Fá lóðir undir fjölda íbúða í Skerjafirði Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. maí 2019 08:45 Pétur Marteinsson. Borgarráð samþykkti í liðnum mánuði að veita félagi í eigu meðal annars Hauks Guðmundssonar og Péturs Marteinssonar lóðavilyrði til uppbyggingar á íbúðum fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur í Skerjafirði. Er Kvika banki sagður áhugasamur um að fjármagna verkefnið. Gert er ráð fyrir því að allt að 72 íbúðir verði reistar á umræddri lóð í Skerjafirði en félagið sem hefur fengið lóðavilyrðið, HOOS, sem er að fullu í eigu Frambúðar, hefur undanfarið átt í viðræðum við fulltrúa Reykjavíkurborgar um uppbygginguna. Frambúð er að helmingi í eigu Hauks Guðmundssonar fjárfestis en Pétur Marteinsson og Guðmundur Kristján Jónsson fara báðir með fjórðungshlut í félaginu, að því er fram kemur í minnisblaði sem KPMG tók saman að beiðni Reykjavíkurborgar. Í minnisblaðinu segir jafnframt að Kvika banki, ráðgjafi Frambúðar, sé áhugasamur um að fjármagna framkvæmdina, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, en áætlaður byggingarkostnaður er um 1,6 milljarðar króna. Við mat á ætluðu eiginfjárframlagi Frambúðar er gert ráð fyrir að allar íbúðir verði afhentar í fyrsta áfanga og að verð fyrir 41 fermetra íbúð verði 28 milljónir króna. Er þannig áætlað heildarsöluverðmæti íbúðanna um tveir milljarðar króna. Enn fremur kemur fram að Frambúð muni bjóða kaupendum brúarlán fyrir allt að tíu prósentum af kaupverði sem ekki yrði tryggt með veði í eigninni. Á móti mun félagið eiga forkaupsrétt að íbúðum á upprunalegu kaupverði þar til brúarlánið hefur verið greitt. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Skipulag Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Borgarráð samþykkti í liðnum mánuði að veita félagi í eigu meðal annars Hauks Guðmundssonar og Péturs Marteinssonar lóðavilyrði til uppbyggingar á íbúðum fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur í Skerjafirði. Er Kvika banki sagður áhugasamur um að fjármagna verkefnið. Gert er ráð fyrir því að allt að 72 íbúðir verði reistar á umræddri lóð í Skerjafirði en félagið sem hefur fengið lóðavilyrðið, HOOS, sem er að fullu í eigu Frambúðar, hefur undanfarið átt í viðræðum við fulltrúa Reykjavíkurborgar um uppbygginguna. Frambúð er að helmingi í eigu Hauks Guðmundssonar fjárfestis en Pétur Marteinsson og Guðmundur Kristján Jónsson fara báðir með fjórðungshlut í félaginu, að því er fram kemur í minnisblaði sem KPMG tók saman að beiðni Reykjavíkurborgar. Í minnisblaðinu segir jafnframt að Kvika banki, ráðgjafi Frambúðar, sé áhugasamur um að fjármagna framkvæmdina, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, en áætlaður byggingarkostnaður er um 1,6 milljarðar króna. Við mat á ætluðu eiginfjárframlagi Frambúðar er gert ráð fyrir að allar íbúðir verði afhentar í fyrsta áfanga og að verð fyrir 41 fermetra íbúð verði 28 milljónir króna. Er þannig áætlað heildarsöluverðmæti íbúðanna um tveir milljarðar króna. Enn fremur kemur fram að Frambúð muni bjóða kaupendum brúarlán fyrir allt að tíu prósentum af kaupverði sem ekki yrði tryggt með veði í eigninni. Á móti mun félagið eiga forkaupsrétt að íbúðum á upprunalegu kaupverði þar til brúarlánið hefur verið greitt.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Skipulag Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira