Fótbolti

Casillas á sjúkrahúsi eftir hjartaáfall

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Iker Casillas var í fjölda ára talinn besti markvörður heims og er einn af sigursælustu markvörðum sögunnar
Iker Casillas var í fjölda ára talinn besti markvörður heims og er einn af sigursælustu markvörðum sögunnar vísir/getty
Fyrrum heimsmeistarinn Iker Casillas hefur verið fluttur á sjúkrahús í Portúgal vegna hjartaáfalls.

Spænski markvörðurinn, sem verður 38 ára síðar í maímánuði, var fluttur á sjúkrahús beint af æfingasvæði Porto eftir að grunur lék á að hann hefði fengið hjartaáfall á meðan æfingu stóð.

Portúgalskir fjölmilar segja hann ekki lengur vera í hættu en sé haldið undir eftirliti á spítalanum eftir að hafa gengist undir aðgerð.

Porto birti fyrir skemmstu tilkynningu á heimasíðu sinni þar sem segir að „Iker Casillas fékk hjartaáfall í æfingu nú í morgun.“

„Casillas líður vel og er í stöðugu ástandi.“

Casillas kom til Porto árið 2015 en hann skrifaði undir framlengingu við félagið í mars á þessu ári. Áður hafði hann spilað allan sinn feril hjá Real Madrid og unnið fjölda titla. 

Þá á hann 167 landsleiki að baki fyrir Spán og varð heimsmeistari með Spánverjum árið 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×