Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2019 12:31 Frá Mehamn, nyrstu byggð Noregs. Nordicphotos/Getty Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. Alls hafa um fjörutíu manns verið yfirheyrðir í tengslum við rannsóknina á málinu að því er kemur fram í tilkynningu lögreglu til fjölmiðla. Tilkynning barst lögreglu klukkan hálf sex aðfaranótt laugardagsins að maður hefði verið skotinn til bana í heimahúsi í miðbæ Mehamn. Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir Gísla Þórs, er í haldi lögreglu grunaður um morð. Gunnar Jóhann var yfirheyrður af lögreglu í gær og viðurkennir aðilda sína að málinu. Hann neitar að hafa af ásetningi ætlað að bana Gísla Þór. „Við erum byrjaðir að móta mynd af því sem gerðist klukkustundirnar áður en morðið var framið. Við höfum rætt við vitni sem þekktu hinn látna og þann grunaða eða voru með hinum grunaða klukkustundirnar á undan,“ segir Torstein Pettersen hjá lögreglunni í Finnmörk. Gunnar Jóhann er í fjögurra vikna gæsluvarðhaldi vegna málsins. Annar Íslendingur, vinur bræðranna, er í vikulöngu gæsluvarðhaldi en neitar staðfastlega tengslum við morðið. Hann hafi þó verið í félagsskap Gunnars Jóhanns í fimm klukkustundir eftir morðið. „Við höfum sömuleiðis rætt við vitni sem hafa lýst sambandi hins látna og grunaða lengra aftur í tímann,“ segir Torstein. Gunnar Jóhann og Gísli Þór voru sammæðra og bjuggu báðir í Mehamn í Noregi. Kærasta Gísla Þórs, sem hefur komið fram í fjölmiðlum meðal annars í tengslum við söfnun fyrir flutningi á líki Gísla Þórs til Íslands, er barnsmóðir Gunnars Jóhanns. Þau höfðu slitið samvistum fyrir um tveimur árum. Lögreglan í Finnmörk segir tæknirannsókn á vettvangi að ljúka. Prufuru og sýni hafi verið send til greiningar á rannsóknarstofu. Þá hefur lögregla skotvopn til rannsóknar en koma verði í ljós hvort staðfesting fáist á því að um morðvopnið sé að ræða. Fyrsta fasa rannsóknar lögreglu sé lokið og nú geti lögregla lagt meiri áherslu á að greina þær upplýsingar sem fyrir liggi og með annari eftirfylgni. Manndráp í Mehamn Noregur Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. Alls hafa um fjörutíu manns verið yfirheyrðir í tengslum við rannsóknina á málinu að því er kemur fram í tilkynningu lögreglu til fjölmiðla. Tilkynning barst lögreglu klukkan hálf sex aðfaranótt laugardagsins að maður hefði verið skotinn til bana í heimahúsi í miðbæ Mehamn. Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir Gísla Þórs, er í haldi lögreglu grunaður um morð. Gunnar Jóhann var yfirheyrður af lögreglu í gær og viðurkennir aðilda sína að málinu. Hann neitar að hafa af ásetningi ætlað að bana Gísla Þór. „Við erum byrjaðir að móta mynd af því sem gerðist klukkustundirnar áður en morðið var framið. Við höfum rætt við vitni sem þekktu hinn látna og þann grunaða eða voru með hinum grunaða klukkustundirnar á undan,“ segir Torstein Pettersen hjá lögreglunni í Finnmörk. Gunnar Jóhann er í fjögurra vikna gæsluvarðhaldi vegna málsins. Annar Íslendingur, vinur bræðranna, er í vikulöngu gæsluvarðhaldi en neitar staðfastlega tengslum við morðið. Hann hafi þó verið í félagsskap Gunnars Jóhanns í fimm klukkustundir eftir morðið. „Við höfum sömuleiðis rætt við vitni sem hafa lýst sambandi hins látna og grunaða lengra aftur í tímann,“ segir Torstein. Gunnar Jóhann og Gísli Þór voru sammæðra og bjuggu báðir í Mehamn í Noregi. Kærasta Gísla Þórs, sem hefur komið fram í fjölmiðlum meðal annars í tengslum við söfnun fyrir flutningi á líki Gísla Þórs til Íslands, er barnsmóðir Gunnars Jóhanns. Þau höfðu slitið samvistum fyrir um tveimur árum. Lögreglan í Finnmörk segir tæknirannsókn á vettvangi að ljúka. Prufuru og sýni hafi verið send til greiningar á rannsóknarstofu. Þá hefur lögregla skotvopn til rannsóknar en koma verði í ljós hvort staðfesting fáist á því að um morðvopnið sé að ræða. Fyrsta fasa rannsóknar lögreglu sé lokið og nú geti lögregla lagt meiri áherslu á að greina þær upplýsingar sem fyrir liggi og með annari eftirfylgni.
Manndráp í Mehamn Noregur Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira