Veganæði á hlutabréfamörkuðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. maí 2019 11:15 Greggs hefur gert það gott á hlutabréfamörkuðum á undanförnu ári. Getty/SOPA Images Svo virðist sem fjárfestar vilji allir fá bita af vegankökunni. Verð hlutabréfa í bresku bakarískeðjunni Greggs hafa tvöfaldast á síðastliðnu ári. Hækkunin er ekki síst rakin til nýrrar vöru sem Greggs kynnti í upphafi árs: Vegan-útgáfu af pylsuhorninu sem hefur lengi verið vinsælasti réttur bakaríanna. Eftir að Greggs greindi frá því í gær að fyrirtækinu hefði tekist að viðhalda vextinum sem hófst í ársbyrjun rauk hlutabréfaverðið upp, hækkaði um næstum 14 prósent við opnun markaða í morgun. Að sögn talsmanna Greggs var vöxturinn ekki síst tryggður með því að bjóða upp á vegan-pylsuhornið í öllum útibúum fyrirtækisins, en upphaflega var það aðeins fáanlegt í völdum bakaríum. Greggs hefur að sama skapi gefið út að það ætli sér að herja enn frekar á veganmarkaðinn og bjóða upp á fleiri vegan-útgáfur af vinsælum réttum.Umrætt vegan-pylsuhorn.GreggsVeganvöxtur Greggs er ekki einsdæmi. Þannig hefur fyrirtækið Beyond Meat Inc, sem sérhæfir sig í framleiðslu á hvers kyns gervikjöti, farið fram úr öllum væntingum fjárfesta. Hlutabréfaverð í fyrirtækinu hefur næstum þrefaldast frá því að Beyond Meat var skráð á markað fyrir tæpum mánuði síðan. Svipaða frægðarsögu er að segja af öðru veganveldi, Impossible Foods, sem talið er hafa nælt sér í 300 milljóna dala fjármögnun á síðustu vikum, sem nemur rúmlega 36 milljörðum króna. Í umfjöllun Bloomberg er veganæðið sett í samhengi við skráningu deilibílafyrirtækjanna Uber og Lyft á hlutabréfamarkað, sem olli miklum vonbrigðum vestanhafs. Frá því að opnað var á viðskipti með hlutabréf í Lyft í lok mars hefur verð bréfanna fallið um næstum helming. Svipaða sögu er að segja af Uber, þrátt fyrir að hún sé umtalsvert styttri. Frá því að félaginu var fleytt á markað á föstudag hefur hlutabréfaverð í Uber fallið um 18 prósent.Hér að neðan má sjá viðtal CNBC við framkvæmdastjóra Impossible Foods. Vegan Mest lesið Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Neytendur Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í fjögur ár Tupperware lýsir yfir gjaldþroti Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Volvo heykist á algjörri rafvæðingu árið 2030 Sjá meira
Svo virðist sem fjárfestar vilji allir fá bita af vegankökunni. Verð hlutabréfa í bresku bakarískeðjunni Greggs hafa tvöfaldast á síðastliðnu ári. Hækkunin er ekki síst rakin til nýrrar vöru sem Greggs kynnti í upphafi árs: Vegan-útgáfu af pylsuhorninu sem hefur lengi verið vinsælasti réttur bakaríanna. Eftir að Greggs greindi frá því í gær að fyrirtækinu hefði tekist að viðhalda vextinum sem hófst í ársbyrjun rauk hlutabréfaverðið upp, hækkaði um næstum 14 prósent við opnun markaða í morgun. Að sögn talsmanna Greggs var vöxturinn ekki síst tryggður með því að bjóða upp á vegan-pylsuhornið í öllum útibúum fyrirtækisins, en upphaflega var það aðeins fáanlegt í völdum bakaríum. Greggs hefur að sama skapi gefið út að það ætli sér að herja enn frekar á veganmarkaðinn og bjóða upp á fleiri vegan-útgáfur af vinsælum réttum.Umrætt vegan-pylsuhorn.GreggsVeganvöxtur Greggs er ekki einsdæmi. Þannig hefur fyrirtækið Beyond Meat Inc, sem sérhæfir sig í framleiðslu á hvers kyns gervikjöti, farið fram úr öllum væntingum fjárfesta. Hlutabréfaverð í fyrirtækinu hefur næstum þrefaldast frá því að Beyond Meat var skráð á markað fyrir tæpum mánuði síðan. Svipaða frægðarsögu er að segja af öðru veganveldi, Impossible Foods, sem talið er hafa nælt sér í 300 milljóna dala fjármögnun á síðustu vikum, sem nemur rúmlega 36 milljörðum króna. Í umfjöllun Bloomberg er veganæðið sett í samhengi við skráningu deilibílafyrirtækjanna Uber og Lyft á hlutabréfamarkað, sem olli miklum vonbrigðum vestanhafs. Frá því að opnað var á viðskipti með hlutabréf í Lyft í lok mars hefur verð bréfanna fallið um næstum helming. Svipaða sögu er að segja af Uber, þrátt fyrir að hún sé umtalsvert styttri. Frá því að félaginu var fleytt á markað á föstudag hefur hlutabréfaverð í Uber fallið um 18 prósent.Hér að neðan má sjá viðtal CNBC við framkvæmdastjóra Impossible Foods.
Vegan Mest lesið Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Neytendur Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í fjögur ár Tupperware lýsir yfir gjaldþroti Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Volvo heykist á algjörri rafvæðingu árið 2030 Sjá meira