Dómsdagsspámennirnir Hatarar Dagur Fannar Magnússon skrifar 14. maí 2019 23:49 Nú þegar Hatarar hafa verið úti síðustu vikur að undirbúa sig undir keppni gærkvöldsins og aðalkvöldið hefur fréttfluttningur verið á þann veginn að þau séu gjörsamlega að dansa á línunni. Hljómsveitin hefur verið tekin á teppið, fjölmiðlar í Ísrael vara við þeim og Ísraelsþjóð virðist almennt vera upp á móti þeim. Það hefur svo sem ekki farið á milli mála að Hatarar eru að einhverju leiti að gagnrýna stríðið milli Palestínu og Ísraels. Ég er samt sem áður sannfærður um að hægt sé að lesa meira út úr textanum en einungis ádeilu á stríð, eins og ég hef reifað í fyrri greinum mínum. Gyðingar virðast þó einir taka ádeilu Hatara til sín enda virðist sviðsljósið vera á Ísrael hvað varðar þetta stríð. Er það tilviljun að Ísrael fái hörðustu gagnrýnina og Hatara yfir sig í Eurovision á meðan við vitum að það þarf ætíð tvo til þess að dansa tangó eða Guð að senda „útvaldri” þjóð sinni spámenn? Í gegnum söguna hefur Ísraelsþjóð bæði þurft að sæta ofsóknum og útrýmingu, þar má nefna þegar þeir voru þrælar í Egyptalandi, herleiðingu Babýlóníu, ofsóknir Rómverja stuttu eftir tíma Krists og ekki má gleyma helför seinni heimstyrjaaldarinnar. Ísraels þjóð hefur ekki einungis verið kúguð í gegnum söguna heldur einnig verið sigurvergarar í stríðum. Þar má nefna þegar þeir lögðu Jeríkó í rúst og allar aðrar borgir í nágrenninu á leið til fyrirheitna landsins, í stríðunu við Filista þar sem Davíð drap Golíat og sjálfsagt fleiri stríðum. Er þetta samt ekki saga sem við sjáum hjá flestum þjóðum heims. För þeirra til þess að endurheimta fyrirheitna landið hefur verið löng og ströng fyrir þá en það má algjörlega deila um hvað hefur verið réttmætt í öllu því ferli. Nú er það allt of langt mál að fara að rekja þá sögu en mig langaði aðeins að reyna að benda á þetta er ekki eins svart hvítt og það virðist vera. Ég vill þó taka það fram að það er ekkert sem réttlætir stríð eða ofbeldi á annann hátt og ég fordæmi slíkt. Nú virðist Ísrael vera með yfirhöndina í þessu stríði og eins í Gamla testamenntinu þegar Ísrael hefur gleymt Guði sínum þá sendir hann spámenn til þess að leiða þá aftur á rétta braut. Þessi spámenn voru bara menn eins og ég og þú. Þeir voru ekki alltaf vinsælir og sjálfsagt hafa einhverjir þeirra verið grýttir og ekki einu sinni náð inn á blaðsíður Biblíunnar. Guð vinnur í gegnum sköpunarverkið, vinnur í gegnum fólk, ekki bara Kristna einstaklinga, ekki bara Gyðinga heldur í gegnum alla. Hvers vegna væri það svo ólíklegt að Guð hafi valið Hatara sem spámenn sína til þess að benda Ísraelsþjóð á að nú sé hún gengin of langt og sé í stöðu til þess að semja frið. Ég held nú að það myndi sæma Guðs „útvöldu“ þjóð að gera slíkt. Hatarar sem dómsdagsspámenn eins og þeir sem finna má í Gamla testamenntinu lýsa því hvernig fer fyrir okkur ef við snúum okkur ekki frá villu vegar. Ef við förum ekki að breyta hegðun okkar mun allt fara norður og niður. Það er ekki bara Ísrael sem þarf að taka þetta til sín heldur við öll. Ef stríð heldur áfram skilur það mun meiri eyðileggingu eftir sig en það gæti nokkurn tímann grætt. Ef við höldum til að mynda áfram því ómeðvitaða stríði sem við herjum á móður náttúru með neysluháttum okkar hlýst af því óbætanlegur skaði sem mun hafa áhrif á okkur öll og komandi kynslóðir. Ætli það sé samt ekki bara best að horfa í gegnum fingur sér og grýta spámenninna, reyna að þagga niður í þeim. Ástæða þess að Hatarar eru svo frábærir spámenn að þeir mála upp fyrir okkur heimsmynd sem gæti orðið ef við breytum ekki háttum okkar. Þetta er óþæginlegt en mun áhrifaríkara en sykurhúðað hjal um að kærleikurinn muni sigra, sem hann mun reyndar alltaf gera. En ef við fáum alltaf þau skilaboð og þurfum ekki að standa andspænis raunveruleikanum af því að við erum svo sannfærð um að Guðs ríki muni koma án fyrirhafnar, bara af því að við erum sannfærð um að kærleikurinn mun sigra að lokum. Við þurfum, eins og Hatarar benda á, að gera þetta „sameinuð sem eitt“ taka skrefið saman í átt að friðarríki, þar sem við lifum í samhljómi við alla sköpunina. Ég óska Höturum góðs gengis í aðalkeppninni á Laugardaginn, það væri nú ekki leiðinlegt að sækja sigurinn og halda keppnina í Reykjavík að ári.Höfundur er guðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Sjá meira
Nú þegar Hatarar hafa verið úti síðustu vikur að undirbúa sig undir keppni gærkvöldsins og aðalkvöldið hefur fréttfluttningur verið á þann veginn að þau séu gjörsamlega að dansa á línunni. Hljómsveitin hefur verið tekin á teppið, fjölmiðlar í Ísrael vara við þeim og Ísraelsþjóð virðist almennt vera upp á móti þeim. Það hefur svo sem ekki farið á milli mála að Hatarar eru að einhverju leiti að gagnrýna stríðið milli Palestínu og Ísraels. Ég er samt sem áður sannfærður um að hægt sé að lesa meira út úr textanum en einungis ádeilu á stríð, eins og ég hef reifað í fyrri greinum mínum. Gyðingar virðast þó einir taka ádeilu Hatara til sín enda virðist sviðsljósið vera á Ísrael hvað varðar þetta stríð. Er það tilviljun að Ísrael fái hörðustu gagnrýnina og Hatara yfir sig í Eurovision á meðan við vitum að það þarf ætíð tvo til þess að dansa tangó eða Guð að senda „útvaldri” þjóð sinni spámenn? Í gegnum söguna hefur Ísraelsþjóð bæði þurft að sæta ofsóknum og útrýmingu, þar má nefna þegar þeir voru þrælar í Egyptalandi, herleiðingu Babýlóníu, ofsóknir Rómverja stuttu eftir tíma Krists og ekki má gleyma helför seinni heimstyrjaaldarinnar. Ísraels þjóð hefur ekki einungis verið kúguð í gegnum söguna heldur einnig verið sigurvergarar í stríðum. Þar má nefna þegar þeir lögðu Jeríkó í rúst og allar aðrar borgir í nágrenninu á leið til fyrirheitna landsins, í stríðunu við Filista þar sem Davíð drap Golíat og sjálfsagt fleiri stríðum. Er þetta samt ekki saga sem við sjáum hjá flestum þjóðum heims. För þeirra til þess að endurheimta fyrirheitna landið hefur verið löng og ströng fyrir þá en það má algjörlega deila um hvað hefur verið réttmætt í öllu því ferli. Nú er það allt of langt mál að fara að rekja þá sögu en mig langaði aðeins að reyna að benda á þetta er ekki eins svart hvítt og það virðist vera. Ég vill þó taka það fram að það er ekkert sem réttlætir stríð eða ofbeldi á annann hátt og ég fordæmi slíkt. Nú virðist Ísrael vera með yfirhöndina í þessu stríði og eins í Gamla testamenntinu þegar Ísrael hefur gleymt Guði sínum þá sendir hann spámenn til þess að leiða þá aftur á rétta braut. Þessi spámenn voru bara menn eins og ég og þú. Þeir voru ekki alltaf vinsælir og sjálfsagt hafa einhverjir þeirra verið grýttir og ekki einu sinni náð inn á blaðsíður Biblíunnar. Guð vinnur í gegnum sköpunarverkið, vinnur í gegnum fólk, ekki bara Kristna einstaklinga, ekki bara Gyðinga heldur í gegnum alla. Hvers vegna væri það svo ólíklegt að Guð hafi valið Hatara sem spámenn sína til þess að benda Ísraelsþjóð á að nú sé hún gengin of langt og sé í stöðu til þess að semja frið. Ég held nú að það myndi sæma Guðs „útvöldu“ þjóð að gera slíkt. Hatarar sem dómsdagsspámenn eins og þeir sem finna má í Gamla testamenntinu lýsa því hvernig fer fyrir okkur ef við snúum okkur ekki frá villu vegar. Ef við förum ekki að breyta hegðun okkar mun allt fara norður og niður. Það er ekki bara Ísrael sem þarf að taka þetta til sín heldur við öll. Ef stríð heldur áfram skilur það mun meiri eyðileggingu eftir sig en það gæti nokkurn tímann grætt. Ef við höldum til að mynda áfram því ómeðvitaða stríði sem við herjum á móður náttúru með neysluháttum okkar hlýst af því óbætanlegur skaði sem mun hafa áhrif á okkur öll og komandi kynslóðir. Ætli það sé samt ekki bara best að horfa í gegnum fingur sér og grýta spámenninna, reyna að þagga niður í þeim. Ástæða þess að Hatarar eru svo frábærir spámenn að þeir mála upp fyrir okkur heimsmynd sem gæti orðið ef við breytum ekki háttum okkar. Þetta er óþæginlegt en mun áhrifaríkara en sykurhúðað hjal um að kærleikurinn muni sigra, sem hann mun reyndar alltaf gera. En ef við fáum alltaf þau skilaboð og þurfum ekki að standa andspænis raunveruleikanum af því að við erum svo sannfærð um að Guðs ríki muni koma án fyrirhafnar, bara af því að við erum sannfærð um að kærleikurinn mun sigra að lokum. Við þurfum, eins og Hatarar benda á, að gera þetta „sameinuð sem eitt“ taka skrefið saman í átt að friðarríki, þar sem við lifum í samhljómi við alla sköpunina. Ég óska Höturum góðs gengis í aðalkeppninni á Laugardaginn, það væri nú ekki leiðinlegt að sækja sigurinn og halda keppnina í Reykjavík að ári.Höfundur er guðfræðingur.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun