Koepka varði risatitilinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. maí 2019 22:42 Brooks Koepka hélt út þrátt fyrir slæman dag vísir/getty Brooks Koepka varði titil sinn á PGA meistaramótinu í golfi, öðru risamóti ársins í karlagolfinu. Koepka leiddi allt mótið og það nokkuð örugglega en hann átti slæman kafla í dag sem hefði getað reynst honum dýr ef ekki hefði verið fyrir forystuna. Bandaríkjamaðurinn byrjaði á skolla en jafnaði hann út með fugli á fjórðu holu. Hann lék nokkuð stöðugt golf fyrstu holurnar og sótti sér svo annan fugl á tíundu holu. Þá fór heldur betur að halla undir fæti og hann fékk fjóra skolla í röð. Þá minnkaði forysta hans all verulega því landi hans Dustin Johnson átti mjög góðan hring og var á þremur höggum undir pari á meðan Koepka brást bogalistin. Munurinn varð minnst eitt högg. Koepka náði hins vegar í mikilvæg pör á lokametrunum á meðan Johnson fékk tvo skolla undir lokin og sigldi Koepka sigrinum heim..@DJohnsonPGA has trimmed Koepka's 7-shot lead. He now trails by only TWO. #LiveUnderParpic.twitter.com/A4sPcpEcwz — PGA TOUR (@PGATOUR) May 19, 2019 Þeir Jordan Spieth, Patrick Cantlay og Matt Wallace enduðu jafnir í þriðja sæti á tveimur höggum undir pari. Lucas Bjerregaard átti eitt af augnablikum dagsins þegar hann sló holu í höggi á sautjándu braut. Það var hins vegar í eina skiptið sem Daninn fór undir parið á hringnum í dag, hann endaði á þremur yfir pari jafn í 18. sætiOne hop and in for the hole-in-one! A major moment for @LBjerregaard. pic.twitter.com/C2ONnrcUVq — PGA TOUR (@PGATOUR) May 19, 2019 Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Brooks Koepka varði titil sinn á PGA meistaramótinu í golfi, öðru risamóti ársins í karlagolfinu. Koepka leiddi allt mótið og það nokkuð örugglega en hann átti slæman kafla í dag sem hefði getað reynst honum dýr ef ekki hefði verið fyrir forystuna. Bandaríkjamaðurinn byrjaði á skolla en jafnaði hann út með fugli á fjórðu holu. Hann lék nokkuð stöðugt golf fyrstu holurnar og sótti sér svo annan fugl á tíundu holu. Þá fór heldur betur að halla undir fæti og hann fékk fjóra skolla í röð. Þá minnkaði forysta hans all verulega því landi hans Dustin Johnson átti mjög góðan hring og var á þremur höggum undir pari á meðan Koepka brást bogalistin. Munurinn varð minnst eitt högg. Koepka náði hins vegar í mikilvæg pör á lokametrunum á meðan Johnson fékk tvo skolla undir lokin og sigldi Koepka sigrinum heim..@DJohnsonPGA has trimmed Koepka's 7-shot lead. He now trails by only TWO. #LiveUnderParpic.twitter.com/A4sPcpEcwz — PGA TOUR (@PGATOUR) May 19, 2019 Þeir Jordan Spieth, Patrick Cantlay og Matt Wallace enduðu jafnir í þriðja sæti á tveimur höggum undir pari. Lucas Bjerregaard átti eitt af augnablikum dagsins þegar hann sló holu í höggi á sautjándu braut. Það var hins vegar í eina skiptið sem Daninn fór undir parið á hringnum í dag, hann endaði á þremur yfir pari jafn í 18. sætiOne hop and in for the hole-in-one! A major moment for @LBjerregaard. pic.twitter.com/C2ONnrcUVq — PGA TOUR (@PGATOUR) May 19, 2019
Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira