Kom að innbrotsþjófi í Grafarholti: „Sannaði fyrir sjálfri mér að ég get verndað mitt eigið húsnæði ef ég þarf þess“ Atli Ísleifsson skrifar 12. maí 2019 12:18 Hjördís segir að innbrotsþjófurinn hafi augljóslega verið í vímu og verið búin að taka lyf úr lyfjakassanum, föt, málningadót og fleira. Getty „Ég var í tíu mínútur að ná mér niður áður en ég gat hringt í lögregluna og talað af einhverju viti.“ Þetta segir Hjördís Líney Aðalsteinsdóttir, íbúi í Grafarholti, sem kom að innbrotsþjófi á heimili sínu á aðfaranótt laugardagsins. Hjördís segist hafa skoppið úr húsi í um tuttugu mínútur skömmu eftir miðnætti og komið svo að innbrotsþjófnum þar sem hann var að róta í eigum hennar. „Ég kem heim og sé þá einhverja stelpu sem ég kannast ekkert við. Aldrei séð þessa manneskju áður. Ég spyr hana hver hún sé og þá segist hún vera að leita að einhverjum Binna. Það býr hins vegar enginn Binni í þessu fjölbýli sem ég er í. Ég trúi henni náttúrulega ekki og sé þá að hún er búin að taka saman dótið mitt. Ég bara klikkaðist, trompaðist og fraus ekki. Hún var alveg augljóslega hrædd og ég náði dótinu af henni. Hún veitti enga mótspyrnu,“ segir Hjördís.Ánægð að hafa komið að innbrotsþjófnum Hjördís segir að innbrotsþjófurinn hafi augljóslega verið í vímu og verið búin að taka lyf úr lyfjakassanum, föt, málningadót og fleira. „Lyfjaboxið var á hvolfi, skúffurnar opnar og sófinn úr stað. Ég ætlaði að fara að hringja í lögregluna og þá flýr hún út. Ekki nóg með að ég náði að yfirbuga þennan þjóf heldur rændi ég hana öllu þýfinu sem hún hafði. Hún hafði greinilega brotist inn í einhvern bíl áður og stolið úr honum.“ Hún segir að lögregla hafi verið fljót á staðinn. „Það kom mér á óvart. En þetta sannaði fyrir mér að ég get verndað mitt eigið húsnæði ef ég þarf þess. Þó að þetta hafi verið mjög dramatískt að sjá einhverja ókunnuga manneskju heima hjá sér þá er ég eiginlega ánægðari að hafa komið að þessu en að hafa ekki gert það – miðað við hvernig ég brást við. Það hefði í raun verið óhugnanlegra að koma heim og sjá að brotist hafi verið inn og ég hefði ekkert vitað hver þetta var.“ Hún segist hafa sofið frammi í sófa þá um nóttina. „Ég var á leið til vinkonu minnar en hætti við, vildi passa upp á að enginn væri að fara að koma.“Leitar eigenda Toyota Carina Hjördís segist hafa skilið eftir ólæst þegar hún skrapp út en eftir þessa reynslu muni hún alltaf læsa á eftir sér. „Sama þó það sé að sækja póstinn. Ég ætla alltaf að læsa. Ég hélt að þetta væri öruggt hverfi en nú heyri ég að svo sé ekki,“ segir Hjördís og beinir því til annarra íbúa í hverfinu að læsa á eftir sér. Að lokum segist hún endilega vilja koma þýfinu sem hún náði af innbrotsþjófnum í réttar hendur. Hafi þar meðal annars verið að finna smurbók bíls af gerðinni Toyota Carina '96. „Ef einhver kannast við það að hafa orðið fyrir þjófnaði úr þannig bíl á svipuðum tíma þá má hafa samband við mig.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
„Ég var í tíu mínútur að ná mér niður áður en ég gat hringt í lögregluna og talað af einhverju viti.“ Þetta segir Hjördís Líney Aðalsteinsdóttir, íbúi í Grafarholti, sem kom að innbrotsþjófi á heimili sínu á aðfaranótt laugardagsins. Hjördís segist hafa skoppið úr húsi í um tuttugu mínútur skömmu eftir miðnætti og komið svo að innbrotsþjófnum þar sem hann var að róta í eigum hennar. „Ég kem heim og sé þá einhverja stelpu sem ég kannast ekkert við. Aldrei séð þessa manneskju áður. Ég spyr hana hver hún sé og þá segist hún vera að leita að einhverjum Binna. Það býr hins vegar enginn Binni í þessu fjölbýli sem ég er í. Ég trúi henni náttúrulega ekki og sé þá að hún er búin að taka saman dótið mitt. Ég bara klikkaðist, trompaðist og fraus ekki. Hún var alveg augljóslega hrædd og ég náði dótinu af henni. Hún veitti enga mótspyrnu,“ segir Hjördís.Ánægð að hafa komið að innbrotsþjófnum Hjördís segir að innbrotsþjófurinn hafi augljóslega verið í vímu og verið búin að taka lyf úr lyfjakassanum, föt, málningadót og fleira. „Lyfjaboxið var á hvolfi, skúffurnar opnar og sófinn úr stað. Ég ætlaði að fara að hringja í lögregluna og þá flýr hún út. Ekki nóg með að ég náði að yfirbuga þennan þjóf heldur rændi ég hana öllu þýfinu sem hún hafði. Hún hafði greinilega brotist inn í einhvern bíl áður og stolið úr honum.“ Hún segir að lögregla hafi verið fljót á staðinn. „Það kom mér á óvart. En þetta sannaði fyrir mér að ég get verndað mitt eigið húsnæði ef ég þarf þess. Þó að þetta hafi verið mjög dramatískt að sjá einhverja ókunnuga manneskju heima hjá sér þá er ég eiginlega ánægðari að hafa komið að þessu en að hafa ekki gert það – miðað við hvernig ég brást við. Það hefði í raun verið óhugnanlegra að koma heim og sjá að brotist hafi verið inn og ég hefði ekkert vitað hver þetta var.“ Hún segist hafa sofið frammi í sófa þá um nóttina. „Ég var á leið til vinkonu minnar en hætti við, vildi passa upp á að enginn væri að fara að koma.“Leitar eigenda Toyota Carina Hjördís segist hafa skilið eftir ólæst þegar hún skrapp út en eftir þessa reynslu muni hún alltaf læsa á eftir sér. „Sama þó það sé að sækja póstinn. Ég ætla alltaf að læsa. Ég hélt að þetta væri öruggt hverfi en nú heyri ég að svo sé ekki,“ segir Hjördís og beinir því til annarra íbúa í hverfinu að læsa á eftir sér. Að lokum segist hún endilega vilja koma þýfinu sem hún náði af innbrotsþjófnum í réttar hendur. Hafi þar meðal annars verið að finna smurbók bíls af gerðinni Toyota Carina '96. „Ef einhver kannast við það að hafa orðið fyrir þjófnaði úr þannig bíl á svipuðum tíma þá má hafa samband við mig.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira