Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafna orkupakkanum Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. maí 2019 13:56 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/vilhelm Næstum helmingur stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar segist andsnúið innleiðingu þriðja orkupakkans. Evrópusinnar eru hvað hlynntastir orkupakkanum á Íslandi en nokkurn stuðning er að finna á meðal stuðningsfólks Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata. Mestrar andstöðu við pakkann gætir þó í röðum stuðningsfólks Miðflokksins og Flokks fólksins. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 30. apríl tl 3. maí 2019. Af þeim svarendum sem tóku afstöðu til könnunarinnar sögðust 34 prósent mjög andvíg því að þriðji orkupakkinn taki gildi á Íslandi, 16 prósent kváðust frekar andvíg, 19 prósent bæði og, 17 prósent frekar fylgjandi og 13 prósent mjög fylgjandi. Athygli vekur að 28,5 prósent þátttakenda í könnuninni tóku ekki afstöðu til spurningarinnar. Lítill stuðningur við þriðja orkupakkann virtist meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarflokkanna en tæplega helmingur þeirra (49 prósent) kvaðst andvígur innleiðingu þriðja orkupakkans og rúmur fjórðungur (27 prósent) fylgjandi. Aðra sögu er að segja af stuðningsfólki Miðflokks og Flokks fólksins, en 91 prósent þess kveðst mjög andsnúið pakkanum.Stuðningsfólk annarra stjórnarandstöðuflokka, Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar, reyndist hins vegar nokkuð samstíga í stuðningi sínum við þriðja orkupakkann og kváðust 59 prósent þeirra fylgjandi innleiðingu hans. Þar af voru 31 prósent mjög fylgjandi. Þá er töluverður munur á afstöðu til þriðja orkupakkans eftir lýðfræðihópum. Karlar reyndust jákvæðari gagnvart innleiðingu þriðja orkupakkans en 36 prósent þeirra kváðust frekar eða mjög fylgjandi, samanborið við 24 prósent kvenna. Andstaða við innleiðingu orkupakkans jókst með auknum aldri en 38 prósemt svarenda 50 ára og eldri kváðust mjög andvíg slíkri innleiðingu, samanborið við 32 prósent svarenda 30 til 49 ára og 29 prósent þeirra í yngsta aldurshópi, sem eru 18 til 29 ára. Þá eru hlutfallslega fleiri fylgjandi pakkanum á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni. Landsbyggðarbúar voru hins vegar líklegri til að segjast andvíg orkupakkanum, 63 prósent, heldur en þau af höfuðborgarsvæðinu, 43 prósent.Nánar má fræðast um könnunina hér.Upplýsingar um framkvæmdÚrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMRKönnunaraðferð: Spurningavagn MMRSvarfjöldi: 941 einstaklingur Dagsetning framkvæmdar: 30. apríl til 3. maí 2019 Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30 Orkan okkar andvíg gegnsæi um orkuverð Frosti Sigurjónsson, segir ekki til hagsbóta að auka gegnsæi um raforkuverð. Landsvirkjun eigi að nýta upplýsingaleynd í samningum. Forstjóri Landsvirkjunar segir stóriðju helst hafa hag af því að innleiða ekki orkupakkann. 10. maí 2019 06:15 Fleiri andvígir samþykkt orkupakkans Tæpur helmingur er andvígur því að Alþingi samþykki þriðja orkupakkann en innan við þriðjungur er því fylgjandi samkvæmt nýrri könnun. Tæp 59 prósent segjast annaðhvort ekki hafa kynnt sér málið eða kynnt sér það illa. 7. maí 2019 06:15 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Næstum helmingur stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar segist andsnúið innleiðingu þriðja orkupakkans. Evrópusinnar eru hvað hlynntastir orkupakkanum á Íslandi en nokkurn stuðning er að finna á meðal stuðningsfólks Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata. Mestrar andstöðu við pakkann gætir þó í röðum stuðningsfólks Miðflokksins og Flokks fólksins. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 30. apríl tl 3. maí 2019. Af þeim svarendum sem tóku afstöðu til könnunarinnar sögðust 34 prósent mjög andvíg því að þriðji orkupakkinn taki gildi á Íslandi, 16 prósent kváðust frekar andvíg, 19 prósent bæði og, 17 prósent frekar fylgjandi og 13 prósent mjög fylgjandi. Athygli vekur að 28,5 prósent þátttakenda í könnuninni tóku ekki afstöðu til spurningarinnar. Lítill stuðningur við þriðja orkupakkann virtist meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarflokkanna en tæplega helmingur þeirra (49 prósent) kvaðst andvígur innleiðingu þriðja orkupakkans og rúmur fjórðungur (27 prósent) fylgjandi. Aðra sögu er að segja af stuðningsfólki Miðflokks og Flokks fólksins, en 91 prósent þess kveðst mjög andsnúið pakkanum.Stuðningsfólk annarra stjórnarandstöðuflokka, Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar, reyndist hins vegar nokkuð samstíga í stuðningi sínum við þriðja orkupakkann og kváðust 59 prósent þeirra fylgjandi innleiðingu hans. Þar af voru 31 prósent mjög fylgjandi. Þá er töluverður munur á afstöðu til þriðja orkupakkans eftir lýðfræðihópum. Karlar reyndust jákvæðari gagnvart innleiðingu þriðja orkupakkans en 36 prósent þeirra kváðust frekar eða mjög fylgjandi, samanborið við 24 prósent kvenna. Andstaða við innleiðingu orkupakkans jókst með auknum aldri en 38 prósemt svarenda 50 ára og eldri kváðust mjög andvíg slíkri innleiðingu, samanborið við 32 prósent svarenda 30 til 49 ára og 29 prósent þeirra í yngsta aldurshópi, sem eru 18 til 29 ára. Þá eru hlutfallslega fleiri fylgjandi pakkanum á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni. Landsbyggðarbúar voru hins vegar líklegri til að segjast andvíg orkupakkanum, 63 prósent, heldur en þau af höfuðborgarsvæðinu, 43 prósent.Nánar má fræðast um könnunina hér.Upplýsingar um framkvæmdÚrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMRKönnunaraðferð: Spurningavagn MMRSvarfjöldi: 941 einstaklingur Dagsetning framkvæmdar: 30. apríl til 3. maí 2019
Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30 Orkan okkar andvíg gegnsæi um orkuverð Frosti Sigurjónsson, segir ekki til hagsbóta að auka gegnsæi um raforkuverð. Landsvirkjun eigi að nýta upplýsingaleynd í samningum. Forstjóri Landsvirkjunar segir stóriðju helst hafa hag af því að innleiða ekki orkupakkann. 10. maí 2019 06:15 Fleiri andvígir samþykkt orkupakkans Tæpur helmingur er andvígur því að Alþingi samþykki þriðja orkupakkann en innan við þriðjungur er því fylgjandi samkvæmt nýrri könnun. Tæp 59 prósent segjast annaðhvort ekki hafa kynnt sér málið eða kynnt sér það illa. 7. maí 2019 06:15 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30
Orkan okkar andvíg gegnsæi um orkuverð Frosti Sigurjónsson, segir ekki til hagsbóta að auka gegnsæi um raforkuverð. Landsvirkjun eigi að nýta upplýsingaleynd í samningum. Forstjóri Landsvirkjunar segir stóriðju helst hafa hag af því að innleiða ekki orkupakkann. 10. maí 2019 06:15
Fleiri andvígir samþykkt orkupakkans Tæpur helmingur er andvígur því að Alþingi samþykki þriðja orkupakkann en innan við þriðjungur er því fylgjandi samkvæmt nýrri könnun. Tæp 59 prósent segjast annaðhvort ekki hafa kynnt sér málið eða kynnt sér það illa. 7. maí 2019 06:15