Nýsköpun í náttúruvernd Hildur Björnsdóttir skrifar 13. maí 2019 08:00 Í lok nítjándu aldar blasti óvenjulegur umhverfisvandi við stórborgum heims. Tugþúsundir dráttarklára sáu um fólksflutninga, en þeim fylgdi ótæpilegt magn af hrossaskít. Dagblaðið Times birti dómsdagsskáp. Innan 50 ára yrðu götur Lundúna þaktar nærri þriggja metra lagi af hrossaskít. Til þess kom þó aldrei. Árið 1908 kom til sögunnar fyrsta fjöldaframleidda bifreiðin. Nýsköpun leysti af hólmi dráttarklárinn, ferðamynstur breyttust og þriggja metra skítur þrengdi aldrei að strætum Lundúna. Baráttan við loftslagsbreytingar af mannavöldum er eitt stærsta viðfangsefni samtímans. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna telur 70-90% nauðsynlegra aðgerða í loftslagsmálum bundin sveitarstjórnarstiginu. Hér gegna sveitarstjórnir því lykilhlutverki. Reykjavíkurborg stefnir að kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Umhverfisvænni samgöngur verða þungavigtarþáttur á þeirri vegferð. Um aldamótin fylgdi hestknúnum samgöngum umhverfisvandi. Í dag fylgir vélknúnum samgöngum umhverfisvandi. Sem fyrr liggur lausnin í nýsköpun – orkuskipti og almenningssamgöngur munu gegna lykilhlutverki í átt að kolefnishlutleysi. Hér þarf borgin að tryggja frjóan jarðveg fyrir tækni og nýjar lausnir. Í vikunni sem leið samþykkti borgarráð helmingsfækkun bensínstöðva í borgarlandinu, enda fádæma fjöldi stöðva í borginni miðað við íbúatölu. Samhljómur var um þá tillögu Sjálfstæðismanna að ná þessu metnaðarfulla markmiði fyrir 2025. Það er jákvætt skref í rétta átt. Reykjavíkurborg er í kjöraðstöðu til að vera leiðandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Aðgangur að hreinni íslenskri orku ætti að tryggja okkur forystu í orkuskiptum. Smæðin ætti að tryggja okkur forystu í kolefnishlutleysi. Borgin getur gert miklu betur. Mýmargir telja aukna áherslu á náttúruvernd ógn við atvinnulífið. Nýsköpun, atvinnuuppbygging og náttúruvernd eiga þó margvíslega samleið. Við eigum að skapa farveg fyrir þekkingu og hugvit – fyrir nýsköpun og lausnir í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Í því felast tækifæri til atvinnuuppbyggingar og verðmætasköpunar – en ekki síst tækifæri til náttúruverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Í lok nítjándu aldar blasti óvenjulegur umhverfisvandi við stórborgum heims. Tugþúsundir dráttarklára sáu um fólksflutninga, en þeim fylgdi ótæpilegt magn af hrossaskít. Dagblaðið Times birti dómsdagsskáp. Innan 50 ára yrðu götur Lundúna þaktar nærri þriggja metra lagi af hrossaskít. Til þess kom þó aldrei. Árið 1908 kom til sögunnar fyrsta fjöldaframleidda bifreiðin. Nýsköpun leysti af hólmi dráttarklárinn, ferðamynstur breyttust og þriggja metra skítur þrengdi aldrei að strætum Lundúna. Baráttan við loftslagsbreytingar af mannavöldum er eitt stærsta viðfangsefni samtímans. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna telur 70-90% nauðsynlegra aðgerða í loftslagsmálum bundin sveitarstjórnarstiginu. Hér gegna sveitarstjórnir því lykilhlutverki. Reykjavíkurborg stefnir að kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Umhverfisvænni samgöngur verða þungavigtarþáttur á þeirri vegferð. Um aldamótin fylgdi hestknúnum samgöngum umhverfisvandi. Í dag fylgir vélknúnum samgöngum umhverfisvandi. Sem fyrr liggur lausnin í nýsköpun – orkuskipti og almenningssamgöngur munu gegna lykilhlutverki í átt að kolefnishlutleysi. Hér þarf borgin að tryggja frjóan jarðveg fyrir tækni og nýjar lausnir. Í vikunni sem leið samþykkti borgarráð helmingsfækkun bensínstöðva í borgarlandinu, enda fádæma fjöldi stöðva í borginni miðað við íbúatölu. Samhljómur var um þá tillögu Sjálfstæðismanna að ná þessu metnaðarfulla markmiði fyrir 2025. Það er jákvætt skref í rétta átt. Reykjavíkurborg er í kjöraðstöðu til að vera leiðandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Aðgangur að hreinni íslenskri orku ætti að tryggja okkur forystu í orkuskiptum. Smæðin ætti að tryggja okkur forystu í kolefnishlutleysi. Borgin getur gert miklu betur. Mýmargir telja aukna áherslu á náttúruvernd ógn við atvinnulífið. Nýsköpun, atvinnuuppbygging og náttúruvernd eiga þó margvíslega samleið. Við eigum að skapa farveg fyrir þekkingu og hugvit – fyrir nýsköpun og lausnir í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Í því felast tækifæri til atvinnuuppbyggingar og verðmætasköpunar – en ekki síst tækifæri til náttúruverndar.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun