Biskupi var ekki heimilt að víkja séra Ólafi úr embætti Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. maí 2019 13:04 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Fréttablaðið/Vilhelm Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. Lögmaður Ólafs segir hann tekinn við embætti á ný eftir að fimm konur stigu fram og sökuðu hann um kynferðisbrot. Forsaga málsins er sú að biskup sendi Ólaf, sem er fyrrverandi formaður Prestafélags Íslands, í leyfi sumarið 2017 vegna ásakana kvenna um ósæmilega hegðun hans í þeirra garð á kirkjulegum vettvangi. Fimm konur kvörtuðu undan honum til kirkjunnar sem tók á málinu veturinn 2017. Að endingu komst úrskurðar- og áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar að þeirri niðurstöðu að Ólafur hefði brotið gegn tveimur kvennanna, þ.e. að í háttsemi hans hefði falist siðferðisbrot m.a. með því að faðma konurnar og lyft þeim upp og kysst þær á kinnarnar án samþykkis. Ekki var fallist á að um kynferðisbrot hefði verið að ræða.Krafðist niðurfellingar á ákvörðun biskups Þann 5. desember síðastliðinn tilkynnti biskup Ólafi að ákveðið hefði verið að veita honum lausn frá embætti hans sem sóknarprestur við Grensásprestakalls um stundarsakir vegna málsins. Ólafur krafðist þess fyrir nefnd um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins að ákvörðun biskups verði felld úr gildi. Biskup krafðist þess að nefndin rannsaki mál Ólafs svo upplýst verði hvort rétt sé að veita honum lausn að fullu eða láta hann taka aftur við embætti sínu. Vísaði biskup til þess að sú háttsemi sem Ólafi hafi verið gefin að sök í málunum væri tvímælalaust háttsemi sem geti sætt refsingu. Þá væru brot Ólafs ósamrýmanleg því hlutverki sem prestar þjóðkirkjunnar hafi gagnvart samstarfsmönnum og sóknarbörnum.Grensáskirkja. Í gær var greint frá því að ákveðið hefði verið að leggja niður embætti sóknarprests í Bústaðaprestakalli og embætti sóknarprests í Grensásprestakalli, embætti Ólafs, þann 1. júní næstkomandi með sameiningu prestakallanna.Vísir/gvaMálið ekki nægilega upplýst Í áliti nefndarinnar, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að ekki hafi verið nægilega í ljós leitt að grunur hafi verið um refsiverða háttsemi Ólafs þegar biskup ákvað að veita honum lausn. Við ákvörðunina hafi málið þannig ekki talist nægilega upplýst. Biskupi hafi því ekki verið rétt að veita Ólafi lausn frá störfum um stundarsakir frá og með 5. desember 2018. Þær ásakanir einar og sér, sem lágu til grundvallar ákvörðunar biskups, hafi ekki verið fullnægjandi og þar með hafi ekki verið uppfyllt skilyrði 26. greinar starfsmannalaga um lausn frá embætti. Þá er sérstaklega tekið fram í áliti nefndarinnar að hún taki ekki afstöðu til mögulegrar ætlaðrar refsiverðrar háttsemi Ólafs. Aftur tekinn við embætti og fær vangoldin laun Í gær var svo greint frá því að ákveðið hefði verið að leggja niður embætti sóknarprests í Bústaðaprestakalli og embætti sóknarprests í Grensásprestakalli, embætti Ólafs, þann 1. júní næstkomandi með sameiningu prestakallanna. Í tilkynningu segir að séra María Ágústsdóttir, sem þjónað hefur sóknarprestsembætti Grensásprestakalls, muni halda því áfram til mánaðamóta. Séra Pálmi Matthíasson verður sóknarprestur í sameinuðu prestakalli, Fossvogsprestakalli, frá 1. júní næstkomandi. Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Ólafs, segir í samtali við fréttastofu að Ólafur sé tekinn við embætti á ný, þó ekki sé ljóst hvaða embætti um ræðir í ljósi sameiningar prestakallanna. Að sögn Einars hafi biskupsstofa jafnframt ákveðið að greiða Ólafi vangreidd laun „líkt og til tímabundins brottrekstrar hefði aldri komið.“ Vísir hefur leitað viðbragða hjá biskupsstofu vegna málsins. Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Segja mikilvægast að stöðva prestinn Konurnar fimm, sem kærðu sr. Ólaf Jóhannsson til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar vegna áreitni í sinn garð, segja veturinn hafa verið erfiðan. Því hafi það verið áfall að sögunum öllum hafi ekki verið trúað. 29. mars 2018 09:00 Séra Ólafur sakar konurnar fimm um samantekin ráð Lögmaður Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, telur að fimm konur sem sökuðu Ólaf um kynferðislega áreitni hafi samhæft atvikalýsingu. Ólíklegt þykir að hann snúi aftur til starfa á árinu á meðan áfrýjunarnefnd hefur málin til meðferðar. Hann þvertekur fyrir að hafa sýnt það hátterni sem konurnar lýsa. 26. mars 2018 06:00 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. Lögmaður Ólafs segir hann tekinn við embætti á ný eftir að fimm konur stigu fram og sökuðu hann um kynferðisbrot. Forsaga málsins er sú að biskup sendi Ólaf, sem er fyrrverandi formaður Prestafélags Íslands, í leyfi sumarið 2017 vegna ásakana kvenna um ósæmilega hegðun hans í þeirra garð á kirkjulegum vettvangi. Fimm konur kvörtuðu undan honum til kirkjunnar sem tók á málinu veturinn 2017. Að endingu komst úrskurðar- og áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar að þeirri niðurstöðu að Ólafur hefði brotið gegn tveimur kvennanna, þ.e. að í háttsemi hans hefði falist siðferðisbrot m.a. með því að faðma konurnar og lyft þeim upp og kysst þær á kinnarnar án samþykkis. Ekki var fallist á að um kynferðisbrot hefði verið að ræða.Krafðist niðurfellingar á ákvörðun biskups Þann 5. desember síðastliðinn tilkynnti biskup Ólafi að ákveðið hefði verið að veita honum lausn frá embætti hans sem sóknarprestur við Grensásprestakalls um stundarsakir vegna málsins. Ólafur krafðist þess fyrir nefnd um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins að ákvörðun biskups verði felld úr gildi. Biskup krafðist þess að nefndin rannsaki mál Ólafs svo upplýst verði hvort rétt sé að veita honum lausn að fullu eða láta hann taka aftur við embætti sínu. Vísaði biskup til þess að sú háttsemi sem Ólafi hafi verið gefin að sök í málunum væri tvímælalaust háttsemi sem geti sætt refsingu. Þá væru brot Ólafs ósamrýmanleg því hlutverki sem prestar þjóðkirkjunnar hafi gagnvart samstarfsmönnum og sóknarbörnum.Grensáskirkja. Í gær var greint frá því að ákveðið hefði verið að leggja niður embætti sóknarprests í Bústaðaprestakalli og embætti sóknarprests í Grensásprestakalli, embætti Ólafs, þann 1. júní næstkomandi með sameiningu prestakallanna.Vísir/gvaMálið ekki nægilega upplýst Í áliti nefndarinnar, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að ekki hafi verið nægilega í ljós leitt að grunur hafi verið um refsiverða háttsemi Ólafs þegar biskup ákvað að veita honum lausn. Við ákvörðunina hafi málið þannig ekki talist nægilega upplýst. Biskupi hafi því ekki verið rétt að veita Ólafi lausn frá störfum um stundarsakir frá og með 5. desember 2018. Þær ásakanir einar og sér, sem lágu til grundvallar ákvörðunar biskups, hafi ekki verið fullnægjandi og þar með hafi ekki verið uppfyllt skilyrði 26. greinar starfsmannalaga um lausn frá embætti. Þá er sérstaklega tekið fram í áliti nefndarinnar að hún taki ekki afstöðu til mögulegrar ætlaðrar refsiverðrar háttsemi Ólafs. Aftur tekinn við embætti og fær vangoldin laun Í gær var svo greint frá því að ákveðið hefði verið að leggja niður embætti sóknarprests í Bústaðaprestakalli og embætti sóknarprests í Grensásprestakalli, embætti Ólafs, þann 1. júní næstkomandi með sameiningu prestakallanna. Í tilkynningu segir að séra María Ágústsdóttir, sem þjónað hefur sóknarprestsembætti Grensásprestakalls, muni halda því áfram til mánaðamóta. Séra Pálmi Matthíasson verður sóknarprestur í sameinuðu prestakalli, Fossvogsprestakalli, frá 1. júní næstkomandi. Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Ólafs, segir í samtali við fréttastofu að Ólafur sé tekinn við embætti á ný, þó ekki sé ljóst hvaða embætti um ræðir í ljósi sameiningar prestakallanna. Að sögn Einars hafi biskupsstofa jafnframt ákveðið að greiða Ólafi vangreidd laun „líkt og til tímabundins brottrekstrar hefði aldri komið.“ Vísir hefur leitað viðbragða hjá biskupsstofu vegna málsins.
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Segja mikilvægast að stöðva prestinn Konurnar fimm, sem kærðu sr. Ólaf Jóhannsson til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar vegna áreitni í sinn garð, segja veturinn hafa verið erfiðan. Því hafi það verið áfall að sögunum öllum hafi ekki verið trúað. 29. mars 2018 09:00 Séra Ólafur sakar konurnar fimm um samantekin ráð Lögmaður Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, telur að fimm konur sem sökuðu Ólaf um kynferðislega áreitni hafi samhæft atvikalýsingu. Ólíklegt þykir að hann snúi aftur til starfa á árinu á meðan áfrýjunarnefnd hefur málin til meðferðar. Hann þvertekur fyrir að hafa sýnt það hátterni sem konurnar lýsa. 26. mars 2018 06:00 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Segja mikilvægast að stöðva prestinn Konurnar fimm, sem kærðu sr. Ólaf Jóhannsson til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar vegna áreitni í sinn garð, segja veturinn hafa verið erfiðan. Því hafi það verið áfall að sögunum öllum hafi ekki verið trúað. 29. mars 2018 09:00
Séra Ólafur sakar konurnar fimm um samantekin ráð Lögmaður Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, telur að fimm konur sem sökuðu Ólaf um kynferðislega áreitni hafi samhæft atvikalýsingu. Ólíklegt þykir að hann snúi aftur til starfa á árinu á meðan áfrýjunarnefnd hefur málin til meðferðar. Hann þvertekur fyrir að hafa sýnt það hátterni sem konurnar lýsa. 26. mars 2018 06:00