Blikar settu tíu mörk á tíu menn Magna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. maí 2019 17:59 Það var glatt á hjalla hjá Blikum vísir/bára Ellefu mörk og tvö rauð spjöld litu dagsins ljós í Boganum á Akureyri þegar Breiðablik sló Magna út úr Mjólkurbikarnum. KA vann stórsigur á Sindra á Hornafirði. Leikurinn byrjaði af miklum krafti. Á annari mínútu skoraði Höskuldur Gunnlaugsson og á þeirri þriðju fékk Sveinn Óli Birgisson rautt spjald fyrir brot á Thomas Mikkelsen og vítaspyrna dæmd. Mikkelsen fór sjálfur á punktinn og skoraði. Magnamenn áttu fyrsta skot sitt á markið á 14. mínútu sem Gunnleifur Gunnleifsson átti ekki í vandræðum með en tveimur mínútum síðar var komið mark frá Magna. Það kom úr vítaspyrnu eftir brot Damir Muminovic, Kristinn Þór Rósbergsson skoraði af öryggi. Áður en hálftími var liðinn var þriðja vítaspyrna leiksins komin. Mikkelsen fór aftur á punktinn fyrir Blika og setti boltann af öryggi í þaknetið. Aron Bjarnason kláraði fyrri hálfleik með marki fyrir grænklædda, staðan 4-1 í hálfleik. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði tvö mörk á þremur mínútum í upphafi seinni hálfleiks og fullkomnaði þrennu sína. Þórir Guðjónsson kom inn á sem varamaður eftir klukkutíma leik og hann skoraði tvö mörk með stuttu millibili stuttu seinna. Þá náði Mikkelsen sér í þrennu með frábæru marki á 76. mínútu en hann var ekki hættur og skoraði tíunda mark Blika á 84. mínútu. Undir lokin fékk Arnar Geir Halldórsson að líta rautt spjald í liði Magna og þeir því tveimur færri síðustu mínúturnar. Fleiri mörk náðu Blikar ekki að setja, leiknum lauk með 10-1 sigri. Á Höfn voru gestirnir frá Akureyri sterkari aðilinn, en Sindramenn létu þá þó hafa fyrir hlutunum. Daníel Hafsteinsson og Brynjar Ingi Bjarnason gerðu sitt hvort markið fyrir KA í fyrri hálfleik og staðan 2-0 í leikhléi. Í seinni hálfleik ákvað Hallgrímur Mar Steingrímsson að drepa leikinn, hann setti þrennu á tíu mínútna kafla og KA fór með öruggan 5-0 sigur. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net. Mjólkurbikarinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Ellefu mörk og tvö rauð spjöld litu dagsins ljós í Boganum á Akureyri þegar Breiðablik sló Magna út úr Mjólkurbikarnum. KA vann stórsigur á Sindra á Hornafirði. Leikurinn byrjaði af miklum krafti. Á annari mínútu skoraði Höskuldur Gunnlaugsson og á þeirri þriðju fékk Sveinn Óli Birgisson rautt spjald fyrir brot á Thomas Mikkelsen og vítaspyrna dæmd. Mikkelsen fór sjálfur á punktinn og skoraði. Magnamenn áttu fyrsta skot sitt á markið á 14. mínútu sem Gunnleifur Gunnleifsson átti ekki í vandræðum með en tveimur mínútum síðar var komið mark frá Magna. Það kom úr vítaspyrnu eftir brot Damir Muminovic, Kristinn Þór Rósbergsson skoraði af öryggi. Áður en hálftími var liðinn var þriðja vítaspyrna leiksins komin. Mikkelsen fór aftur á punktinn fyrir Blika og setti boltann af öryggi í þaknetið. Aron Bjarnason kláraði fyrri hálfleik með marki fyrir grænklædda, staðan 4-1 í hálfleik. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði tvö mörk á þremur mínútum í upphafi seinni hálfleiks og fullkomnaði þrennu sína. Þórir Guðjónsson kom inn á sem varamaður eftir klukkutíma leik og hann skoraði tvö mörk með stuttu millibili stuttu seinna. Þá náði Mikkelsen sér í þrennu með frábæru marki á 76. mínútu en hann var ekki hættur og skoraði tíunda mark Blika á 84. mínútu. Undir lokin fékk Arnar Geir Halldórsson að líta rautt spjald í liði Magna og þeir því tveimur færri síðustu mínúturnar. Fleiri mörk náðu Blikar ekki að setja, leiknum lauk með 10-1 sigri. Á Höfn voru gestirnir frá Akureyri sterkari aðilinn, en Sindramenn létu þá þó hafa fyrir hlutunum. Daníel Hafsteinsson og Brynjar Ingi Bjarnason gerðu sitt hvort markið fyrir KA í fyrri hálfleik og staðan 2-0 í leikhléi. Í seinni hálfleik ákvað Hallgrímur Mar Steingrímsson að drepa leikinn, hann setti þrennu á tíu mínútna kafla og KA fór með öruggan 5-0 sigur. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Mjólkurbikarinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira