Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafna orkupakkanum Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. maí 2019 13:56 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/vilhelm Næstum helmingur stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar segist andsnúið innleiðingu þriðja orkupakkans. Evrópusinnar eru hvað hlynntastir orkupakkanum á Íslandi en nokkurn stuðning er að finna á meðal stuðningsfólks Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata. Mestrar andstöðu við pakkann gætir þó í röðum stuðningsfólks Miðflokksins og Flokks fólksins. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 30. apríl tl 3. maí 2019. Af þeim svarendum sem tóku afstöðu til könnunarinnar sögðust 34 prósent mjög andvíg því að þriðji orkupakkinn taki gildi á Íslandi, 16 prósent kváðust frekar andvíg, 19 prósent bæði og, 17 prósent frekar fylgjandi og 13 prósent mjög fylgjandi. Athygli vekur að 28,5 prósent þátttakenda í könnuninni tóku ekki afstöðu til spurningarinnar. Lítill stuðningur við þriðja orkupakkann virtist meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarflokkanna en tæplega helmingur þeirra (49 prósent) kvaðst andvígur innleiðingu þriðja orkupakkans og rúmur fjórðungur (27 prósent) fylgjandi. Aðra sögu er að segja af stuðningsfólki Miðflokks og Flokks fólksins, en 91 prósent þess kveðst mjög andsnúið pakkanum.Stuðningsfólk annarra stjórnarandstöðuflokka, Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar, reyndist hins vegar nokkuð samstíga í stuðningi sínum við þriðja orkupakkann og kváðust 59 prósent þeirra fylgjandi innleiðingu hans. Þar af voru 31 prósent mjög fylgjandi. Þá er töluverður munur á afstöðu til þriðja orkupakkans eftir lýðfræðihópum. Karlar reyndust jákvæðari gagnvart innleiðingu þriðja orkupakkans en 36 prósent þeirra kváðust frekar eða mjög fylgjandi, samanborið við 24 prósent kvenna. Andstaða við innleiðingu orkupakkans jókst með auknum aldri en 38 prósemt svarenda 50 ára og eldri kváðust mjög andvíg slíkri innleiðingu, samanborið við 32 prósent svarenda 30 til 49 ára og 29 prósent þeirra í yngsta aldurshópi, sem eru 18 til 29 ára. Þá eru hlutfallslega fleiri fylgjandi pakkanum á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni. Landsbyggðarbúar voru hins vegar líklegri til að segjast andvíg orkupakkanum, 63 prósent, heldur en þau af höfuðborgarsvæðinu, 43 prósent.Nánar má fræðast um könnunina hér.Upplýsingar um framkvæmdÚrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMRKönnunaraðferð: Spurningavagn MMRSvarfjöldi: 941 einstaklingur Dagsetning framkvæmdar: 30. apríl til 3. maí 2019 Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30 Orkan okkar andvíg gegnsæi um orkuverð Frosti Sigurjónsson, segir ekki til hagsbóta að auka gegnsæi um raforkuverð. Landsvirkjun eigi að nýta upplýsingaleynd í samningum. Forstjóri Landsvirkjunar segir stóriðju helst hafa hag af því að innleiða ekki orkupakkann. 10. maí 2019 06:15 Fleiri andvígir samþykkt orkupakkans Tæpur helmingur er andvígur því að Alþingi samþykki þriðja orkupakkann en innan við þriðjungur er því fylgjandi samkvæmt nýrri könnun. Tæp 59 prósent segjast annaðhvort ekki hafa kynnt sér málið eða kynnt sér það illa. 7. maí 2019 06:15 Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Fleiri fréttir Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Sjá meira
Næstum helmingur stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar segist andsnúið innleiðingu þriðja orkupakkans. Evrópusinnar eru hvað hlynntastir orkupakkanum á Íslandi en nokkurn stuðning er að finna á meðal stuðningsfólks Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata. Mestrar andstöðu við pakkann gætir þó í röðum stuðningsfólks Miðflokksins og Flokks fólksins. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 30. apríl tl 3. maí 2019. Af þeim svarendum sem tóku afstöðu til könnunarinnar sögðust 34 prósent mjög andvíg því að þriðji orkupakkinn taki gildi á Íslandi, 16 prósent kváðust frekar andvíg, 19 prósent bæði og, 17 prósent frekar fylgjandi og 13 prósent mjög fylgjandi. Athygli vekur að 28,5 prósent þátttakenda í könnuninni tóku ekki afstöðu til spurningarinnar. Lítill stuðningur við þriðja orkupakkann virtist meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarflokkanna en tæplega helmingur þeirra (49 prósent) kvaðst andvígur innleiðingu þriðja orkupakkans og rúmur fjórðungur (27 prósent) fylgjandi. Aðra sögu er að segja af stuðningsfólki Miðflokks og Flokks fólksins, en 91 prósent þess kveðst mjög andsnúið pakkanum.Stuðningsfólk annarra stjórnarandstöðuflokka, Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar, reyndist hins vegar nokkuð samstíga í stuðningi sínum við þriðja orkupakkann og kváðust 59 prósent þeirra fylgjandi innleiðingu hans. Þar af voru 31 prósent mjög fylgjandi. Þá er töluverður munur á afstöðu til þriðja orkupakkans eftir lýðfræðihópum. Karlar reyndust jákvæðari gagnvart innleiðingu þriðja orkupakkans en 36 prósent þeirra kváðust frekar eða mjög fylgjandi, samanborið við 24 prósent kvenna. Andstaða við innleiðingu orkupakkans jókst með auknum aldri en 38 prósemt svarenda 50 ára og eldri kváðust mjög andvíg slíkri innleiðingu, samanborið við 32 prósent svarenda 30 til 49 ára og 29 prósent þeirra í yngsta aldurshópi, sem eru 18 til 29 ára. Þá eru hlutfallslega fleiri fylgjandi pakkanum á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni. Landsbyggðarbúar voru hins vegar líklegri til að segjast andvíg orkupakkanum, 63 prósent, heldur en þau af höfuðborgarsvæðinu, 43 prósent.Nánar má fræðast um könnunina hér.Upplýsingar um framkvæmdÚrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMRKönnunaraðferð: Spurningavagn MMRSvarfjöldi: 941 einstaklingur Dagsetning framkvæmdar: 30. apríl til 3. maí 2019
Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30 Orkan okkar andvíg gegnsæi um orkuverð Frosti Sigurjónsson, segir ekki til hagsbóta að auka gegnsæi um raforkuverð. Landsvirkjun eigi að nýta upplýsingaleynd í samningum. Forstjóri Landsvirkjunar segir stóriðju helst hafa hag af því að innleiða ekki orkupakkann. 10. maí 2019 06:15 Fleiri andvígir samþykkt orkupakkans Tæpur helmingur er andvígur því að Alþingi samþykki þriðja orkupakkann en innan við þriðjungur er því fylgjandi samkvæmt nýrri könnun. Tæp 59 prósent segjast annaðhvort ekki hafa kynnt sér málið eða kynnt sér það illa. 7. maí 2019 06:15 Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Fleiri fréttir Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Sjá meira
Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30
Orkan okkar andvíg gegnsæi um orkuverð Frosti Sigurjónsson, segir ekki til hagsbóta að auka gegnsæi um raforkuverð. Landsvirkjun eigi að nýta upplýsingaleynd í samningum. Forstjóri Landsvirkjunar segir stóriðju helst hafa hag af því að innleiða ekki orkupakkann. 10. maí 2019 06:15
Fleiri andvígir samþykkt orkupakkans Tæpur helmingur er andvígur því að Alþingi samþykki þriðja orkupakkann en innan við þriðjungur er því fylgjandi samkvæmt nýrri könnun. Tæp 59 prósent segjast annaðhvort ekki hafa kynnt sér málið eða kynnt sér það illa. 7. maí 2019 06:15