Lögmaður Air Lease Corporation kannast ekki við dulbúnar persónulegar hótanir Sighvatur Jónsson skrifar 1. maí 2019 12:30 Munnlegur málflutningur verður í málinu á morgun og búist er við úrskurði um kröfu Air Lease Corporation síðdegis á morgun. Vísir/vilhelm Lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation kannast ekki við að félagið beiti dulbúnum persónulegum hótunum, fái félagið ekki Airbus vél sína afhenta sem Isavia hefur kyrrsett. Lögmönnum Isavia hafi hins vegar verið gerð grein fyrir því að kannað verði hvort starfsmenn Isavia kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð í málinu. Fréttablaðið hefur eftir heimildum að Air Lease Corporation beiti dulbúnum hótunum um búsifjar íslenskra flugfélaga og annarra íslenskra fyrirtækja sem selja ferðir til og frá Bandaríkjunum í deilu sinni við Isavia um flugvél sem WOW air hafði á leigu. Vélin var kyrrsett við fall flugfélagsins vegna vangoldinna gjalda sem nema um tveimur milljörðum krónum. Þá eru erindrekar bandaríska félagsins sagðir gefa stjórnendum Isavia til kynna að þeir verði sóttir persónulega vegna málsins.Oddur Ástráðsson, lögmaður Air Lease Corporation.fréttablaðið/gvaOddur Ástráðsson, lögmaður Air Lease Corporation, segir undarlegt að svara fyrir óljósar fréttir um dulbúnar hótanir sem eru hafðar eftir nafnlausum heimildum. Hann segir að forsvarsmenn félagsins hafi sagt að allir möguleikar verði skoðaðir, meðal annars með því að leita til stjórnvalda í Bandaríkjunum eða stofnana Evrópusambandsins. „Við höfum sagt í samtölum okkar við lögmenn Isavia og í fjölmiðlum að eitt af því sem við munum kanna í framhaldinu er hvort einhver kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð vegna aðgerða Isavia. Það beinist þá í einhverjum skilningi persónulega að starfsfólki þess fyrirtækis. Ef það eru hinar dulbúnu persónulegu hótanir getum við gengist við þeim. Annað könnumst við nú ekki við,“ segir Oddur.Vél WOW air TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í mars.Vísir/vilhelmEðlilegt að leita diplómatískra leiða Fréttablaðið hefur eftir heimildum að fundað hafi verið með sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi hér á landi vegna málsins. Oddur segist hvorki geta staðfest það né neitað því. Hann segir að umbjóðendur sínir vinni að málinu á sínum enda líka. Ekkert óeðlilegt sé við það að nýta diplómatískar leiðir. Oddur bendir á að sama leið hafi verið farin í deilu vegna nýs Herjólfs þegar sendiherra Póllands á Íslandi hafði milligöngu um fund fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar og samgönguráðherra. „Framganga Isavia býr til orðsporsáhættu fyrir íslenskan flugrekstur og þeir verða auðvitað að sitja uppi með það,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður Air Lease Corporation. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Sjá meira
Lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation kannast ekki við að félagið beiti dulbúnum persónulegum hótunum, fái félagið ekki Airbus vél sína afhenta sem Isavia hefur kyrrsett. Lögmönnum Isavia hafi hins vegar verið gerð grein fyrir því að kannað verði hvort starfsmenn Isavia kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð í málinu. Fréttablaðið hefur eftir heimildum að Air Lease Corporation beiti dulbúnum hótunum um búsifjar íslenskra flugfélaga og annarra íslenskra fyrirtækja sem selja ferðir til og frá Bandaríkjunum í deilu sinni við Isavia um flugvél sem WOW air hafði á leigu. Vélin var kyrrsett við fall flugfélagsins vegna vangoldinna gjalda sem nema um tveimur milljörðum krónum. Þá eru erindrekar bandaríska félagsins sagðir gefa stjórnendum Isavia til kynna að þeir verði sóttir persónulega vegna málsins.Oddur Ástráðsson, lögmaður Air Lease Corporation.fréttablaðið/gvaOddur Ástráðsson, lögmaður Air Lease Corporation, segir undarlegt að svara fyrir óljósar fréttir um dulbúnar hótanir sem eru hafðar eftir nafnlausum heimildum. Hann segir að forsvarsmenn félagsins hafi sagt að allir möguleikar verði skoðaðir, meðal annars með því að leita til stjórnvalda í Bandaríkjunum eða stofnana Evrópusambandsins. „Við höfum sagt í samtölum okkar við lögmenn Isavia og í fjölmiðlum að eitt af því sem við munum kanna í framhaldinu er hvort einhver kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð vegna aðgerða Isavia. Það beinist þá í einhverjum skilningi persónulega að starfsfólki þess fyrirtækis. Ef það eru hinar dulbúnu persónulegu hótanir getum við gengist við þeim. Annað könnumst við nú ekki við,“ segir Oddur.Vél WOW air TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í mars.Vísir/vilhelmEðlilegt að leita diplómatískra leiða Fréttablaðið hefur eftir heimildum að fundað hafi verið með sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi hér á landi vegna málsins. Oddur segist hvorki geta staðfest það né neitað því. Hann segir að umbjóðendur sínir vinni að málinu á sínum enda líka. Ekkert óeðlilegt sé við það að nýta diplómatískar leiðir. Oddur bendir á að sama leið hafi verið farin í deilu vegna nýs Herjólfs þegar sendiherra Póllands á Íslandi hafði milligöngu um fund fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar og samgönguráðherra. „Framganga Isavia býr til orðsporsáhættu fyrir íslenskan flugrekstur og þeir verða auðvitað að sitja uppi með það,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður Air Lease Corporation.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Sjá meira