Gapastokkurinn Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 4. maí 2019 09:00 Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar dómsmálaráðherra um að meiðyrði varði ekki lengur opinberum refsingum er framfaramál. Þar með er verið að aðlaga meiðyrðalöggjöfina að ríkjandi túlkun á tjáningarfrelsi og einnig er verið að tryggja að þeir sem verða fyrir meiðyrðum geti sótt rétt sinn. Tjáningarfrelsið er hornsteinn lýðræðisins og eitt af því sem aðgreinir okkur frá einræðisríkjunum. Þar er hægt að refsa fólki fyrir skoðanir og ummæli með fangelsisvist og öðrum opinberum refsingum og varla hægt að ímynda sér neitt jafn þrúgandi eins og að geta ekki tjáð hug sinn. En tjáningarfrelsið verður ekki bara varið með lögum og reglum. Menning og tíðarandi skiptir máli. Því miður er farið að bera á því að einstakir hópar eru í raun farnir að ritstýra opinberri umræðu í landinu. Ofsafengin viðbrögð t.d. á netinu við ummælum eru til þess fallin að draga úr áhuga fólks til að tjá sig um málefni líðandi stundar. Vanalega er þessi ritskoðun færð í búning hinnar upplýstu umræðu, viðkomandi nær ekki upp í nef sér fyrir hneykslan og hinn „seki“ er kallaður öllum illum nöfnum, gerðar upp hinar verstu hvatir, gott ef viðkomandi er ekki gjörspillt handbendi o.s.frv. Verst er kannski að það skiptir máli hver segir hvað. Hinir og þessir eiga ekkert með að tjá sig um ákveðin málefni, nota ekki réttu hugtökin eða eru ekki á réttum aldri eða af réttu kyni. Ég ætla ekki að nefna dæmi, þið þekkið þetta úr umræðunni. En með öðrum orðum: einræðisstjórnir setja þegna sína í fangelsi fyrir rangar skoðanir, við setjum hvert annað í opinberan gapastokk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar dómsmálaráðherra um að meiðyrði varði ekki lengur opinberum refsingum er framfaramál. Þar með er verið að aðlaga meiðyrðalöggjöfina að ríkjandi túlkun á tjáningarfrelsi og einnig er verið að tryggja að þeir sem verða fyrir meiðyrðum geti sótt rétt sinn. Tjáningarfrelsið er hornsteinn lýðræðisins og eitt af því sem aðgreinir okkur frá einræðisríkjunum. Þar er hægt að refsa fólki fyrir skoðanir og ummæli með fangelsisvist og öðrum opinberum refsingum og varla hægt að ímynda sér neitt jafn þrúgandi eins og að geta ekki tjáð hug sinn. En tjáningarfrelsið verður ekki bara varið með lögum og reglum. Menning og tíðarandi skiptir máli. Því miður er farið að bera á því að einstakir hópar eru í raun farnir að ritstýra opinberri umræðu í landinu. Ofsafengin viðbrögð t.d. á netinu við ummælum eru til þess fallin að draga úr áhuga fólks til að tjá sig um málefni líðandi stundar. Vanalega er þessi ritskoðun færð í búning hinnar upplýstu umræðu, viðkomandi nær ekki upp í nef sér fyrir hneykslan og hinn „seki“ er kallaður öllum illum nöfnum, gerðar upp hinar verstu hvatir, gott ef viðkomandi er ekki gjörspillt handbendi o.s.frv. Verst er kannski að það skiptir máli hver segir hvað. Hinir og þessir eiga ekkert með að tjá sig um ákveðin málefni, nota ekki réttu hugtökin eða eru ekki á réttum aldri eða af réttu kyni. Ég ætla ekki að nefna dæmi, þið þekkið þetta úr umræðunni. En með öðrum orðum: einræðisstjórnir setja þegna sína í fangelsi fyrir rangar skoðanir, við setjum hvert annað í opinberan gapastokk.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun