Nýtt skeið er runnið upp Sigurður Hannesson skrifar 1. maí 2019 08:45 Áratugur endurreisnar efnahagslífsins er að baki og skiluðu skýr sýn og markvissar aðgerðir sterkri stöðu til að takast á við áskoranir fram undan. Tvennt stendur upp úr við endurreisn efnahagslífsins eftir fall bankanna 2008. Annars vegar er það endurskipulagning skulda þar sem heildstæð áætlun um losun fjármagnshafta vó þyngst. Hins vegar er það kröftugt viðbragð atvinnulífsins þar sem ferðaþjónusta blómstraði og varð að undirstöðugrein í útflutningi ásamt iðnaði og sjávarútvegi. Niðurstaðan af þessari markvissu uppbyggingu er sú að hagkerfið er gjörbreytt og stendur miklu sterkar nú en áður. Í sama anda á að efla samkeppnishæfnina þannig að öflugt atvinnulíf geti tryggt verðmætasköpun með tilheyrandi lífsgæðum fyrir landsmenn alla. Það þarf að gera – og verður gert – með mótun atvinnustefnu sem tengir saman stefnumótun í ólíkum málaflokkum.Sterk efnahagsleg staða Endurskipulagning skulda var þríþætt og olli algerum viðsnúningi. Með losun fjármagnshafta fékk ríkissjóður „hvalreka“ sem nam um 20% af vergri landsframleiðslu auk þess sem erlendar eignir þjóðarbúsins eru nú meiri en erlendar skuldir, í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins. Þessi staða, til viðbótar við öflugan gjaldeyrisforða, er mikilvæg festa fyrir hagkerfið. Í öðru lagi voru skuldir heimila endurskipulagðar og munaði þar mest um Leiðréttinguna. Skuldir heimilanna eru nú um 76% af vergri landsframleiðslu og hafa ekki verið lægri á þessari öld en námu 122% þegar mest var árið 2009. Í þriðja lagi voru skuldir fyrirtækja endurskipulagðar í gegnum bankakerfið og eru nú um 40% af því sem var þegar mest lét.Stöðugleiki Lífskjarasamningurinn er samsett lausn sem miðar að hærri launum, auknum sveigjanleika og lægri sköttum. Með hliðsjón af sterkari efnahagslegri stöðu eins og að framan greinir, kólnun hagkerfisins og fyrirhuguðum umbótum á húsnæðismarkaði skapast skilyrði til lækkunar vaxta líkt og seðlabankastjóri nefndi í grein sinni í Morgunblaðinu í gær. Þannig skapast skilyrði fyrir stöðugleika á næstu árum. Lífskjarasamningurinn og yfirlýsing ríkisstjórnarinnar samhliða gerð hans marka kaflaskil enda eru þeir viðbragð við breyttum aðstæðum. Hagkerfið er að kólna eftir gjöfult hagvaxtarskeið þar sem kaupmáttur hefur vaxið mikið og viðskiptakjör hafa farið versnandi. Erlend samkeppni í skjóli lægri launa, lægri vaxta og lægri skatta knýr á um hagræðingu fyrir íslenskan iðnað. Nauðsynlegt er að bregðast við svo Ísland dragist ekki aftur úr öðrum ríkjum og það verður aðeins gert með aukinni samkeppnishæfni.Eflum samkeppnishæfni Samkeppnishæfni er heimsmeistaramót þjóða í lífsgæðum enda er aukin samkeppnishæfni ávísun á aukin verðmæti. Fjórar mikilvægustu stoðir samkeppnishæfni eru menntun og mannauður, efnislegir innviðir, nýsköpun og starfsumhverfi fyrirtækja. Umbætur á þessum fjórum sviðum gagnast því öllum fyrirtækjum enda lyftast öll skip á flóði.Atvinnustefna varðar veginn Atvinnustefna er samhæfing aðgerða til þess að skapa aukin verðmæti, auka framleiðni og efla samkeppnishæfni. Um þessar mundir vinna stjórnvöld að mótun stefnu í ýmsum lykilmálaflokkum. Það er vel en við munum ekki ná árangri nema hugsa stórt og á heildstæðan hátt, líkt og við endurreisn efnahagslífsins undanfarinn áratug, þannig að stefnumótun í ólíkum málaflokkum vinni að sameiginlegu markmiði. Tengja þarf saman stefnumótun á sviði menntamála, nýsköpunar, innviðauppbyggingar og bætts starfsumhverfis fyrirtækja með það að markmiði að auka verðmætasköpun á Íslandi. Einnig þarf að horfa til orku- og loftslagsmála. Með því að læra af reynslu síðasta áratugar og hugsa heildstætt getum við bætt stöðu Íslands svo um munar. Þetta er ekki val heldur nauðsyn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Hannesson Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Áratugur endurreisnar efnahagslífsins er að baki og skiluðu skýr sýn og markvissar aðgerðir sterkri stöðu til að takast á við áskoranir fram undan. Tvennt stendur upp úr við endurreisn efnahagslífsins eftir fall bankanna 2008. Annars vegar er það endurskipulagning skulda þar sem heildstæð áætlun um losun fjármagnshafta vó þyngst. Hins vegar er það kröftugt viðbragð atvinnulífsins þar sem ferðaþjónusta blómstraði og varð að undirstöðugrein í útflutningi ásamt iðnaði og sjávarútvegi. Niðurstaðan af þessari markvissu uppbyggingu er sú að hagkerfið er gjörbreytt og stendur miklu sterkar nú en áður. Í sama anda á að efla samkeppnishæfnina þannig að öflugt atvinnulíf geti tryggt verðmætasköpun með tilheyrandi lífsgæðum fyrir landsmenn alla. Það þarf að gera – og verður gert – með mótun atvinnustefnu sem tengir saman stefnumótun í ólíkum málaflokkum.Sterk efnahagsleg staða Endurskipulagning skulda var þríþætt og olli algerum viðsnúningi. Með losun fjármagnshafta fékk ríkissjóður „hvalreka“ sem nam um 20% af vergri landsframleiðslu auk þess sem erlendar eignir þjóðarbúsins eru nú meiri en erlendar skuldir, í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins. Þessi staða, til viðbótar við öflugan gjaldeyrisforða, er mikilvæg festa fyrir hagkerfið. Í öðru lagi voru skuldir heimila endurskipulagðar og munaði þar mest um Leiðréttinguna. Skuldir heimilanna eru nú um 76% af vergri landsframleiðslu og hafa ekki verið lægri á þessari öld en námu 122% þegar mest var árið 2009. Í þriðja lagi voru skuldir fyrirtækja endurskipulagðar í gegnum bankakerfið og eru nú um 40% af því sem var þegar mest lét.Stöðugleiki Lífskjarasamningurinn er samsett lausn sem miðar að hærri launum, auknum sveigjanleika og lægri sköttum. Með hliðsjón af sterkari efnahagslegri stöðu eins og að framan greinir, kólnun hagkerfisins og fyrirhuguðum umbótum á húsnæðismarkaði skapast skilyrði til lækkunar vaxta líkt og seðlabankastjóri nefndi í grein sinni í Morgunblaðinu í gær. Þannig skapast skilyrði fyrir stöðugleika á næstu árum. Lífskjarasamningurinn og yfirlýsing ríkisstjórnarinnar samhliða gerð hans marka kaflaskil enda eru þeir viðbragð við breyttum aðstæðum. Hagkerfið er að kólna eftir gjöfult hagvaxtarskeið þar sem kaupmáttur hefur vaxið mikið og viðskiptakjör hafa farið versnandi. Erlend samkeppni í skjóli lægri launa, lægri vaxta og lægri skatta knýr á um hagræðingu fyrir íslenskan iðnað. Nauðsynlegt er að bregðast við svo Ísland dragist ekki aftur úr öðrum ríkjum og það verður aðeins gert með aukinni samkeppnishæfni.Eflum samkeppnishæfni Samkeppnishæfni er heimsmeistaramót þjóða í lífsgæðum enda er aukin samkeppnishæfni ávísun á aukin verðmæti. Fjórar mikilvægustu stoðir samkeppnishæfni eru menntun og mannauður, efnislegir innviðir, nýsköpun og starfsumhverfi fyrirtækja. Umbætur á þessum fjórum sviðum gagnast því öllum fyrirtækjum enda lyftast öll skip á flóði.Atvinnustefna varðar veginn Atvinnustefna er samhæfing aðgerða til þess að skapa aukin verðmæti, auka framleiðni og efla samkeppnishæfni. Um þessar mundir vinna stjórnvöld að mótun stefnu í ýmsum lykilmálaflokkum. Það er vel en við munum ekki ná árangri nema hugsa stórt og á heildstæðan hátt, líkt og við endurreisn efnahagslífsins undanfarinn áratug, þannig að stefnumótun í ólíkum málaflokkum vinni að sameiginlegu markmiði. Tengja þarf saman stefnumótun á sviði menntamála, nýsköpunar, innviðauppbyggingar og bætts starfsumhverfis fyrirtækja með það að markmiði að auka verðmætasköpun á Íslandi. Einnig þarf að horfa til orku- og loftslagsmála. Með því að læra af reynslu síðasta áratugar og hugsa heildstætt getum við bætt stöðu Íslands svo um munar. Þetta er ekki val heldur nauðsyn.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun