Hægri og vinstri gætu unnið saman til að útiloka hægriöfgaflokka Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2019 19:01 Rasmussen var spurður út í stjórnarmynstur eftir kosningar á blaðamannafundi í tengslum við útkomu bókar. Vísir/EPA Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, segist opinn fyrir ríkisstjórnarsamstarfi við Sósíaldemókrata eftir þingkosningar sem fara fram í byrjun júní til að koma í veg fyrir að hægriöfgaflokkar komist til áhrifa. Kosið verður í Danmörku miðvikudaginn 5. júní. Skoðanakannanir hafa ekki verið Vinstri, hægriflokknum sem Rasmussen leiðir, hagfelldar að undanförnu. Þess í stað benda kannanir til þess að Sósíaldemókrataflokkur Mette Frederiksen gæti myndað ríkisstjórn eftir kosningar. Rasmussen vísar nú til uppgangs hægriöfgaflokksins Harðlínu sem boðar kynþáttahyggju sem ástæðu fyrir að vinna þvert yfir miðjuna með sósíaldemókrötum. Hann vilji ekki vera upp á stuðning slíkra afla kominn og það gefi auga leið að styttra sé á milli Vinstri og Sósíaldemókrata en Vinstri og öfgahægrisins, að því er segir í frétt danska ríkisútvarpsins. „Ef ég á aðeins möguleika að verða forsætisráðherra með hjálp öfgahægrisins kýs ég heldur samstarf yfir miðjuna en að láta jaðarinn rífa sameiginlegar undirstöður okkar niður,“ segir Rasmussen. Í viðtali vildi hann ekki svara því hvort hann væri tilbúinn að gera Frederiksen að forsætisráðherra eftir kosningar. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Kosið í Danmörku 5. júní Forsætisráðherrann tilkynnti um kjördag í ræðu á danska þinginu í dag. Skoðanakannanir benda til þess að miðhægristjórn hans gæti fallið. 7. maí 2019 12:37 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Sjá meira
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, segist opinn fyrir ríkisstjórnarsamstarfi við Sósíaldemókrata eftir þingkosningar sem fara fram í byrjun júní til að koma í veg fyrir að hægriöfgaflokkar komist til áhrifa. Kosið verður í Danmörku miðvikudaginn 5. júní. Skoðanakannanir hafa ekki verið Vinstri, hægriflokknum sem Rasmussen leiðir, hagfelldar að undanförnu. Þess í stað benda kannanir til þess að Sósíaldemókrataflokkur Mette Frederiksen gæti myndað ríkisstjórn eftir kosningar. Rasmussen vísar nú til uppgangs hægriöfgaflokksins Harðlínu sem boðar kynþáttahyggju sem ástæðu fyrir að vinna þvert yfir miðjuna með sósíaldemókrötum. Hann vilji ekki vera upp á stuðning slíkra afla kominn og það gefi auga leið að styttra sé á milli Vinstri og Sósíaldemókrata en Vinstri og öfgahægrisins, að því er segir í frétt danska ríkisútvarpsins. „Ef ég á aðeins möguleika að verða forsætisráðherra með hjálp öfgahægrisins kýs ég heldur samstarf yfir miðjuna en að láta jaðarinn rífa sameiginlegar undirstöður okkar niður,“ segir Rasmussen. Í viðtali vildi hann ekki svara því hvort hann væri tilbúinn að gera Frederiksen að forsætisráðherra eftir kosningar.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Kosið í Danmörku 5. júní Forsætisráðherrann tilkynnti um kjördag í ræðu á danska þinginu í dag. Skoðanakannanir benda til þess að miðhægristjórn hans gæti fallið. 7. maí 2019 12:37 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Sjá meira
Kosið í Danmörku 5. júní Forsætisráðherrann tilkynnti um kjördag í ræðu á danska þinginu í dag. Skoðanakannanir benda til þess að miðhægristjórn hans gæti fallið. 7. maí 2019 12:37