Arsenal hálfa leið í úrslitin Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. maí 2019 21:00 Lacazette og Aubameyang skoruðu fyrir Arsenal í kvöld vísir/getty Arsenal fór langt með að tryggja sér sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir tveggja marka sigur á Valencia á Emirates vellinum í Lundúnum. Spænsku gestirnir komust yfir snemma leiks, Mouctar Diakhaby skoraði á 11. mínútu eftir slæman varnarleik hjá Skyttunum í hornspyrnu. Heimamenn voru hins vegar ekki lengi að jafna leikinn. Neto fór út úr marki Valencia til þess að mæta Pierre-Emerick Aubameyang en í staðinn náði Aubameyang að senda boltann fyrir markið þar sem Alezandre Lacazette þurfti bara að stýra honum í tómt netið. Frakkinn var svo aftur á ferðinni á 26. mínútu þegar hann skallaði boltann í netið og kom Arsenal yfir. Markið skrifast þó frekar á Neto í markinu sem gerði önnur dýr mistök. Lacazette á lausan skalla beint á Neto en markmaðurinn slær boltann upp í þverslána og þaðan fór hann inn fyrir línuna. Eftir fjörugan fyrri hálfleik höfðu mörkin hægar um sig í þeim seinni og það var ekki fyrr en í uppbótartíma leiksins þegar Aubameyang skoraði hið langþráða þriðja mark. Lacazette, sem hafði fengið urmull af færum í leiknum, átti skot sem Neto náði að klóra út úr markinu en Sead Kolasinac nær að koma boltanum á Aubameyang sem hamraði boltann í netið. Leiknum lauk með 3-1 sigri Arsenal sem fer með tveggja marka forskot inn í seinni leikinn. Valencia náði þó í mikilvægt útivallarmark. Evrópudeild UEFA
Arsenal fór langt með að tryggja sér sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir tveggja marka sigur á Valencia á Emirates vellinum í Lundúnum. Spænsku gestirnir komust yfir snemma leiks, Mouctar Diakhaby skoraði á 11. mínútu eftir slæman varnarleik hjá Skyttunum í hornspyrnu. Heimamenn voru hins vegar ekki lengi að jafna leikinn. Neto fór út úr marki Valencia til þess að mæta Pierre-Emerick Aubameyang en í staðinn náði Aubameyang að senda boltann fyrir markið þar sem Alezandre Lacazette þurfti bara að stýra honum í tómt netið. Frakkinn var svo aftur á ferðinni á 26. mínútu þegar hann skallaði boltann í netið og kom Arsenal yfir. Markið skrifast þó frekar á Neto í markinu sem gerði önnur dýr mistök. Lacazette á lausan skalla beint á Neto en markmaðurinn slær boltann upp í þverslána og þaðan fór hann inn fyrir línuna. Eftir fjörugan fyrri hálfleik höfðu mörkin hægar um sig í þeim seinni og það var ekki fyrr en í uppbótartíma leiksins þegar Aubameyang skoraði hið langþráða þriðja mark. Lacazette, sem hafði fengið urmull af færum í leiknum, átti skot sem Neto náði að klóra út úr markinu en Sead Kolasinac nær að koma boltanum á Aubameyang sem hamraði boltann í netið. Leiknum lauk með 3-1 sigri Arsenal sem fer með tveggja marka forskot inn í seinni leikinn. Valencia náði þó í mikilvægt útivallarmark.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“