Ráfuðu um fjöllin í marga daga í leit að fórnarlömbum áður en þeir völdu Maren og Louisu Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2019 12:43 Þrír mannanna sem handteknir voru í Marrakesh skömmu eftir að lík kvennanna fundust. Þeir eru grunaðir um að hafa myrt þær. Mynd/Lögregla í Marokkó Hryðjuverkamennirnir sem ákærðir eru fyrir morðin á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember síðastliðnum ætluðu að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir höfðu hins vegar ekki efni á ferðalaginu og ákváðu því að myrða erlenda ferðamenn í nafni samtakanna heima í Marokkó. Þetta hefur norska dagblaðið VG upp úr gögnum málsins. Konurnar tvær, hin norska Maren Ueland og hin danska Louisa Vesterager-Jespersen, voru á bakpokaferðalagi í Imlil-fjöllum í Atlasfjallgarðinum í Marokkó þegar þær voru myrtar á hrottalegan hátt í tjaldi sínu. Þrír marokkóskir menn, auk vitorðsmanns, hafa verið ákærðir fyrir að hafa framið morðin og tuttugu til viðbótar fyrir aðild að þeim.Myrtu konurnar á „ISIS-mátann“ Í skjölunum eru raktar ítarlegar lýsingar mannanna á aðdraganda morðanna og verknaðinum sjálfum. Þá segja þeir frá hollustu sinni við ISIS og lýsa því hvernig þeir leituðu uppi ferðamenn til að myrða þá á „ISIS-mátann“. Mennirnir hittust reglulega og ræddu „hnignun“ samfélagsins í Marokkó, sem þeir töldu ekki samræmast ofsatrú sinni. Þá hafi dreymt um að fara til Sýrlands og berjast í nafni ISIS en ekki haft efni á ferðalaginu.Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó þann 17. desember síðastliðinn.Myndir/FacebookÞeir sættust því á að stofna hryðjuverkahóp, sverja ISIS hollustu sína, og sitja fyrir erlendum ferðamönnum í Imlil-fjöllum. Þeir hafi gengið um fjöllin í nokkra daga og komu auga á „mörg möguleg fórnarlömb“ áður en þeir ákváðu að myrða Maren og Louisu.Segist sjá eftir morðunum Þá er haft eftir hryðjuverkamönnunum að konurnar hafi verið að tjalda þegar þeir komu auga á þær. Einn mannanna skar gat á tjaldið og réðust þeir því næst til atlögu. Þá játaði annar mannanna að hafa tekið morðin upp á myndband, sem síðar komst í dreifingu á samfélagsmiðlum. Einn mannanna sagðist jafnframt sjá eftir morðunum. Þá áttu þremenningarnir sér vitorðsmann, sem var á ferð með þeim í fjöllunum, en hann tók þó ekki þátt í morðunum með beinum hætti. Talið er að hann hafi verið að undirbúa felustað fyrir félaga sína á meðan þeir frömdu voðaverkið. Þessi fjórði maður gleymdi jafnframt skilríkjum sínum í tjaldinu, sem leiddi að lokum til handtöku þremenninganna. Réttarhöld yfir 24 mönnum í tengslum við morðin, og þar á meðal höfuðpaurunum fjórum, hefjast í Marokkó á morgun, 16. maí. Verjandi mannanna segir í samtali við VG hann búist við því að þeir játi á sig hryðjuverk er þeir verða leiddir fyrir dómara á morgun. Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Noregur Tengdar fréttir Réttarhöldunum í Marokkó frestað Réttarhöld yfir 24 einstaklingum, sem grunaðir eru um aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember, hófust í dag. 2. maí 2019 15:05 Dauðadóms krafist: „Verri en skepnur“ Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. 11. maí 2019 12:26 Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Hryðjuverkamennirnir sem ákærðir eru fyrir morðin á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember síðastliðnum ætluðu að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir höfðu hins vegar ekki efni á ferðalaginu og ákváðu því að myrða erlenda ferðamenn í nafni samtakanna heima í Marokkó. Þetta hefur norska dagblaðið VG upp úr gögnum málsins. Konurnar tvær, hin norska Maren Ueland og hin danska Louisa Vesterager-Jespersen, voru á bakpokaferðalagi í Imlil-fjöllum í Atlasfjallgarðinum í Marokkó þegar þær voru myrtar á hrottalegan hátt í tjaldi sínu. Þrír marokkóskir menn, auk vitorðsmanns, hafa verið ákærðir fyrir að hafa framið morðin og tuttugu til viðbótar fyrir aðild að þeim.Myrtu konurnar á „ISIS-mátann“ Í skjölunum eru raktar ítarlegar lýsingar mannanna á aðdraganda morðanna og verknaðinum sjálfum. Þá segja þeir frá hollustu sinni við ISIS og lýsa því hvernig þeir leituðu uppi ferðamenn til að myrða þá á „ISIS-mátann“. Mennirnir hittust reglulega og ræddu „hnignun“ samfélagsins í Marokkó, sem þeir töldu ekki samræmast ofsatrú sinni. Þá hafi dreymt um að fara til Sýrlands og berjast í nafni ISIS en ekki haft efni á ferðalaginu.Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó þann 17. desember síðastliðinn.Myndir/FacebookÞeir sættust því á að stofna hryðjuverkahóp, sverja ISIS hollustu sína, og sitja fyrir erlendum ferðamönnum í Imlil-fjöllum. Þeir hafi gengið um fjöllin í nokkra daga og komu auga á „mörg möguleg fórnarlömb“ áður en þeir ákváðu að myrða Maren og Louisu.Segist sjá eftir morðunum Þá er haft eftir hryðjuverkamönnunum að konurnar hafi verið að tjalda þegar þeir komu auga á þær. Einn mannanna skar gat á tjaldið og réðust þeir því næst til atlögu. Þá játaði annar mannanna að hafa tekið morðin upp á myndband, sem síðar komst í dreifingu á samfélagsmiðlum. Einn mannanna sagðist jafnframt sjá eftir morðunum. Þá áttu þremenningarnir sér vitorðsmann, sem var á ferð með þeim í fjöllunum, en hann tók þó ekki þátt í morðunum með beinum hætti. Talið er að hann hafi verið að undirbúa felustað fyrir félaga sína á meðan þeir frömdu voðaverkið. Þessi fjórði maður gleymdi jafnframt skilríkjum sínum í tjaldinu, sem leiddi að lokum til handtöku þremenninganna. Réttarhöld yfir 24 mönnum í tengslum við morðin, og þar á meðal höfuðpaurunum fjórum, hefjast í Marokkó á morgun, 16. maí. Verjandi mannanna segir í samtali við VG hann búist við því að þeir játi á sig hryðjuverk er þeir verða leiddir fyrir dómara á morgun.
Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Noregur Tengdar fréttir Réttarhöldunum í Marokkó frestað Réttarhöld yfir 24 einstaklingum, sem grunaðir eru um aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember, hófust í dag. 2. maí 2019 15:05 Dauðadóms krafist: „Verri en skepnur“ Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. 11. maí 2019 12:26 Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Réttarhöldunum í Marokkó frestað Réttarhöld yfir 24 einstaklingum, sem grunaðir eru um aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember, hófust í dag. 2. maí 2019 15:05
Dauðadóms krafist: „Verri en skepnur“ Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. 11. maí 2019 12:26
Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29