Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 75-80 | Heima er ekki best Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. maí 2019 22:45 vísir/vilhelm KR og ÍR munu kljást um Íslandsmeistaratitilinn í oddaleik í DHL-höllinni á laugardagskvöld. Það var ljóst eftir að KR hafði betur gegn ÍR í fjórða leik liðanna í rimmunni í kvöld. Þar með vann útiliðið í fjórða sinn í jafn mörgum leikjum í úrslitaeinvíginu. ÍR-ingar naga sig sjálfsagt í handabakið að hafa ekki náð í fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn í 42 ár á heimavelli sínum, fyrir framan troðfullt hús áhorfenda. KR hafði lengst af undirtökin í kvöld en kröftug byrjun gestanna gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi. KR fór illa að ráði sínu í síðasta leik og það sást á leikmönnum frá fyrstu mínútu að þeir ætluðu sér að bæta fyrir það. ÍR-ingar hafa þó margsinnis sýnt í úrslitakeppninni að þeir gefast aldrei upp og eru aldrei langt undan. Og ÍR náði undirtökunum í leiknum um skamman tíma í þriðja leikhluta. En þá náði KR að herða tökin í varnarleiknum og loka á áhlaup heimamanna. Þrátt fyrir að KR hafi verið skrefi á undan í fjórða leikhluta var spenna í leiknum allt til enda. ÍR minnkaði muninn í tvö stig á lokamínútunni en nær komust heimamenn ekki.Af hverju vann KR? KR sýndi hversu sterka liðsheild liðið er með. Pavel Ermolinskij spilaði ekkert með í kvöld vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í síðasta leik liðanna en eins og áður virtist meiðsli lykilmanna aðeins þjappa öðrum saman. Kristófer Acox átti stórleik í kvöld en það var innkoma Finns Atla Magnússonar af bekknum sem skipti ekki síður miklu máli, en Finnur nýtti fjögur af fimm þriggja stiga skotunum sínum. KR-ingar voru grimmir í kvöld, sérstaklega í vörn, sem lagði grunninn að sigrinum í kvöld.Hverjir stóðu upp úr? Kristófer skoraði átjan stig og tók sjö fráköst. Hann var lykilmaður í liði KR í kvöld á báðum endum vallarins. Þá var innkoma Finns Atla mikilvæg, sem fyrr segir.Hvað gekk illa? ÍR-ingar hittu illa að utan í kvöld og þurftu að leita inn í teig, sem gekk á köflum erfiðlega. ÍR-ingar tóku mun fleiri fráköst í kvöld (49-33) en þeir refsuðu KR-ingum ekki fyrir. Það var tækifæri fyrir ÍR í kvöld að klára einvígið en það nýttu þeir ekki.Hvað gerist næst? Það er einn leikur eftir á tímabilinu og hann fer fram í DHL-höllinni á laugardagskvöldið. Án nokkurs vafa einn stærsti körfuboltaleikur Íslands síðari ár.ÍR-KR 75-80 (18-29, 23-14, 19-18, 15-19) ÍR: Kevin Capers 17/8 fráköst/9 stoðsendingar, Matthías Orri Sigurðarson 17, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/6 fráköst, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 8/7 fráköst, Trausti Eiríksson 7/10 fráköst, Gerald Robinson 6/6 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 4/5 fráköst, Daði Berg Grétarsson 2, Hákon Örn Hjálmarsson 2.KR: Kristófer Acox 18/7 fráköst, Finnur Atli Magnússon 15, Björn Kristjánsson 14, Julian Boyd 12/8 fráköst/5 stoðsendingar, Michele Christopher Di Nunno 12, Jón Arnór Stefánsson 9/5 stoðsendingar. Finnur Atli: Ekkert víst að ég myndi spila í veturFinnur Atli (7) fagnar með sínu fólki í kvöld.Vísir/DaníelFinnur Atli Magnússon var óvænt hetja KR-inga í Seljaskóla í kvöld, þegar hans menn tryggðu sér oddaleik í úrslitaeinvíginu gegn KR. KR vann leikinn, 80-75, og Finnur Atli var næststigahæstur í liði KR með fimmtán stig. Hann setti niður fjögur af fimm þriggja stiga skotum sínum í leiknum. „Þetta er draumi líkast. Strákarnir segja alltaf við mig að þegar ég kem inn á þá eigi ég bara að vera óhræddur við að skjóta og það er það sem ég gerði í kvöld. Ekkert að vera hugsa um það, láta það bara flakka.“ Hann segir mikilvægt að fyrsta skotið hafi farið niður strax þegar hann kom inn á í fyrsta leikhluta. „Það er mikilvægt að komast strax í takt við leikinn. Maður þurfti bara að vera tilbúinn.“ Finnur kom til KR um miðjan nóvember en konan hans, Helena Sverrisdóttir, hafði verið atvinnumaður í Ungverjalandi. Hún gekk í raðir Vals en Finnur Atli samdi við KR. „Það var ekkert endilega víst að ég ætlaði að vera með. Ég byrjaði í B-liðinu og fannst gaman. Út frá því fékk ég að hlaupa með A-liðinu og þetta hefur þróast út frá því.“ „Síðan á maður einn góðan leik og maður heldur kannski að maður sé kominn í róteringu í liðinu. En svo fær maður ekkert að spila í næsta leik. Það pirraði mann auðvitað en maður heldur áfram og hefur gaman að þessu. Það er mikilvægt.“ Og Finnur Atli er spenntur fyrir laugardeginum. „Þetta verður geðveikt,“ sagði hann og brosti. Matthías: Getum ekki farið að guggna á þessu núnaMatthías Orri SigurðarsonVísir/DaníelMatthías Orri Sigurðarson var sársvekktur eftir tapið fyrir KR í Seljaskóla í kvöld. „Það er slæm tilfinning í mér núna. En við vorum bara ekki nógu góðir í dag og þeir almennt betri í lengri tíma,“ sagði Matthías. „Það er ekki nóg að vera góðir í tíu mínútur eins og við vorum í dag.“ Matthías segir að vörn KR-inga hafi verið erfið fyrir hans menn. „Þeir spiluðu frábærlega í vörn. Þeir hreyfðu líka boltann mjög vel í sókn og fengu dýrmætt framlag frá strákunum á bekknum sínum. Það skiptir miklu máli að fá stigin frá Finni Atla eins og fleirum.“ „En oft á tíðum skelltu þeir í lás í vörn og við áttum því miður ekki nógu mikil svör við því. Við þurfum að finna betri leiðir til að vinna á því á laugardaginn.“ Matthías segir eðlilegt að það sé meiri ákefð í leikjunum eftir því sem líður á úrslitaeinvígið enda meira í húfi. „Þegar nær dregur titlinum er meira undir. En við getum ekkert farið að guggna á því. Við höfum verið að spila jafna leiki í allan vetur og erum vanalega góðir í því.“ „Ég er því mjög svekktur að hafa ekki klárað leikinn út af því, sérstaklega af því að það var lítið skorað. Oftast klárum við þannig leiki. Ég hefði líka viljað klára þennan leik á heimavelli og fagna með okkar stuðningsmönnum hér.“ Matthías segir þó ljóst að hans menn ætli ekki að dvelja lengi við tapið í kvöld. „Við höfum verið að vinna oddaleikina og við höfum verið að vinna útileikina. Við komum fullir sjálfstrausts inn í leikinn á laugardaginn og ætlum að negla á þá.“ Dominos-deild karla
KR og ÍR munu kljást um Íslandsmeistaratitilinn í oddaleik í DHL-höllinni á laugardagskvöld. Það var ljóst eftir að KR hafði betur gegn ÍR í fjórða leik liðanna í rimmunni í kvöld. Þar með vann útiliðið í fjórða sinn í jafn mörgum leikjum í úrslitaeinvíginu. ÍR-ingar naga sig sjálfsagt í handabakið að hafa ekki náð í fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn í 42 ár á heimavelli sínum, fyrir framan troðfullt hús áhorfenda. KR hafði lengst af undirtökin í kvöld en kröftug byrjun gestanna gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi. KR fór illa að ráði sínu í síðasta leik og það sást á leikmönnum frá fyrstu mínútu að þeir ætluðu sér að bæta fyrir það. ÍR-ingar hafa þó margsinnis sýnt í úrslitakeppninni að þeir gefast aldrei upp og eru aldrei langt undan. Og ÍR náði undirtökunum í leiknum um skamman tíma í þriðja leikhluta. En þá náði KR að herða tökin í varnarleiknum og loka á áhlaup heimamanna. Þrátt fyrir að KR hafi verið skrefi á undan í fjórða leikhluta var spenna í leiknum allt til enda. ÍR minnkaði muninn í tvö stig á lokamínútunni en nær komust heimamenn ekki.Af hverju vann KR? KR sýndi hversu sterka liðsheild liðið er með. Pavel Ermolinskij spilaði ekkert með í kvöld vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í síðasta leik liðanna en eins og áður virtist meiðsli lykilmanna aðeins þjappa öðrum saman. Kristófer Acox átti stórleik í kvöld en það var innkoma Finns Atla Magnússonar af bekknum sem skipti ekki síður miklu máli, en Finnur nýtti fjögur af fimm þriggja stiga skotunum sínum. KR-ingar voru grimmir í kvöld, sérstaklega í vörn, sem lagði grunninn að sigrinum í kvöld.Hverjir stóðu upp úr? Kristófer skoraði átjan stig og tók sjö fráköst. Hann var lykilmaður í liði KR í kvöld á báðum endum vallarins. Þá var innkoma Finns Atla mikilvæg, sem fyrr segir.Hvað gekk illa? ÍR-ingar hittu illa að utan í kvöld og þurftu að leita inn í teig, sem gekk á köflum erfiðlega. ÍR-ingar tóku mun fleiri fráköst í kvöld (49-33) en þeir refsuðu KR-ingum ekki fyrir. Það var tækifæri fyrir ÍR í kvöld að klára einvígið en það nýttu þeir ekki.Hvað gerist næst? Það er einn leikur eftir á tímabilinu og hann fer fram í DHL-höllinni á laugardagskvöldið. Án nokkurs vafa einn stærsti körfuboltaleikur Íslands síðari ár.ÍR-KR 75-80 (18-29, 23-14, 19-18, 15-19) ÍR: Kevin Capers 17/8 fráköst/9 stoðsendingar, Matthías Orri Sigurðarson 17, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/6 fráköst, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 8/7 fráköst, Trausti Eiríksson 7/10 fráköst, Gerald Robinson 6/6 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 4/5 fráköst, Daði Berg Grétarsson 2, Hákon Örn Hjálmarsson 2.KR: Kristófer Acox 18/7 fráköst, Finnur Atli Magnússon 15, Björn Kristjánsson 14, Julian Boyd 12/8 fráköst/5 stoðsendingar, Michele Christopher Di Nunno 12, Jón Arnór Stefánsson 9/5 stoðsendingar. Finnur Atli: Ekkert víst að ég myndi spila í veturFinnur Atli (7) fagnar með sínu fólki í kvöld.Vísir/DaníelFinnur Atli Magnússon var óvænt hetja KR-inga í Seljaskóla í kvöld, þegar hans menn tryggðu sér oddaleik í úrslitaeinvíginu gegn KR. KR vann leikinn, 80-75, og Finnur Atli var næststigahæstur í liði KR með fimmtán stig. Hann setti niður fjögur af fimm þriggja stiga skotum sínum í leiknum. „Þetta er draumi líkast. Strákarnir segja alltaf við mig að þegar ég kem inn á þá eigi ég bara að vera óhræddur við að skjóta og það er það sem ég gerði í kvöld. Ekkert að vera hugsa um það, láta það bara flakka.“ Hann segir mikilvægt að fyrsta skotið hafi farið niður strax þegar hann kom inn á í fyrsta leikhluta. „Það er mikilvægt að komast strax í takt við leikinn. Maður þurfti bara að vera tilbúinn.“ Finnur kom til KR um miðjan nóvember en konan hans, Helena Sverrisdóttir, hafði verið atvinnumaður í Ungverjalandi. Hún gekk í raðir Vals en Finnur Atli samdi við KR. „Það var ekkert endilega víst að ég ætlaði að vera með. Ég byrjaði í B-liðinu og fannst gaman. Út frá því fékk ég að hlaupa með A-liðinu og þetta hefur þróast út frá því.“ „Síðan á maður einn góðan leik og maður heldur kannski að maður sé kominn í róteringu í liðinu. En svo fær maður ekkert að spila í næsta leik. Það pirraði mann auðvitað en maður heldur áfram og hefur gaman að þessu. Það er mikilvægt.“ Og Finnur Atli er spenntur fyrir laugardeginum. „Þetta verður geðveikt,“ sagði hann og brosti. Matthías: Getum ekki farið að guggna á þessu núnaMatthías Orri SigurðarsonVísir/DaníelMatthías Orri Sigurðarson var sársvekktur eftir tapið fyrir KR í Seljaskóla í kvöld. „Það er slæm tilfinning í mér núna. En við vorum bara ekki nógu góðir í dag og þeir almennt betri í lengri tíma,“ sagði Matthías. „Það er ekki nóg að vera góðir í tíu mínútur eins og við vorum í dag.“ Matthías segir að vörn KR-inga hafi verið erfið fyrir hans menn. „Þeir spiluðu frábærlega í vörn. Þeir hreyfðu líka boltann mjög vel í sókn og fengu dýrmætt framlag frá strákunum á bekknum sínum. Það skiptir miklu máli að fá stigin frá Finni Atla eins og fleirum.“ „En oft á tíðum skelltu þeir í lás í vörn og við áttum því miður ekki nógu mikil svör við því. Við þurfum að finna betri leiðir til að vinna á því á laugardaginn.“ Matthías segir eðlilegt að það sé meiri ákefð í leikjunum eftir því sem líður á úrslitaeinvígið enda meira í húfi. „Þegar nær dregur titlinum er meira undir. En við getum ekkert farið að guggna á því. Við höfum verið að spila jafna leiki í allan vetur og erum vanalega góðir í því.“ „Ég er því mjög svekktur að hafa ekki klárað leikinn út af því, sérstaklega af því að það var lítið skorað. Oftast klárum við þannig leiki. Ég hefði líka viljað klára þennan leik á heimavelli og fagna með okkar stuðningsmönnum hér.“ Matthías segir þó ljóst að hans menn ætli ekki að dvelja lengi við tapið í kvöld. „Við höfum verið að vinna oddaleikina og við höfum verið að vinna útileikina. Við komum fullir sjálfstrausts inn í leikinn á laugardaginn og ætlum að negla á þá.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti