Jóhann Helgason segir ekkert óvænt í rökum mótaðilanna Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. maí 2019 08:00 Jóhann Helgason segir ekkert nýtt í rökum lögmanna andstæðinga sinna fyrir dómi í Los Angeles. Fréttablaðið/Eyþór „Þetta er það sem við bjuggumst við. Það er ekkert annað sem þeir geta reynt að nýta sér,“ segir Jóhann Helgason tónlistarmaður um rök lögmanna stórfyrirtækja sem Jóhann hefur stefnt í Bandaríkjunum vegna meints stuldar á laginu Söknuði. Í Fréttablaðinu í gær var vitnað í ný málsskjöl fyrir alríkisdómstóli í Los Angeles. Þar vill Jóhann fá viðurkennt að lagið You Raise Me Up eftir Norðmanninn Rolf LØvland frá árinu 2001 sé stolið úr laginu Söknuði sem Jóhann samdi og kom út á plötu 1977. Í nýja skjalinu er að finna bæði sjónarmið lögmanns Jóhanns og rök lögmanna hluta þeirra sem hann stefnir í málinu. Meðal annars kemur fram í umræddu skjali að lögmenn tónlistarfyrirtækja sem stefnt er segjast munu halda því fram við rekstur málsins að lögin Söknuður og You Raise Me Up séu bæði byggð á eldri lögum, sérstaklega írska þjóðlaginu Danny Boy. Engin þau líkindi séu með lögunum tveimur sem komi nálægt því að jafngilda stuldi á Söknuði. „Þeir eru kræfir og það er náttúrlega ákveðinn hroki og rangfærslur í ýmsu hjá þeim,“ segir Jóhann sem kveðst sjálfur aldrei hafa tengt Söknuð við Danny Boy. Það hafi fyrst verið gert er hann leitaði til norrænu höfundarréttarsamtakanna 2004. „Það hafði aldrei hvarflað að mér og það á við um marga. Tónlistargreinendur sem gert hafa mat á lögunum segja að þau sé líkari hvort öðru heldur en lík Danny Boy enda hljómar Danny Boy allt öðru vísi en þessi lög.“ Fram kom í Fréttablaðinu í gær að ekki hefði náðst að birta Rolf LØvland stefnu í málinu. Samkvæmt lögmanni Jóhanns hefur norski tónlistarmaðurinn í tvígang endursent stefnu sem hann hefur fengið óundirritaða. „Það voru einmitt tilmæli frá dómaranum í upphafi að menn væru ekki með neitt svona sem tefði og byggi til kostnað en það er það sem hann er að gera,“ segir Jóhann um viðbrögð LØvlands í málinu. Enn er að unnið að því að birta LØvland stefnuna. Lögmenn tónlistarfyrirtækjanna gera athugasemd við að Jóhann hafi „valið“ að bíða í mörg ár með stefnuna. You Raise Me Up kom út 2001 og varð heimsfrægt árið 2003. „Það er dálítið skrítið því í stefnunni kemur fram að málið hafi strandað á fjármögnun á sínum tíma. Þeir vita það þannig að þeir eru að fara með rangt mál,“ svarar Jóhann þessu atriði. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær eiga lögmenn málsaðila að mæta fyrir dómara í Los Angeles næstkomandi föstudag. Þá á að ræða umgjörð og dagskrá málsins í framhaldinu. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tónlist Tengdar fréttir Hafnar því að Söknuður byggi á Danny Boy Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans "Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. 3. maí 2019 22:03 Dregið í efa að Jóhann hafi samið Söknuð Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í Bandaríkjunum vegna meints stuldar á laginu Söknuði með útgáfu á laginu You Raise Me Up segja bæði lögin byggð á írska þjóðlaginu Danny Boy og boða kröfu um frávísun. 3. maí 2019 06:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
„Þetta er það sem við bjuggumst við. Það er ekkert annað sem þeir geta reynt að nýta sér,“ segir Jóhann Helgason tónlistarmaður um rök lögmanna stórfyrirtækja sem Jóhann hefur stefnt í Bandaríkjunum vegna meints stuldar á laginu Söknuði. Í Fréttablaðinu í gær var vitnað í ný málsskjöl fyrir alríkisdómstóli í Los Angeles. Þar vill Jóhann fá viðurkennt að lagið You Raise Me Up eftir Norðmanninn Rolf LØvland frá árinu 2001 sé stolið úr laginu Söknuði sem Jóhann samdi og kom út á plötu 1977. Í nýja skjalinu er að finna bæði sjónarmið lögmanns Jóhanns og rök lögmanna hluta þeirra sem hann stefnir í málinu. Meðal annars kemur fram í umræddu skjali að lögmenn tónlistarfyrirtækja sem stefnt er segjast munu halda því fram við rekstur málsins að lögin Söknuður og You Raise Me Up séu bæði byggð á eldri lögum, sérstaklega írska þjóðlaginu Danny Boy. Engin þau líkindi séu með lögunum tveimur sem komi nálægt því að jafngilda stuldi á Söknuði. „Þeir eru kræfir og það er náttúrlega ákveðinn hroki og rangfærslur í ýmsu hjá þeim,“ segir Jóhann sem kveðst sjálfur aldrei hafa tengt Söknuð við Danny Boy. Það hafi fyrst verið gert er hann leitaði til norrænu höfundarréttarsamtakanna 2004. „Það hafði aldrei hvarflað að mér og það á við um marga. Tónlistargreinendur sem gert hafa mat á lögunum segja að þau sé líkari hvort öðru heldur en lík Danny Boy enda hljómar Danny Boy allt öðru vísi en þessi lög.“ Fram kom í Fréttablaðinu í gær að ekki hefði náðst að birta Rolf LØvland stefnu í málinu. Samkvæmt lögmanni Jóhanns hefur norski tónlistarmaðurinn í tvígang endursent stefnu sem hann hefur fengið óundirritaða. „Það voru einmitt tilmæli frá dómaranum í upphafi að menn væru ekki með neitt svona sem tefði og byggi til kostnað en það er það sem hann er að gera,“ segir Jóhann um viðbrögð LØvlands í málinu. Enn er að unnið að því að birta LØvland stefnuna. Lögmenn tónlistarfyrirtækjanna gera athugasemd við að Jóhann hafi „valið“ að bíða í mörg ár með stefnuna. You Raise Me Up kom út 2001 og varð heimsfrægt árið 2003. „Það er dálítið skrítið því í stefnunni kemur fram að málið hafi strandað á fjármögnun á sínum tíma. Þeir vita það þannig að þeir eru að fara með rangt mál,“ svarar Jóhann þessu atriði. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær eiga lögmenn málsaðila að mæta fyrir dómara í Los Angeles næstkomandi föstudag. Þá á að ræða umgjörð og dagskrá málsins í framhaldinu.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tónlist Tengdar fréttir Hafnar því að Söknuður byggi á Danny Boy Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans "Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. 3. maí 2019 22:03 Dregið í efa að Jóhann hafi samið Söknuð Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í Bandaríkjunum vegna meints stuldar á laginu Söknuði með útgáfu á laginu You Raise Me Up segja bæði lögin byggð á írska þjóðlaginu Danny Boy og boða kröfu um frávísun. 3. maí 2019 06:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Hafnar því að Söknuður byggi á Danny Boy Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans "Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. 3. maí 2019 22:03
Dregið í efa að Jóhann hafi samið Söknuð Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í Bandaríkjunum vegna meints stuldar á laginu Söknuði með útgáfu á laginu You Raise Me Up segja bæði lögin byggð á írska þjóðlaginu Danny Boy og boða kröfu um frávísun. 3. maí 2019 06:00