Áhrif styttingar náms til stúdentsprófs verði metin Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. maí 2019 21:00 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/Eyþór Þingmaður Samfylkingarinnar óttast að stytting námstíma til stúdentsprófs kunni að hafa ýtt undir brottfall ungmenna frá efnaminni heimilum úr skóla. Þá séu vísbendingar um að dregið hafi úr þátttöku ungmenna í afreksíþróttum. Breytingarnar sem tóku gildi fyrir þremur árum leggjast misvel í menntaskólanemendur. Fyrsti árgangurinn til að útskrifast á þremur árum en ekki fjórum eftir að breytingarnar tóku gildi útskrifaðist í fyrra vor og núna í vor útskrifast síðustu árgangarnir úr þeim skólum sem síðastir innleiddu nýja námskrá sem kveður á um styttingu námstíma til stúdentsprófs. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði á Alþingi í dag fram beiðni um skýrslu til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, um árangur og áhrif breytinganna. Breytingarnar hafi verið umdeildar og því sé brýnt að leggja mat á áhrif þeirra. „Þarna er framtíðin okkar og við þurfum að sjá hvernig til tókst við þessa skyndiákvörðun sem var farið í að stytta þennan tíma til stúdentsprófs. Hvernig líður unga fólkinu okkar, hvernig gengur þeim, kemur þetta niður á frekara námi í háskólum og svo framvegis,“ segir Helga Vala. Áhrifin kunni að vera margvísleg, meðal annars gæti aukið álag hafi áhrif á þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi. „Ég hef heyrt að þetta hafi haft áhrif á íþróttafélögin, það er að segja þegar kemur að þátttöku, sem og þátttöku ungs afreksfólks í íþróttum sem gefa síður kost á sér í unglingalandsliðin og það er auðvitað alveg ferlegt,“ segir Helga Vala. Meiri áhyggjur hafi hún þó af áhrifum sem breytingarnar kunni að hafa haft í för með sér á ungmenni sem koma frá efnaminni heimilum. „Ég bið um að það sé kannað sérstaklega, hvort nemendur frá efnaminni fjölskyldum, sem ekki geta núna unnið með skólanum falli þá frekar úr námi í framhaldsskólum vegna þessa,“ segir Helga Vala. Alþingi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gerð verður úttekt á áhrifum styttingar framhaldsskólanámsins Utanaðkomandi aðila verður falið að gera úttekt á áhrifum styttingar framhaldsskólanáms til stúdentsprófs í þrjú ár. Umfang þeirrar úttektar hefur ekki verið ákveðið en miðað er við að verkefnisáætlun verði tilbúin fyrir jól. 20. nóvember 2018 19:30 Telur framhaldsskólanema vinna of mikið Formaður Skólameistarafélags Íslands telur að framhaldsskólanemar vinni of mikið með skóla. Álag á ungmenni hafi aukist eftir að framhaldsskólinn var styttur í þrjú ár en hann telur þó ekki ástæðu til að lengja námið aftur í fjögur ár. 9. nóvember 2018 20:00 Vilja fá sálfræðinga í skóla strax í haust til að bæta líðan Samfylkingin leggur fram þingsályktunartillögu um fría sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanema. Þetta er í fjórða sinn sem tillagan er lögð fram. Þingmaður er bjartsýnn á að tillagan nái fram að ganga. 5. apríl 2019 08:00 „Það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn“ Þrátt fyrir að framhaldsskóli hafi verið styttur í þrjú ár gefa margir nemendur sér lengri tíma til að ljúka námi. Nemandi í FG segir hættulega mikið álag vera á nemendur og hefur sent menntamálaráðherra bréf til að lýsa óánægju sinni. 6. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar óttast að stytting námstíma til stúdentsprófs kunni að hafa ýtt undir brottfall ungmenna frá efnaminni heimilum úr skóla. Þá séu vísbendingar um að dregið hafi úr þátttöku ungmenna í afreksíþróttum. Breytingarnar sem tóku gildi fyrir þremur árum leggjast misvel í menntaskólanemendur. Fyrsti árgangurinn til að útskrifast á þremur árum en ekki fjórum eftir að breytingarnar tóku gildi útskrifaðist í fyrra vor og núna í vor útskrifast síðustu árgangarnir úr þeim skólum sem síðastir innleiddu nýja námskrá sem kveður á um styttingu námstíma til stúdentsprófs. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði á Alþingi í dag fram beiðni um skýrslu til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, um árangur og áhrif breytinganna. Breytingarnar hafi verið umdeildar og því sé brýnt að leggja mat á áhrif þeirra. „Þarna er framtíðin okkar og við þurfum að sjá hvernig til tókst við þessa skyndiákvörðun sem var farið í að stytta þennan tíma til stúdentsprófs. Hvernig líður unga fólkinu okkar, hvernig gengur þeim, kemur þetta niður á frekara námi í háskólum og svo framvegis,“ segir Helga Vala. Áhrifin kunni að vera margvísleg, meðal annars gæti aukið álag hafi áhrif á þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi. „Ég hef heyrt að þetta hafi haft áhrif á íþróttafélögin, það er að segja þegar kemur að þátttöku, sem og þátttöku ungs afreksfólks í íþróttum sem gefa síður kost á sér í unglingalandsliðin og það er auðvitað alveg ferlegt,“ segir Helga Vala. Meiri áhyggjur hafi hún þó af áhrifum sem breytingarnar kunni að hafa haft í för með sér á ungmenni sem koma frá efnaminni heimilum. „Ég bið um að það sé kannað sérstaklega, hvort nemendur frá efnaminni fjölskyldum, sem ekki geta núna unnið með skólanum falli þá frekar úr námi í framhaldsskólum vegna þessa,“ segir Helga Vala.
Alþingi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gerð verður úttekt á áhrifum styttingar framhaldsskólanámsins Utanaðkomandi aðila verður falið að gera úttekt á áhrifum styttingar framhaldsskólanáms til stúdentsprófs í þrjú ár. Umfang þeirrar úttektar hefur ekki verið ákveðið en miðað er við að verkefnisáætlun verði tilbúin fyrir jól. 20. nóvember 2018 19:30 Telur framhaldsskólanema vinna of mikið Formaður Skólameistarafélags Íslands telur að framhaldsskólanemar vinni of mikið með skóla. Álag á ungmenni hafi aukist eftir að framhaldsskólinn var styttur í þrjú ár en hann telur þó ekki ástæðu til að lengja námið aftur í fjögur ár. 9. nóvember 2018 20:00 Vilja fá sálfræðinga í skóla strax í haust til að bæta líðan Samfylkingin leggur fram þingsályktunartillögu um fría sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanema. Þetta er í fjórða sinn sem tillagan er lögð fram. Þingmaður er bjartsýnn á að tillagan nái fram að ganga. 5. apríl 2019 08:00 „Það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn“ Þrátt fyrir að framhaldsskóli hafi verið styttur í þrjú ár gefa margir nemendur sér lengri tíma til að ljúka námi. Nemandi í FG segir hættulega mikið álag vera á nemendur og hefur sent menntamálaráðherra bréf til að lýsa óánægju sinni. 6. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Gerð verður úttekt á áhrifum styttingar framhaldsskólanámsins Utanaðkomandi aðila verður falið að gera úttekt á áhrifum styttingar framhaldsskólanáms til stúdentsprófs í þrjú ár. Umfang þeirrar úttektar hefur ekki verið ákveðið en miðað er við að verkefnisáætlun verði tilbúin fyrir jól. 20. nóvember 2018 19:30
Telur framhaldsskólanema vinna of mikið Formaður Skólameistarafélags Íslands telur að framhaldsskólanemar vinni of mikið með skóla. Álag á ungmenni hafi aukist eftir að framhaldsskólinn var styttur í þrjú ár en hann telur þó ekki ástæðu til að lengja námið aftur í fjögur ár. 9. nóvember 2018 20:00
Vilja fá sálfræðinga í skóla strax í haust til að bæta líðan Samfylkingin leggur fram þingsályktunartillögu um fría sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanema. Þetta er í fjórða sinn sem tillagan er lögð fram. Þingmaður er bjartsýnn á að tillagan nái fram að ganga. 5. apríl 2019 08:00
„Það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn“ Þrátt fyrir að framhaldsskóli hafi verið styttur í þrjú ár gefa margir nemendur sér lengri tíma til að ljúka námi. Nemandi í FG segir hættulega mikið álag vera á nemendur og hefur sent menntamálaráðherra bréf til að lýsa óánægju sinni. 6. nóvember 2018 20:30