Formúla 1 snýr aftur til Hollands á næsta ári Bragi Þórðarson skrifar 14. maí 2019 21:30 Vinsældir Max Verstappen er stór ástæða fyrir endurkomu hollenska kappakstursins. Getty Í fyrsta skiptið síðan árið 1985 verður keppt í Formúlu 1 í Hollandi. Stór ástæða þess eru vinsældir Red Bull ökuþórsins Max Verstappen. Kappaksturinn mun fara fram helgina 8. til 10. Maí árið 2020 á Zandvoort brautinni. Keppt var í Formúlu 1 á brautinni frá árunum 1952 til 1985. Þetta er annar nýji kappaksturinn sem hefur verið staðfestur fyrir næsta tímabil. Auk keppninnar í Hollandi verður einnig keppt á götum Hanoi í Víetnam. ,,Frá því við tókum við Formúlunni höfum við lofað að keppt verði á nýjum stöðum, en einnig viljum við virða sögulegar rætur íþróttarinnar í Evrópu''. Þetta hafði Chase Carey, yfirmaður Formúlu 1, að segja er hann staðfesti kappaksturinn í Hollandi. Fjölmargir hollenskir áhorfendur hafa mætt á keppnir í Evrópu síðastliðin ár. Keppnishaldarar gera því ráð fyrir að auðvelt verði að selja upp miða á keppnina á Zandvoort. Formúla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Í fyrsta skiptið síðan árið 1985 verður keppt í Formúlu 1 í Hollandi. Stór ástæða þess eru vinsældir Red Bull ökuþórsins Max Verstappen. Kappaksturinn mun fara fram helgina 8. til 10. Maí árið 2020 á Zandvoort brautinni. Keppt var í Formúlu 1 á brautinni frá árunum 1952 til 1985. Þetta er annar nýji kappaksturinn sem hefur verið staðfestur fyrir næsta tímabil. Auk keppninnar í Hollandi verður einnig keppt á götum Hanoi í Víetnam. ,,Frá því við tókum við Formúlunni höfum við lofað að keppt verði á nýjum stöðum, en einnig viljum við virða sögulegar rætur íþróttarinnar í Evrópu''. Þetta hafði Chase Carey, yfirmaður Formúlu 1, að segja er hann staðfesti kappaksturinn í Hollandi. Fjölmargir hollenskir áhorfendur hafa mætt á keppnir í Evrópu síðastliðin ár. Keppnishaldarar gera því ráð fyrir að auðvelt verði að selja upp miða á keppnina á Zandvoort.
Formúla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira