Bíó og sjónvarp

Will Ferrell leikur íslenskan söngvara í Eurovision-myndinni

Stefán Árni Pálsson í Tel Aviv skrifar
Ferrell er staddur í Tel Aviv til að fylgjast með keppninni.
Ferrell er staddur í Tel Aviv til að fylgjast með keppninni.
Leikarinn Will Ferrell mun sjálfur leika íslenskan Eurovision-söngvara í væntanlegri mynd bandaríska grínistans um Eurovision-söngvakeppnina.

Í vikunni var tilkynnt að leikkonan Rachel McAdams myndi leika íslenska söngkonu.

Myndin mun einfaldlega kallast Eurovision en McAdams er stödd í Tel Aviv í Ísrael til að kynna sér keppnina og þar er einnig Ferrell sjálfur. Leikarinn á sænska eiginkonu og hefur verið mikill aðdáandi keppninnar í mörg ár.

Hann mætti til að mynda einnig á keppnina í fyrra í Lissabon. Gísli Marteinn segir á Twitter að Ferrell hafi sjálfur staðfest sitt hlutverk í myndinni á sviðinu í Expo-höllinni í Tel Aviv rétt áður en dómararennslið hófst klukkan 19 að íslenskum tíma.  


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.