Hafa áhyggjur af auknum umsvifum Kínverja á norðurslóðum Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2019 12:00 Ísbrjóturinn Xuelong við bryggju eftir níundu ferðina á norðurskautið. Vísir/getty Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur varað við auknum hernaðarumsvifum Kínverja á norðurskautinu og uppbyggingu þeirra á kafbátum sem borið geta kjarnorkuvopn. Þá mótmæla Bandaríkin því að ríki eins og Kína, sem séu ekki aðilar að Norðurskautsráðinu krefjist þess að fá að koma að stefnumótun fyrir svæðið. Í nýrri skýrslu hernaðaryfirvalda Bandaríkjanna í Pentagon segir að ríki í Norðurskautsráðinu hafi lýst yfir áhyggjum af aukinni getu og afskiptum yfirvalda Kína af norðurskautinu. Um er að ræða skýrslu sem unnin er árlega og fjallar um þróun hernaðarmála í Kína.Í skýrslunni er vísað til þess að Kína hafi orðið áheyrnarfulltrúi í Norðurskautsráðinu árið 2013. Þá hafi ríkið gefið út sérstaka norðurskautsstefnu árið 2018 þar sem Kína er skilgreint sem „næstum því Norðurskautsríki“ og fram kemur að Kína hafi mikla hagsmuni varðandi nýtingu auðlinda og samgönguleiða á norðurskautinu. Stefna þessi ber nafnið „Silkivegur pólsins“ og er þar að auki vísað til rannsóknarstöðva ríkisins á Íslandi og Noregi sem mikilvæga liði í framþróun stefnu þessarar. Þar er verið að ræða um norðurljósarannsóknarstöð Kínverja á Kárhóli í Reykjadal sem opnuð var í lok síðasta árs. Silkivegurinn var forn viðskiptaleið á milli Kína og Mið-Austurlanda.Hafna því að önnur ríki komi að stefnumótun Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna segja borgaralegar rannsóknir Kínverja gætu stutt við og styrkt hernaðaraðgerðir þeirra á norðurskautinu og þar á meðal gæti slíkar aðgerðir falið í sér að koma áðurnefndum kjarnorkukafbátum fyrir á norðurskautinu. Meðal annars hafa Kínverjar lýst yfir vilja til að byggja rannsóknarstöð á Grænlandi og jafnvel flugvelli. Háttsettur ónafngreindur embættismaður hjá Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði í gær að Bandaríkin höfnuðu því að ríki, sem séu ekki við norðurskautið, komi að stefnumótun svæðisins með nokkrum hætti. „Átta ríki Norðurskautsráðsins sjá um stefnumótun svæðisins og við höfnum öllum tilraunum ríkja sem ekki eru í ráðinu til að krefjast aðkomu að þeirri stefnumótun,“ hefur Reuters eftir áðurnefndum embættismanni.Norðurskautaráðið mun funda í Finnlandi í næstu viku. Auk Íslands og Bandaríkjanna, eru Kanada, Rússland, Finnland, Noregur, Danmörk og Svíþjóð í ráðinu. Kína, Indland, Suður-Kórea, Singapúr, Ítalía og Japan eru áheyrnarfulltrúar. „Áheyrnarfulltrúar hafa hagsmuna að gæta, en til dæmis vitum við að Kínverjar skilgreina sig stundum sem „næstum því Norðurskautsríki“ og það er engin slík skilgreining til hjá ráðinu.“ Norðurskautið hefur orðið sífellt mikilvægara með tilliti til þess að hafís er að horfa og áætlað er að um 15 til 30 prósent af ónýttri olíu og gasi á jörðinni megi finna á hafsbotni undir þeim hafís. Þá er einnig útlit fyrir að nýjar skipaleiðir geti opnast allan ársins hring.Hér má sjá umfjöllun South China Morning Post um siglingaleiðir á norðurskautinu.Kínverjar hafa fjárfest gífurlega í námufyrirtækjum á svæðinu og hafa yfirvöld Í Danmörku lýst yfir áhyggjum af ætlunum Kínverja í Grænlandi. Rússar hafa á sama tíma verið að dæla peningum á svæðið, enduropnað gamlar herstöðvar og byggt nýjar.Blaðamenn Defense One, sem fjalla um varnarmál Bandaríkjanna, segja að aukin umsvif Kína á norðurskautinu gæti leitt til deilna á milli þeirra og Rússa. Hingað til hafi yfirvöld Rússlands haldið því fastlega fram að engir erlendir ísbrjótar verði notaðir við siglingaleiðir norðan af Rússlandi. Það sé mikilvægt fyrir þjóðaröryggi Rússlands að stjórna þeim leiðum.Kínverjar reka hins vegar tvo ísbrjóta og hafa sent einn þeirra níu sinnum til norðurskautsins og hafa þar að auki fyrirskipað byggingu herskipa sem er sérstaklega ætluð norðurskautinu. Aukin umsvif þeirra á Norðurskautin gætu vakið áhyggjur í Moskvu. Ríkin tvö eru þó að vinna að byggingu pípuleiðslu frá Rússlandi til Kína og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir áhuga á frekari samvinnu ríkjanna varðandi skipaflutninga og viðskipti á norðurslóðum.Hafa áhyggjur af aukinni hernaðargetu Kína Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sífellt meiri áhyggjur af hernaðaruppbyggingu Kínverja sem hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna segja þó að líklegast mörg ár séu í að Kínverjar geti náð hernaðaryfirburðum Bandaríkjanna og þá sérstaklega vegna þess hve óreyndur herafli Kína sé.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninum Í byrjun síðasta árs opinberaði Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna nýja varnarstefnu sem snýst um að Bandaríkin ætli að leggja minni áherslu á stríðið gegn hryðjuverkum og leggja meira kapp í að sporna gegn vaxandi mætti Kína og Rússlands. Bandaríkin Danmörk Finnland Grænland Kanada Kína Norðurslóðir Noregur Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur varað við auknum hernaðarumsvifum Kínverja á norðurskautinu og uppbyggingu þeirra á kafbátum sem borið geta kjarnorkuvopn. Þá mótmæla Bandaríkin því að ríki eins og Kína, sem séu ekki aðilar að Norðurskautsráðinu krefjist þess að fá að koma að stefnumótun fyrir svæðið. Í nýrri skýrslu hernaðaryfirvalda Bandaríkjanna í Pentagon segir að ríki í Norðurskautsráðinu hafi lýst yfir áhyggjum af aukinni getu og afskiptum yfirvalda Kína af norðurskautinu. Um er að ræða skýrslu sem unnin er árlega og fjallar um þróun hernaðarmála í Kína.Í skýrslunni er vísað til þess að Kína hafi orðið áheyrnarfulltrúi í Norðurskautsráðinu árið 2013. Þá hafi ríkið gefið út sérstaka norðurskautsstefnu árið 2018 þar sem Kína er skilgreint sem „næstum því Norðurskautsríki“ og fram kemur að Kína hafi mikla hagsmuni varðandi nýtingu auðlinda og samgönguleiða á norðurskautinu. Stefna þessi ber nafnið „Silkivegur pólsins“ og er þar að auki vísað til rannsóknarstöðva ríkisins á Íslandi og Noregi sem mikilvæga liði í framþróun stefnu þessarar. Þar er verið að ræða um norðurljósarannsóknarstöð Kínverja á Kárhóli í Reykjadal sem opnuð var í lok síðasta árs. Silkivegurinn var forn viðskiptaleið á milli Kína og Mið-Austurlanda.Hafna því að önnur ríki komi að stefnumótun Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna segja borgaralegar rannsóknir Kínverja gætu stutt við og styrkt hernaðaraðgerðir þeirra á norðurskautinu og þar á meðal gæti slíkar aðgerðir falið í sér að koma áðurnefndum kjarnorkukafbátum fyrir á norðurskautinu. Meðal annars hafa Kínverjar lýst yfir vilja til að byggja rannsóknarstöð á Grænlandi og jafnvel flugvelli. Háttsettur ónafngreindur embættismaður hjá Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði í gær að Bandaríkin höfnuðu því að ríki, sem séu ekki við norðurskautið, komi að stefnumótun svæðisins með nokkrum hætti. „Átta ríki Norðurskautsráðsins sjá um stefnumótun svæðisins og við höfnum öllum tilraunum ríkja sem ekki eru í ráðinu til að krefjast aðkomu að þeirri stefnumótun,“ hefur Reuters eftir áðurnefndum embættismanni.Norðurskautaráðið mun funda í Finnlandi í næstu viku. Auk Íslands og Bandaríkjanna, eru Kanada, Rússland, Finnland, Noregur, Danmörk og Svíþjóð í ráðinu. Kína, Indland, Suður-Kórea, Singapúr, Ítalía og Japan eru áheyrnarfulltrúar. „Áheyrnarfulltrúar hafa hagsmuna að gæta, en til dæmis vitum við að Kínverjar skilgreina sig stundum sem „næstum því Norðurskautsríki“ og það er engin slík skilgreining til hjá ráðinu.“ Norðurskautið hefur orðið sífellt mikilvægara með tilliti til þess að hafís er að horfa og áætlað er að um 15 til 30 prósent af ónýttri olíu og gasi á jörðinni megi finna á hafsbotni undir þeim hafís. Þá er einnig útlit fyrir að nýjar skipaleiðir geti opnast allan ársins hring.Hér má sjá umfjöllun South China Morning Post um siglingaleiðir á norðurskautinu.Kínverjar hafa fjárfest gífurlega í námufyrirtækjum á svæðinu og hafa yfirvöld Í Danmörku lýst yfir áhyggjum af ætlunum Kínverja í Grænlandi. Rússar hafa á sama tíma verið að dæla peningum á svæðið, enduropnað gamlar herstöðvar og byggt nýjar.Blaðamenn Defense One, sem fjalla um varnarmál Bandaríkjanna, segja að aukin umsvif Kína á norðurskautinu gæti leitt til deilna á milli þeirra og Rússa. Hingað til hafi yfirvöld Rússlands haldið því fastlega fram að engir erlendir ísbrjótar verði notaðir við siglingaleiðir norðan af Rússlandi. Það sé mikilvægt fyrir þjóðaröryggi Rússlands að stjórna þeim leiðum.Kínverjar reka hins vegar tvo ísbrjóta og hafa sent einn þeirra níu sinnum til norðurskautsins og hafa þar að auki fyrirskipað byggingu herskipa sem er sérstaklega ætluð norðurskautinu. Aukin umsvif þeirra á Norðurskautin gætu vakið áhyggjur í Moskvu. Ríkin tvö eru þó að vinna að byggingu pípuleiðslu frá Rússlandi til Kína og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir áhuga á frekari samvinnu ríkjanna varðandi skipaflutninga og viðskipti á norðurslóðum.Hafa áhyggjur af aukinni hernaðargetu Kína Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sífellt meiri áhyggjur af hernaðaruppbyggingu Kínverja sem hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna segja þó að líklegast mörg ár séu í að Kínverjar geti náð hernaðaryfirburðum Bandaríkjanna og þá sérstaklega vegna þess hve óreyndur herafli Kína sé.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninum Í byrjun síðasta árs opinberaði Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna nýja varnarstefnu sem snýst um að Bandaríkin ætli að leggja minni áherslu á stríðið gegn hryðjuverkum og leggja meira kapp í að sporna gegn vaxandi mætti Kína og Rússlands.
Bandaríkin Danmörk Finnland Grænland Kanada Kína Norðurslóðir Noregur Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira