta árið í röð. KR vann ÍR í oddaleik, 98-70.

Ólafur lét sér ekki nægja að horfa á leikinn heldur stjórnaði hann fögnuði KR-inga í búningsklefanum eftir leikinn.

Handboltahetjan tók þar mjög svo skemmtilegan keðjusagardans sem féll vel í kramið hjá KR-ingum.

Dansinn hans Ólafs og frekari fögnuð KR-inga má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.



Klippa: Óli Stef stjórnaði fagnaðarlátum KR-inga







Tengdar fréttir

Boyd valinn bestur

Bandaríkjamaðurinn knái hjá KR var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins.

Jón: Langar að spila meira

Jón Arnór Stefánsson langar að spila körfubolta áfram eftir að hafa hjálpað KR til sjötta Íslandsmeistaratitilsins í röð með sigri á ÍR í oddaleik í DHL höllinni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×