Saka Kínverja um að halda minnst milljón múslimum í fangabúðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. maí 2019 12:01 Loftmynd af einum hinna meintu fangabúða. Planet Labs Bandarísk yfirvöld saka nú kínversk stjórnvöld um að halda meira en milljón Uighur-múslimum í fangabúðum í Xinjiang héraði í vesturhluta Kína. Kínverjar hafa kallað búðirnar „endurmenntunarstöðvar,“ sem ætlað er að stemma stigu við uppgangi íslamskra öfgaafla. Randall Schriver, yfirmaður stefnumála Bandaríkjanna í Asíu segir hegðun Kínverja minna um margt á það sem átti sér stað í Evrópu á fjórða áratug síðustu aldar, og vísar þar til Helfararinnar, þar sem Nasistar myrtu á bilinu fimm til sex milljónir gyðinga, meðal annars í fanga- og útrýmingarbúðum. „Kínverjar notfæra sér öryggissveitir sínar til þess að fangelsa fjölda kínverskra múslima í fangabúðum,“ sagði Schriver á blaðamannafundi í Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Hann sagðist þá áætla að fjöldi múslima í haldi í búðunum gæti verið nálægt þremur milljónum. Þegar Schriver var inntur eftir svörum um af hvers vegna hann setti málið í samhengi við Helförina svaraði hann því til að það væri réttlætanlegt „í ljósi stærðargráðu málsins, þar sem okkur skilst að minnst milljón, en líklega allt að þrjár milljónir manna af tíu milljónum, séu nú í haldi.“ Uighur-múslimar eru meðal þeirra 55 minnihlutahópa sem viðurkenndir eru af kínverskum stjórnvöldum. Þeir búa langflestir í Kína en eru þó einnig nokkuð fjölmennir í Kasakstan, Úsbekistan og Kirgistan. Í frétt Guardian um málið kemur fram að einstaklingar sem áður hafi dvalið í búðunum hafi lýst hræðilegum pyntingum á hendur sér meðan á yfirheyrslum stóð. Þá hafi föngum verið gert að búa í litlum klefum með mörgum öðrum og að daglega hafi farið fram flokkspólitísk innræting sem ku hafa verið svo hrottafengin að sumir einfaldlega þoldu ekki meir og frömdu sjálfsvíg. Sendiráð Kína í Bandaríkjunum hefur ekki tjáð sig um málið. Ríkisstjóri í Xinjiang vísaði ásökunum um að starfræktar væru fangabúðir í héraðinu á bug í mars á þessu ári og sagði stofnanirnar eiga meira skylt við heimavistarskóla. Bandaríkin Kína Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Bandarísk yfirvöld saka nú kínversk stjórnvöld um að halda meira en milljón Uighur-múslimum í fangabúðum í Xinjiang héraði í vesturhluta Kína. Kínverjar hafa kallað búðirnar „endurmenntunarstöðvar,“ sem ætlað er að stemma stigu við uppgangi íslamskra öfgaafla. Randall Schriver, yfirmaður stefnumála Bandaríkjanna í Asíu segir hegðun Kínverja minna um margt á það sem átti sér stað í Evrópu á fjórða áratug síðustu aldar, og vísar þar til Helfararinnar, þar sem Nasistar myrtu á bilinu fimm til sex milljónir gyðinga, meðal annars í fanga- og útrýmingarbúðum. „Kínverjar notfæra sér öryggissveitir sínar til þess að fangelsa fjölda kínverskra múslima í fangabúðum,“ sagði Schriver á blaðamannafundi í Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Hann sagðist þá áætla að fjöldi múslima í haldi í búðunum gæti verið nálægt þremur milljónum. Þegar Schriver var inntur eftir svörum um af hvers vegna hann setti málið í samhengi við Helförina svaraði hann því til að það væri réttlætanlegt „í ljósi stærðargráðu málsins, þar sem okkur skilst að minnst milljón, en líklega allt að þrjár milljónir manna af tíu milljónum, séu nú í haldi.“ Uighur-múslimar eru meðal þeirra 55 minnihlutahópa sem viðurkenndir eru af kínverskum stjórnvöldum. Þeir búa langflestir í Kína en eru þó einnig nokkuð fjölmennir í Kasakstan, Úsbekistan og Kirgistan. Í frétt Guardian um málið kemur fram að einstaklingar sem áður hafi dvalið í búðunum hafi lýst hræðilegum pyntingum á hendur sér meðan á yfirheyrslum stóð. Þá hafi föngum verið gert að búa í litlum klefum með mörgum öðrum og að daglega hafi farið fram flokkspólitísk innræting sem ku hafa verið svo hrottafengin að sumir einfaldlega þoldu ekki meir og frömdu sjálfsvíg. Sendiráð Kína í Bandaríkjunum hefur ekki tjáð sig um málið. Ríkisstjóri í Xinjiang vísaði ásökunum um að starfræktar væru fangabúðir í héraðinu á bug í mars á þessu ári og sagði stofnanirnar eiga meira skylt við heimavistarskóla.
Bandaríkin Kína Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira