Ekki nóg að lýsa yfir neyðarástandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. maí 2019 20:30 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. vísir/vilhelm Yfirlýsingar um neyðarástand vegna loftslagsmála eru til lítils ef ekki fylgja aðgerðir, segir umhverfisráðherra. Til greina komi að Íslendingar lýsi yfir neyðarástandi en meira þurfi til. Umræðan um loftslagsbreytingar er ofarlega á baugi en í liðinni viku lýstu bæði breska og skoska þingið yfir neyðarástandi vegna þeirrar vár sem vofir yfir vegna loftslagsbreytinga. Í opinberri heimsókn til Bretlands í vikunni gerði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra loftslagsmál að umræðuefni á fundum sínum við helstu stjórnmálaleiðtoga í Bretlandi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir enga ákvörðun hafa verið tekna um það hvort Íslendingar muni einnig lýsa yfir neyðarástandi. „Mér finnst alveg koma til greina að skoða það hvort að ríki eða sveitarfélög, Alþingi, lýsi einhverju svona yfir ef að það verður til þess að á bakvið það sé það sem í raun og veru öllu máli skiptir og eru aðgerðir,“ segir Guðmundur Ingi. Hann kveðst líta svo á að þegar hafi íslensk stjórnvöld gripið til ýmiss konar aðgerða. „Umræðan í Bretlandi snýst í rauninni í fyrsta lagi um það eigi að ná kolefnishlutleysi árið 2050, eitthvað sem að við höfum sett okkur markmið um að ná 2040. Við höfum líka sett okkur markmið um að fylgja Evrópusambandinu því að þar eru metnaðarfyllstu áætlanirnar í gangi,“ segir Guðmundur Ingi. „Við höfum sett metnaðarfulla áætlun í loftslagsmálum sem við erum að vinna eftir og það eru aðgerðirnar sem skipta mestu máli. En það að gefa loftslagsmálunum rými með einhverju svona finnst mér líka vera eitthvað sem að getur hjálpað umræðunni,“ bætir hann við.Fagnar átaki gegn einnota plasti En það eru fleiri verkefni sem heyra undir málaflokk ráðherrans en sem varða loftslagsbreytingar. Aukin vitundarvakning hefur orðið að undanförnu vegna plastmengunar og þeirra afleiðinga sem hún getur haft í för með sér. Umhverfisstofnun setti til að mynda nýlega af stað átak til að vekja athygli á mikilvægi þess að draga úr notkun einnota plasts en með átakinu eru landsmenn hvattir til að taka höndum saman um að hætta notkun einnota plastvara. „Við erum að horfa upp á það að þau vandamál sem hafa skapast af of mikilli plastnotkun í heiminum og framleiðslu og notkun og því að plastið endar í rauninni oft og tíðum í hafinu og er að skapa mikil vandamál þar fyrir lífríki hafsins. Við verðum að takast á við þetta bæði alþjóðlega, og þar höfum við ásamt Norðurlöndum ákveðið að hvetja til þess að það verði alþjóðlegur samningur gerður. Og það þarf líka að hlúa að þessu heima fyrir," segir Guðmundur Ingi. Þá liggur fyrir Alþingi frumvarp sem felur í sér bann við plastpokum í verslunum.En þarf ekki róttækari aðgerðir en vitundarvakningu og plastpokabann? „Jú það þarf svo sannarlega róttækari aðgerðir þar en þetta er í raun hluti af stærri heild,“ segir Guðmundur Ingi. „Það er von á að fleiri aðgerðum verði hrint í gang núna í haust og næsta vor.“Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld mátti túlka viðtal við umhverfisráðherra á þann veg að aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum lúti fyrst og fremst að aðgerðum gegn plastmengun. Áréttað skal að þar var ráðherrann að svara spurningu um afmarkaðar aðgerðir gegn plasti, en um ekki víðtækari aðgerðir stjórnvalda vegna loftslagsbreytinga. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Katrín Jakobsdóttir og Jeremy Corbyn ræddu loftslagsmál Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi um stjórnmál á vinstri vængnum, Brexit og loftslagsmál á fundi í dag með Jeremy Corbyn, leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar. Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hvetja ríkisstjórn Íslands til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum en tillaga þess efnis er einmitt til umræðu í breska þinginu. 1. maí 2019 19:30 Katrín og Sturgeon ræddu loftlagsmál og Brexit Í kvöld sitja þær heiðurskvöldverð vegna heimsóknar Katrínar þar sem íslenskir og skorskir glæpasagnahöfunar verða einnig en ráðherrarnir hafa báðar mikin áhuga á glæpasögum. 30. apríl 2019 18:15 Katrín og May funduðu í Downingstræti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti fund með Theresu May forsætisráðherra Bretlands í bústað breska forsætisráðherrans í Downingstræti 10 í dag. 2. maí 2019 15:29 Amanpour spurði Katrínu út í loftslagsmál, nauðganir og ferðamannasprengjuna Viðtal Christiane Amanpour, sjónvarpsfréttamanns hjá CNN, við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, var birt á sjónvarpsstöðinni í dag. 3. maí 2019 22:32 Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Fleiri fréttir Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sjá meira
Yfirlýsingar um neyðarástand vegna loftslagsmála eru til lítils ef ekki fylgja aðgerðir, segir umhverfisráðherra. Til greina komi að Íslendingar lýsi yfir neyðarástandi en meira þurfi til. Umræðan um loftslagsbreytingar er ofarlega á baugi en í liðinni viku lýstu bæði breska og skoska þingið yfir neyðarástandi vegna þeirrar vár sem vofir yfir vegna loftslagsbreytinga. Í opinberri heimsókn til Bretlands í vikunni gerði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra loftslagsmál að umræðuefni á fundum sínum við helstu stjórnmálaleiðtoga í Bretlandi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir enga ákvörðun hafa verið tekna um það hvort Íslendingar muni einnig lýsa yfir neyðarástandi. „Mér finnst alveg koma til greina að skoða það hvort að ríki eða sveitarfélög, Alþingi, lýsi einhverju svona yfir ef að það verður til þess að á bakvið það sé það sem í raun og veru öllu máli skiptir og eru aðgerðir,“ segir Guðmundur Ingi. Hann kveðst líta svo á að þegar hafi íslensk stjórnvöld gripið til ýmiss konar aðgerða. „Umræðan í Bretlandi snýst í rauninni í fyrsta lagi um það eigi að ná kolefnishlutleysi árið 2050, eitthvað sem að við höfum sett okkur markmið um að ná 2040. Við höfum líka sett okkur markmið um að fylgja Evrópusambandinu því að þar eru metnaðarfyllstu áætlanirnar í gangi,“ segir Guðmundur Ingi. „Við höfum sett metnaðarfulla áætlun í loftslagsmálum sem við erum að vinna eftir og það eru aðgerðirnar sem skipta mestu máli. En það að gefa loftslagsmálunum rými með einhverju svona finnst mér líka vera eitthvað sem að getur hjálpað umræðunni,“ bætir hann við.Fagnar átaki gegn einnota plasti En það eru fleiri verkefni sem heyra undir málaflokk ráðherrans en sem varða loftslagsbreytingar. Aukin vitundarvakning hefur orðið að undanförnu vegna plastmengunar og þeirra afleiðinga sem hún getur haft í för með sér. Umhverfisstofnun setti til að mynda nýlega af stað átak til að vekja athygli á mikilvægi þess að draga úr notkun einnota plasts en með átakinu eru landsmenn hvattir til að taka höndum saman um að hætta notkun einnota plastvara. „Við erum að horfa upp á það að þau vandamál sem hafa skapast af of mikilli plastnotkun í heiminum og framleiðslu og notkun og því að plastið endar í rauninni oft og tíðum í hafinu og er að skapa mikil vandamál þar fyrir lífríki hafsins. Við verðum að takast á við þetta bæði alþjóðlega, og þar höfum við ásamt Norðurlöndum ákveðið að hvetja til þess að það verði alþjóðlegur samningur gerður. Og það þarf líka að hlúa að þessu heima fyrir," segir Guðmundur Ingi. Þá liggur fyrir Alþingi frumvarp sem felur í sér bann við plastpokum í verslunum.En þarf ekki róttækari aðgerðir en vitundarvakningu og plastpokabann? „Jú það þarf svo sannarlega róttækari aðgerðir þar en þetta er í raun hluti af stærri heild,“ segir Guðmundur Ingi. „Það er von á að fleiri aðgerðum verði hrint í gang núna í haust og næsta vor.“Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld mátti túlka viðtal við umhverfisráðherra á þann veg að aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum lúti fyrst og fremst að aðgerðum gegn plastmengun. Áréttað skal að þar var ráðherrann að svara spurningu um afmarkaðar aðgerðir gegn plasti, en um ekki víðtækari aðgerðir stjórnvalda vegna loftslagsbreytinga.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Katrín Jakobsdóttir og Jeremy Corbyn ræddu loftslagsmál Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi um stjórnmál á vinstri vængnum, Brexit og loftslagsmál á fundi í dag með Jeremy Corbyn, leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar. Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hvetja ríkisstjórn Íslands til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum en tillaga þess efnis er einmitt til umræðu í breska þinginu. 1. maí 2019 19:30 Katrín og Sturgeon ræddu loftlagsmál og Brexit Í kvöld sitja þær heiðurskvöldverð vegna heimsóknar Katrínar þar sem íslenskir og skorskir glæpasagnahöfunar verða einnig en ráðherrarnir hafa báðar mikin áhuga á glæpasögum. 30. apríl 2019 18:15 Katrín og May funduðu í Downingstræti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti fund með Theresu May forsætisráðherra Bretlands í bústað breska forsætisráðherrans í Downingstræti 10 í dag. 2. maí 2019 15:29 Amanpour spurði Katrínu út í loftslagsmál, nauðganir og ferðamannasprengjuna Viðtal Christiane Amanpour, sjónvarpsfréttamanns hjá CNN, við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, var birt á sjónvarpsstöðinni í dag. 3. maí 2019 22:32 Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Fleiri fréttir Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir og Jeremy Corbyn ræddu loftslagsmál Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi um stjórnmál á vinstri vængnum, Brexit og loftslagsmál á fundi í dag með Jeremy Corbyn, leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar. Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hvetja ríkisstjórn Íslands til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum en tillaga þess efnis er einmitt til umræðu í breska þinginu. 1. maí 2019 19:30
Katrín og Sturgeon ræddu loftlagsmál og Brexit Í kvöld sitja þær heiðurskvöldverð vegna heimsóknar Katrínar þar sem íslenskir og skorskir glæpasagnahöfunar verða einnig en ráðherrarnir hafa báðar mikin áhuga á glæpasögum. 30. apríl 2019 18:15
Katrín og May funduðu í Downingstræti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti fund með Theresu May forsætisráðherra Bretlands í bústað breska forsætisráðherrans í Downingstræti 10 í dag. 2. maí 2019 15:29
Amanpour spurði Katrínu út í loftslagsmál, nauðganir og ferðamannasprengjuna Viðtal Christiane Amanpour, sjónvarpsfréttamanns hjá CNN, við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, var birt á sjónvarpsstöðinni í dag. 3. maí 2019 22:32