Koepka með afgerandi forystu fyrir lokahringinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. maí 2019 23:12 Brooks Koepka vísir/getty Brooks Koepka hélt í sjö högga forystu sína á PGA meistaramótinu í golfi og þarf að misstíga sig all verulega á lokahringnum til þess að vinna mótið ekki annað árið í röð. Hringur Koepka í dag var sá lang slakasti í mótinu til þessa en hann fór á 70 höggum, eða pari vallarins. Hann er samtals á 12 höggum undir pari í mótinu. Þrátt fyrir það hélt forskot hans það sama því þeir Adam Scott og Jordan Spieth áttu verri dag heldur en Koepka og fóru á tveimur höggum yfir parið og féllu þar með niður í áttunda sæti.Perfect speed. Perfect read. Perfect putt.@BKoepka just keeps on rolling. pic.twitter.com/MtBSLkh30X — PGA TOUR (@PGATOUR) May 18, 2019 Jafnir í öðru til fimmta sæti eru Harold Varner, Jazz Janewattananond, Luke List og Dustin Johnson á fimm höggum undir pari. Skorið í dag var almennt ekki það gott, þeir Varner og Janewattananond áttu bestu hringi dagsins á þremur höggum undir pari. Norður-Írinn Rory McIlroy var á meðal hástökkvara dagsins en hann fór upp um 31 sæti þrátt fyrir að hafa farið daginn á tveimur höggum yfir pari. Hann er nú jafn í 26. sæti. Úrslit mótsins ráðast á morgun en útsending frá lokadeginum hefst á Stöð 2 Golf klukkan 18:00.How did that not go in? @TommyFleetwood1 nearly holes out from the fairway. pic.twitter.com/FYCbgnxCs7 — PGA TOUR (@PGATOUR) May 18, 2019 Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Brooks Koepka hélt í sjö högga forystu sína á PGA meistaramótinu í golfi og þarf að misstíga sig all verulega á lokahringnum til þess að vinna mótið ekki annað árið í röð. Hringur Koepka í dag var sá lang slakasti í mótinu til þessa en hann fór á 70 höggum, eða pari vallarins. Hann er samtals á 12 höggum undir pari í mótinu. Þrátt fyrir það hélt forskot hans það sama því þeir Adam Scott og Jordan Spieth áttu verri dag heldur en Koepka og fóru á tveimur höggum yfir parið og féllu þar með niður í áttunda sæti.Perfect speed. Perfect read. Perfect putt.@BKoepka just keeps on rolling. pic.twitter.com/MtBSLkh30X — PGA TOUR (@PGATOUR) May 18, 2019 Jafnir í öðru til fimmta sæti eru Harold Varner, Jazz Janewattananond, Luke List og Dustin Johnson á fimm höggum undir pari. Skorið í dag var almennt ekki það gott, þeir Varner og Janewattananond áttu bestu hringi dagsins á þremur höggum undir pari. Norður-Írinn Rory McIlroy var á meðal hástökkvara dagsins en hann fór upp um 31 sæti þrátt fyrir að hafa farið daginn á tveimur höggum yfir pari. Hann er nú jafn í 26. sæti. Úrslit mótsins ráðast á morgun en útsending frá lokadeginum hefst á Stöð 2 Golf klukkan 18:00.How did that not go in? @TommyFleetwood1 nearly holes out from the fairway. pic.twitter.com/FYCbgnxCs7 — PGA TOUR (@PGATOUR) May 18, 2019
Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira